Skátafélagið Einherjar 20 ára - 29.02.1948, Page 100
inu mundi vegna bezt, og verða líklegast til þess að ná mark-
miði sínu, því, að verða æskunni til sem mestrar blessunar,
cf ]iað strfaði á kristilegum grundvelli. Kemur þessi skoðun
Iians alveg heim við skoðun þjóðskáldsins og sálmaskáldsins
okkar fræga, Hallgríms Péturssonar, en hann kvað:
Ungum er það allra hezt
að óttast guð, sinn herra.
Þeim mun vizkan veitast mest
og virðing aldrei þverra.
Skátafélögin hafa starfað á þessum grundvelli og farnast
svo vel, að þau hafa nú náð fótfestu í flestum, ef ekki öllum
löndum hins siðaða heims og njóta allstaðar hylli góðra
manna.
Hér á Isafirði hafa skátafélögin, bæði piltar og stúlkur, átt
því láni að fagna að bafa dugmikla foringja, og hafa því
orðið fjölda æskumanna að ómetanlegu liði. Skátarnir læra
að starfa á félagsbundinn bátt, mcta annara rétt jafnt og sinn
eiginn, og hjálpa þar sem þess er þörf. Þeir læra að beita
kröftum sínum í sameiginlegum leik og sameiginlegu starfi.
Þeir fá mörgum öðrum fremur tækifæri til þess að kynnast
landinu sínu, opna augun fyrir fcgurð þess og sjá að tign býr
í tindum, svo að ættjörðin og skyldurnar við hana gleymast
aldrei góðum skáta. Með öðrum orðum, skátarnir læra að
verða starfsamir, nýtir og góðir þjóðfélagsborgarar, í hvaða
stétt eða stöðu, sem lífið setur þá.
„Vertu viðbúinn,“ er kjörorð skátanna. Þeir menn, sem
alltaf eru viðbúnir, að taka hverju sem að höndum ber,
hvort heldur í blíðu eða stríðu, eru alltaf viðbúnir að taka
þvi á réttan hátt, það eru mennirnir sem fá hæstu einkunn-
irnar í skóla lífsins.
Elías J. Pálsson.
98
AFMÆLISRIT EINHERJA