Tónlistin - 01.10.1941, Page 11

Tónlistin - 01.10.1941, Page 11
TÓNLISTIN 7 urfræðilegt réttmæti. í þessu and- rúmslofti þroskaðist tónlistargáfa Árna, og verk lians bera þess eðli- lega menjar. En hlutverk hans i íslenzkri tónlistarsögu er með alll öðrum og' mjög merkilegum hætti. Þar er liann brautryðjandi. Þegar virða á gildi andlegra af- reka, verður að miða þau við þann jarðveg, sem þau eru sjirottin upp úr. Blómleg menning hlýtur einatt að eiga sér langan aðdraganda, hún verður að þrócist smátt og smátt, unz liún megnar að breiða út blöð sín. Þegar litið er á íslenzka tón- listarmenningu um síðustu aldamót, sést, að hún er enn með öllu óreif- uð, innlendar tónlistarbókmenntir þekkjast trauðla, og íslenzkir tónar varðveitast aðallega í munnlegri geymd. Fólkið í landinu hefir nær engin islenzk lög til að syngja, eft- ir að rímurnar höfðu hálfvegis ver- ið kveðnar í kútinn af Jónasi Hall- grímssyni. Að vísu hafði Jónas rétt fyrir sér, er liann harðist gegn sið- spillandi skáldskapn/'álirifum rímn- anna, en með rímunum hlutu einn- ig þjóðlögin að hverfa af vörum þjóðarinnar, lögin, sem sungin voru eða kveðin við rímnatextana, og ekkert gat komið í staðinn fyrir þau, enda harmar Jónas sárlega, að engin lög skuli vera til, sem liægt sé að syngja. Nú er það lífslögmál, að söngvin þjóð verður að eiga lög, sem hún getur sungið. Það lá því i lilutarins eðli, að ómögulegt var að útrýma rímunum með öllu; þær lifðu víða áfram sem áþreifanleg sönnun þess, að íslenzk þjóðlög vora til, og þau voru ásamt gömlu sálmalögunum sungin langt fram eftir síðustu öld. Er leið að aldamólum lóku alls- konar erlend Iög, sem soðin höfðu verið við íslenzka texla, að öðlasl úthreiðslu; var þeim tekið fegins hendi, og þótti upp frá því miður „fínt“að syngja gömlu,íslenzku lög- in, þó að mörg þessara erlendu laga væru þá þegar gatslitin, ef svo mætti segja, og samsvöruðu á engan liátt íslenzkri þjóðarskapgerð, enda féllu þau oft hörmulega illa að hinum íslenzka texta. Af þessu hlaut að leiða, að söngiðkun fólksins losnaði úr tengslum við hið upprunalega, Jijóðlega tónlistareðli og var ofur- liði borin af útlendum, einkum dönskum, eftirhermum og stæling- um, sem auðvitað hjálpuðu ekki til ]æss að skerða vald Dana hér á landi. í kjölfar þessara víðtæku en óheppilegu áhrifa sigldi siðan jazz- músíkin rúmum mannsaldri síðar. Þegar litið er á allar aðstæður, verður augljóst, að menningarsögu- legt starf Árna Thorsteinsonar lík- ist að mörgu leyti þrekvirki land- námsmannsins, sem kemur að ó- byggðu landi og óhrotinni mörk. Landið er nú að vísu hyggt, en mörkin stendur að mestu óhrotin enn þann dag í dag. Árni hefir val- ið sér stíl hugsæis og einhyggju, framsetning hans er eðlileg og til- gerðarlaus, línurnar hreinar og heinar; undirstrauminn skorlir að vísu kjmgi örlögbundinnar þróun- ar, honum er ekki veilt úr aflhrunni óhjákvæmilegrar framvindu, og þjóðernisleg nauðsyn hefir ekki Frh. á bls. 11.

x

Tónlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.