Tónlistin - 01.10.1941, Side 7

Tónlistin - 01.10.1941, Side 7
TÓNLISTIN svo einkennilega til, að svipað al- vik er skráð úr æfi finnska tón- skáldsins Sibelius. Eftir að Árni var kominn i Lat- inuskólann, tók hann að gefa sig niikið að söng; gekk hann í sam- eiginlegan kór Latínuskólapilta og stúdenta, sem laut stjórn Árna Bein- teins Gíslasonar í eitt ár, en hinn mæti maður, séra Bjarni Þorsteins- son, prófessor, tók við kórstjórn- inni af honum. Ennfremur söng Árni með í öðru söngfélagi, sem stjórnað var af Kristjáni Kristjáns- svni lækni. Söng Árni ávallt fyrsta bassa, því að Iiann Iiafði lága og þýða haryton-rödd og sýndi jafnan mikinn áhuga á æfingunum. Aftur til þessara skólaára má rekja fyrstu tilraunir Árna í tón- smíði. Sönglögin voru nærtækust, og þótti honum tilhlýðilegt að velja sér lexla eftir föðurbróður sinn, Steingrím Thorsteinsson, skáld; þannig varð til fyrsta lag hans, „Ég veit eitt ldjóð svo heljar þungt“, sem Árni mun þó ekki hafa verið allskostar ánægður með, þvi það hefir aldrei verið gefið út. En fyrstu lögin, sem birtust á prenti, eru „Verndi þig englar“ og „Dagur er lið inn“ eftir Steingrím Thorsteins- son, og „Er sólin hnígur liægt í djúp- an sæ“ eftir Hannes Hafstein. Val- týr Guðmundsson, ritstjóri, liafði komizt að því, að Árni fengist við sönglagagerð, og eftir áskorun rit- stjórans voru lögin hirt í „Eimreið- inni“ 1893. Eftir því sem þá var auðið, opn- uðu námsárin i Revkjavík Árna inn- sýn í sönglist þeirra tíma, og munu skólapiltar ekki hafa getað veitt sér öllu meiri þekkingu á því sviði en Árna hlotnaðist, þótt hann lengi framan af léti sér nægja að spila aðeins eftir eyranu á pianó eða stofuorgel (harmóníum). Oft sat hann á kvöldin lieima hjá Stein- grími söngkennara, frænda sínum, ræddi við hann um söngmál og kynnti sér hið stóra þjóðlagasafn Steingrims eftir danska tónskáldið Berggreen. Var safn þetta í 10 stór- um bindum og innihélt þjóðlög allt norðan frá Finnlandi suður til Tvrk- lands og Persiu. Venjulega var eitt kvöld helgað liverju landi og sam- anburður gerr á hinum ólíku stíl- brigðum þjóðlaganna. Eins og nærri má geta, hefir þetta verið ótæmandi fjársjóður fyrir ungan, uppvaxandi tónlistarfrömuð, því að tónlistareðli þjóðanna hefir í þjóðlaginu birzt honum i hinni einföldustu og sönn- ustu mynd og vakið formtilfinningu hans. Eftir að Árni Thorsteinson kem- ur til Kaupmannahafnar 1890, Iýkst upp fyrir lionum nýr og óþekktur heimur. Tækifærin til að kynnast hinum ýmsu greinum tónlistarinnar eru svo mörg, að varla gefst tími til að sinna öllu því, sem í boði er. Hinn ungi studiosus juris, sem býr á stúdentaheimilinu „Regen- sen“, sækir að vísu alla sína tíma, en hugurinn dvelur annarsstaðar. Hann gerist virkur félagi í „Den danske Studentersangforening“, sækir þar dyggilega æfingar í fjög- ur ár og fer meðal annars með kórn- um i söngför til Svíþjóðar. Þetta starf gefur honum kost á að kom-

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.