Tónlistin - 01.10.1941, Síða 16

Tónlistin - 01.10.1941, Síða 16
12 TÓNLISTIN þau eru þó ekki eins útbreidd einsöngslögin. 1922 kemur síðasta sönglagaheftið út, »g eru í þvi 8 ný lög, skrifuð fyrir meðalliáa baryton- rödd, »g mun Árni hafa haft Þórð Pálsson lækni í huga, er hann samdi þau, enda mun hann, ásamt Geir Sæmundssyni vígslubiskupi og Pctri Jónssyni songvara, hafa gert mest allra islenzkra söngvara að því að kvnna lög Árna. Var túlkun Þórðar á textanum sérstaklega við brugðið, sakir skilmerkilegrar og aðlaðandi framselningar. Alls hafa því komið út 4 allstór hefli með sönglögum, en þar að auki mun Árni eiga tölu- vert af handritum, sem enn hafa hvergi hirzt.Sönglagaútgáfunum má tclja það til gildis, að þeiin fvlgir, ásamt íslenzka textanúm, þýzkur texti, að mestu levti þýddur af Bjarna Jónssyni frá Vogi. Eitt af aðaleinkennum Árna er innileiki laglínunnar og einlægni geðhrifanna, sem lykjast þétl að innihaldi kvæðisins. Samruni Ijóðs og lags er oft svo fullkominn, að ó- hugsandi er, að annað lag gæti nokkurntíma borið textann uppi. Sem dæmi þess má nefna „Nótt“ eftir Magnús Gíslason og „Kirkju- hvol“ eftir Guðmund Guðmundsson, sem hæði eru gimsteinar i íslenzk- um tónlistarbókmenntum; Iiið fyrra er einskonar „nocturno", undurfín náttúrulýsing í húmi heiðrar sum- arnætur, hyggt í einföldu strófu- formi eins og flest af lögum höf- undarins; aftur á móti er „Kirkju- hvoll“ imynd þjóðtrúarinnar, órjúf- anlega tengt íslenzku hugmyndalífi og endurspeglar í senn djúpa alvöru og harnslega einlægni, sem fcllur saman við klukknahljóminn í und- irspilinu. Á þessum viðsjárverðu og tvisýnu tímum er mikið rætl og ritað um íslenzkt þjóðerni og það ekki að nauðsynjalausu, en í lögum. Árna liggja fólgnar margvíslegar skýring- ar á inntaki þess og eðli, og væri það eitl nægilegl efni í langt mál, svo að ekki skal það rakið nánar hér. Árni Thorsteinson hefir alllaf unnið að tónsmíði i hjáverkum. Tómstundirnar hafa allar verið til- einkaðar þessu brennandi áhuga- máli hans, þar hefir ekkert annað komizt að. Þær hafa að vísu ekki skapað honum veraldleg verðmæti, en þjóð hans liefir auðgazt af þeim. Hverl mannsbarn á landinu þekkir mörg af lögum hans og mun aldrei gleyma þeim; þau munu lifa áfram í brennipunkti íslenzkrar söng- menningar og verða hvatning öllum þeim, er láta þessi mál lil sín laka. Hvort lieldur þau herast okkur eft- ir bylgjum ljósvakans, hljóma í skrautlýstum 'hljómleikasal eða heima við arininn, munu þau ávallt færa okkúr heim sanninn um það, að hér var að verki maður, gædd- ur óvenjulegri gáfu og þjóðlegum metnaði. Á þessum merkilegu tímamótum í ævi Árna Thorsteinsonar þökkum við honum óeigingjarnt og blessun- arríkt starf í þágu íslenzkrar tón- Iistar og óskum þess, að honum megi enn auðnast að leggja gjörva hönd á margt það, er lionum ligg- ur á hjarta.

x

Tónlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.