Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 96
Guðmundur Jónsson frá Mosdal:
I.
Það er kunnugra en svo að fjölyrða þurfi um, að skáta-
reglan sé ein af hinum mikilverðustu uppeldisöflum, sem og
framgangur hennar sýnir og útbreiðsla víðsvegar, meðal
flest allra mannaðra þjóða.
Þroska- og uppeldisgildi þessa félagsskapar hefir hvarvetna
sjTnt sig i því, að nú er viðsvegar vaxin upp kynslóð, sem
ber þess merki, að sá félagsskapur hefir átt allríkan þátt í
menningu hennar.
Það er eitt af þvi mj ög mikilsverða í tilhögun skátareglunn-
ar og starfsháttum, að hún er hvort tveggja í senn þjóðleg og
alþjóðleg. Það er að segja, hagar starfssviði sínu þannig, að
til hagsbóta og uppbyggingar geti orðið, fyrst og fremst eigin
þjóðmenningu, en um leið samlagað sig annara þjóðhögum og
skilið þeirra sérhætti og þeirra réttmæti til sinna þjóðhátta,
lífsvenja og menningarverðmæta. Á þennan hátt hefir skáta-
reglan í senn þjóðlegt og alþjóðlegt menningargildi i sér
fólgið.
Af eigin reynslu er mér fullkunnugt um, að góður æsku-
mannafélagsskapur dregur di-ýgra til menningargildis, en
nokkrir skólar geta gert, þó að góðir séu i sjálfu sér og
mikilsverðir.
II.
Skátareglan mun nú hafa náð viðlíkum framgangi hér á
landi og í nágrannalöndunum og hefir þegar hlotið almerin-
ings hylli og álit, svo að teljast má ein hinna allra nytsömustu
félags-samtaka á landi hér. Hafa og margir .þeirra ungu
manna og kvenna, sem nú eru að hefja störfin i okkar þjóð-
félagi, eflaust fengið allmikla félagslega þroskun á vegum
skátareglunnar. Er það t. d. eftirtektarvert, að þegar ein eða
önnur vandkvæði koma fyrir, svo sem er leita verður að
mönnum eða björgunar gerist þörf, vegna slysfara, þá eru
94
AFMÆLISRIT EINHERJA