Tónlistin - 01.10.1941, Síða 9
TÓNLISTIN
5
í tónlistarsögu íslendinga, og ineð
Jieim liefst nýtt tímabil í sönglaga-
gerð Árna.
Árni hafði frá upphafi látið sér
mjög annt um sönglíf stúdenta, og
eftir að hann hvarf heim, langaði
liann til að mynda góðan kór á borð
við „Studentersangforeningen“ í
Höfn. Þegar Jón Þorkelsson rektor
lézt, 1896, hafði liann í því tilefni
samið lag fyrir karlakór, „Ivveðja“,
æft það með nokkrum skólapiltum
og stúdentum og stjórnaði því sjálf-
ur við útförina. Árið 1903 stofnaði
Árni svo stúdentakór og stjórnaði
lionum í eitt ár. Gengu æfingarnar
í fyrstu að óskum, en er á leið, var
ekki „messufært“ nema kórinn fengi
einn kassa af bjór og liver söng-
maður einn vindil að lokinni æf-
ingu! Með þessu móti var með ný-
stárlegum viðfangsefnum liægt að
lialda ráðgerðan „konsert“, og tókst
hann ágætlega.
Afskipti Árna af kórum landsins
Iiafa síðan verið margvísleg og
merkileg. Við konungskomuna 1907
var sungið karlakórslag hans „Ó,
fögur er vor fósturjörð", og við kon-
ungskomuna 1921 voru sungin mörg
af lögum Árna. Á móttökuhátið
„Stúdentafélags Revkjavikur“ söng
Árni með í karlakór kveðju sína
til konungslijónanna, en þeir Egg-
ert Stefánsson söngvari og Harald-
ur Sigurðsson píanóleikari fluttu
sameiginlega aðra kveðju. Við Geysi
hvllti Arni sömuleiðis Kristján kon-
ung X. og Alexandrine drottningu
bans, þar sem hann í stóru karla-
kórslagi sameinar danska þjóðsöng-
inn, „Kong Kristian stod ved höj en
Mast“, sem hann beinir til konungs,
og íslenzka þjóðsönginn, „Ó, Guð
vorslands“,semskírskotar til drottn-
ingar. Einar Benediktsson bafði orl
kantötu til konungshjónanna úli í
Höfn og símsent Árna allan text-
ann, með tilmælum um að skrifa
músík við hann. En er til kom, voru
símskeytin svo illa útleikin, að ó-
gjörningur reyndist að reiða sig á
orðalag þeirra. Árni gat því ekki
byrjað á að semja lögin fyr en Ein-
ar sjálfur kom heim frá Höfn og
afhenti Iionum kvæðið, og var þá
harðla naumur tími til stefnu. En
Árni tók til óspilltra málanna og
lauk lögunum fyrir tilsettan tíma.
Þannig eru hinar konunglegu kveðj-
ur „Stúdentafélagsins" til orðnar.
Þegar stvtta Jóns Sigurðssonar var
afhjúpuð, stofnaði Árni, ásamt fleir-
um, karlakórinn „17. júní“, og var
Sigfús Einarsson, organisti, stjórn-
andi. Voru æfingar um hríð haldn-
ar í rakarastofu Kjartans Ólafsson-
ar og sungið eftir tónkvísl einni
saman, því að á slíkum stað var
að sjálfsögðu ekkert hljóðfæri fyr-
ir hendi, en þessi einfalda aðferð
gafst mjög vel, því að hún krafð-
ist óskiptrar athvggli allra söng-
mannanna.
Sem tónlistargagnrýnandi hefir
Árni unnið merkilegt starf við ís-
lenzk blöð; eru greinar bans um
hljómleika og tónlistarmál ritaðar
af næmum skilningi og djúpu inn-
sæi í starf listamannsins. Meginregl-
an i dómum lians er annars vegar
sú, að leita uppi hinar góðu hliðar
tónverksins eða flutnings þess og
draga fram það, sem máli skiptir,