Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Side 93
Margt benti til þess, að Einherjar yfirleitt væru starfsamir
og vel þjálfaðir í skátastörfum, auk þess í ýmsum íþróttum,
t.d. skíðaíþróttinni, sem var mikið iðkuð.
Að öllu athuguðu, tel ég, að skátafélagið Einherjar hafi
verið í tölu hinna beztu skátafélaga hér og hafi tvímælalaust
haft góð uppeldisáhrif á ísfirzkan æskulýð, til frama og
þroska.
Sjálfur á ég margar góðar endumiinningar frá samkomum
Einherja og kynnum mínum við þá.
Með beztu óskum og skátakveðju.
Sigurður Þorkelsson.
Jónas Tómasson, bóksali:
Hvert það þorp, bær eða borg, sem á innan sinna vébanda
vökult skátafélag, er ríkara en ella. Skátar, sem starfa að
sínum félagsmálum með áhuga, reglusemi og árvekni, á
likan hátt og fjöldi ísfirzkra skáta hefir lengst af gert, síðan
félag þeirra var stofnað, eru hæfari til samstarfs, til að byggja
upp sitt bæjarfélag, heldur en hinir, sem hvorki hafa lært
að hinda hnút né leysa. Því það er nú einmitt þetta, sem
margan vantar, að hafa hug og dug, til að binda það, sem
ekki má laust liggja og leysa hitt, sem illu heilli er fjötrað.
Fullveðja m.aður, sem á sínum tíma hefir alizt upp, sem
ylfingur og síðar sem skáti, hefir lært margt gott og þroskazt
i jtusu þarflegu, hafi hann annars tileinkað sér skátaheitið.
Hann hefir tamið sér að lýta guði og líkna bágstöddum.
Hann hefir lært að stjóma undinnönnum og hlýða yfinnönn-
um. Hann ann sinni góðu ættjörð og þá ekki sízt því af
henni, sem honum stendur næst — bænum — sem hann
byggir. Hann stefnir að settu marki, heill i huga og hreinn
í hjarta.
AFMÆLISHIT EINHERJA
91