Tónlistin - 01.10.1941, Side 5
I. árg.
I. hefti
A
Tóiftlistin
Tímarit Félags íslenzkra tónlistarmanna
Fylgt úr hlaði.
Þá er „Félag íslenzkra tónlistarmanna“ var stofnað, i marz 19U),
vöktu nokkrir félagsmenn máts á því, að bráið nauðsyn væri á því, að
tímarit um tónlistarmál hæfi göngu sína. Til skamms tíma hafði þá kom-
ið úl tónlistartímarit, en fresta hafði orðið útgáfu þess vegna ýmissa
urðugleika, og var því ekkert tímarit til á tandinu, er fjallaði um
þessi mál.
Þetta rit, sem hér kemur fyrir almennings sjónir, á að ráða bót á
þessari vöntun. Það á að birta greinar um tónlist til fróðleiks og ánægju
fyrir alla hljómelska lesendur; það á að vekja til umhugsunar um þýð-
ingu tónlistarinnar i menningarlegu samfélagi og bæta hag hennar,
hækka hana í sessi; það vitl standa á verði gegn skaðlegum áhrifum
og stefnum, auka skilning á þjóðtegri tónlist og stuðla að varðveizlu
og eflingu þjóðtegra tóntistargeymda.
Ennfremur mun ritið birta greinar um söngkennstu í barnaskól-
um, unglingaskólum og æðri skólum; það mun helga sturfsemi og til-
högun kóranna nokkurt rúm, ræða um tónlist Ríkisútvarpsins, Tónlist-
arskólans og .Háskólans, flytja ritgerðir um kirkjusöng og beita sér fyr-
ir auknum og bættum nótnakosti til tónlistariðkana; og síðast en ekki
sízt mun vakin athygli á gildi heimilistónlistar, því að frá arni heim-
ilisins hlýtur söngur og hljóðfæraleikur ávallt að sækja þroskakraft sinn.
Ritstjórnin mun vanda lil þeirra laga, er í ritinu birtast, svo sem
frekast má vera, og mun gera sér far um að færa lesendum nýtt og
lærdómsríkt efni á þessu sviði, og á eitt lag að fylgja hverju hefti.
Að öllu þessu athuguðu, ætti ritið að eiga brýnt erindi til allra þeirra,
sem láta sig íslenzkan tónlistarþroska einhverju skipta. Ritstjórnin mun
og kosta kapps um að hafa efni ritsins fjölbreytt, þannig, að eitthvað
verði við allra hæfi, og hún óskar þess, að tímaritið megi öðlast vin-
sældir og útbreiðslu og eigi þar með sinn þáil í því, að tónlistin á ís-
landi hefjist til vegs og virðingar.