Dagsbrún


Dagsbrún - 01.09.1942, Blaðsíða 5

Dagsbrún - 01.09.1942, Blaðsíða 5
ekki af- vinnustað þegar a‘ð vinnu lokinni sökum vöntunar á farartækjum eða af öðrum ástæðum, sem 'rerkamönnum er ekki um að kenna, skulu þeir halda fullu kaupi meðan á biðtíma stendur og þar til þeir hafa verið fluttir á ákvörðunarstað sinn í bænum. Komi verkamaður of seint til vinnu, á hann ekki kröfu til kaupS fyrir þann stund arfjórðung, er hann mætir í né fyrir þann tíma, sem áður er liðinn. Verkamenn skulu skráðir í vinnutíma og fá þeir kaup fyrir þann stundarfjórðung, sem þeir eru afskráðir í. 5. gr. Lágmarkskaup í almennri dag- vinnu fyrir fullgilda verkamenn skal vera kr. 2,10 fyrir hverja klukkustund. í kola- vinnu, uppskipun og útskipun á salti og uppskipun á sementi og hleðslu þess í vöru geymsluhúsi, skal kaupið þó vera kr. 2,75 á hverja kl.stund. I boxa- og katlavinnu kr. 3,60 á kl.stund. Eftirvinna greiðist með 50% álagi og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi á dagvinnukaup. í hafnarvinnu, byggingavinnu og öðrum mciri háttar atvinnurekstri greiðist fyrir livern byrjaðan vinnudag hálf daglaun og full daglaun sé unnið meira en hálfan dag- inn. Grunntaxti þessi greiðist með fullri dýr- tíðaruppbót samkvæmt aukningu dýrtíðar- innar frá 1. jan. 1939 og sé dýrtíðarvísi- tala kauplagsnefndar lögð til grundvallar mánaðarlega frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að sú dýrtíðartala er birt. Á meðan núverandi ófriðarástand varir skulu verkamenn þeir, sem vinna að stað- aldri fagvinnu og að jafnaði fá sama lág- markskaup og greitt er í viðkomandi iðn- greinum, ennfremur njóta allra samnings- bundinna réttinda Dagsbrúnarmanna, þótt ]jeir vinni fyrir hærra kaupi en ákveðið er í samningi þessum fyrir venjulega verka mannavinnu. Á tímabilinu frá 1. maí til 30. sept. skal dagvinnu lokið kl. 12 á hádegi á laugar- dögum. Á þessu sama tímabili skal lieimilt að. hefja vinnu kl. 7,20 árd. og greiðist sú vinna með venjulegu dagvinnukaupi. Oll vinna, sem innt er af liendi eftir hádegi á DAGSBRÚN Sigurður Guðnason, formaður Dagsbrúnar. (Sjá grein um. samninginn á bls. 10). laugardögum á fyrrnefndu tímabili, skal greidd með lielgidagakaupi. 6. gr. Verkamenn eiga rétt á að fá sum- arleyfi í samræmi við ákvæði frv. til laga um orlof, er nú liggur fyrir Alþingi, hvort sem frumvarp það verður að lögum eða eigi. Á meðan Jæssi réttur er ekki tryggður með lögum, skal verkamaður sýna félags- skírteini í Verkamannafélaginu Dagsbrún, er sanni að hann sé skuldlaus við félagið áður en sumarleyfispeningar eru greiddir. 7. gr. Verkfæri og vinnutæki skulu verkamönnum lögð til þeim að kostnaðar- lausu. Vinnuveitendur skulu sjá um, að út- búnaður allur og áhöld séu í góðu lagi svo að ekki stafi af slysahætta eða öryggi verkamanna sé á annan hátt sett í hættu. 8. gr. Á vinnustöðvum skulu vinnuveit- endur sjá um, að lyfjakassi sé á staðnum með nauðsynlegum lyf jum og umbúðum svo og salerni, vatn og vaskur ef við verður komið. Nú eru verkamenn að vinna á sama 5

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/935

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.