Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Qupperneq 95
löngun, og beina henni á heppilegar brautir til farsældar
landi og þjóð, en skátunum sjálfum til heilla og hamingju.
Um leið og skátarnir njóta samverunnar, allskonar fróðleiks,
leikja og skemmtunar, þá læra þeir, að vera viðbúnir hverju,
sem að höndum ber. Ekki að taka öllu með þögn og þolin-
mæði og láta skeika að sköpuðu, heldur læra þeir að sjá við
hættum, forðast slys, vinna bug á örðugleikum, sigrast á ó-
höppum og hjálpa sjálfum sér og öðrum. Það er því auð-
skilið, að foreldrar geta ekki kosið börnum sínum betri félags-
skap en skátafélögin, og börnin sjálf hlakka til að verða svo
gömul, að þau geti orðið ylfingar, eða ljósálfar.
Skátar ! haldið áfram að ala og efla það hezta og göfugasta
hjá hverju mannsbarni, með þvi aukið þið eigin hamingju,
heill félagsskapar ykkar og allrar þjóðarinar.
Kjartan J. Jóhannsson.
Sigrún og Helgi Guðbjartsson, skrifstofustjóri:
Okkur er að nokkru kunn starfsemi skátahreyfingarinnar
á Isafirði frá fyrstu byrjun, þar sem dætur okkar og sonur
voru öll á sínum æskuárum virkir þátttakendur í starfsemi
skáta.
Markmið skátahreyfingarinnar er fögur hugsjón, og hlýtur
hver þátttakandi að hafa ómetanlegt gagn af þeim lífsreglum,
sem þar eru kenndar, og við erum viss um, að okkar börn
hafa fengið dýrmætt veganesti, og svo mun verða um alla,
sem þennan félagsskap fylla.
Okkur verða alla tið minnisstæðar ánægjulegar stundir á
afmælisfögnuðum Einherja, sem við þökkum innilega, og
óskum við svo Einherjum góðs gengis um langa framtíð.
Sigrún og Helgi Guðbjartsson.
AFMÆLISRIT EINHERJA
93