Dagsbrún


Dagsbrún - 01.09.1942, Blaðsíða 8

Dagsbrún - 01.09.1942, Blaðsíða 8
er hann vann fyrir hjá núverandi vinnu- veitanda á orlofsárinu. Ivrafa um "reiíislu orlofsfjár er forgan<rs krafa í dánar- eða þrotabúi vinnuveitanda til jafiis við kröfur þær, sem um ræðir í 83. £i\ b, 5. lið, skiptalaganna, nr. 3 12. apríl 1878. 5. gr. Kú tekur maöur ekki kaup beint frá vinnuveitanda, heldur fær kaupið greitt t. d. með jijórfé að öllu eða nokkru léyti, og skal upphæð orlofsfjár þá miðast við framtal tekna til skatts næsta ár á undan, eða áætlun skattanefndar um vinnutekjur, ef ekki var talið fram til skatts. 6. gr. Eigi skal reikna orlofsfé af greiðslum, sem ætlaðar eru til borgunar á sérstökum kostnaði vegná starfsins, t. d. ferðakostnaði, og ekki teljast skattskyldar. Sama gildir um áhrcttuþóknanir, sem greiddar eru vegna stríðshættu. 7. gr. Nú er kaup greitt með fæði, hús- næði eða öðrum hlunnindum að öllu leyli eða einhverju, og greiðist þá orlofsfé af verðmæti þess, sem miðast við mat skatta- nefndar á hlunnindum þessum til tekna við síðustu ákvörðun tekjuskatts. 8. gr. Ríkisstjórnin hlutast til um, að póststjórnin gcfi út orlofsmerki og orlofs- v bækur á þann hátt, er fyrir er mælt í lögum þessum og reglugerð, er sett skal samkvæmt þeim. í reglugerðinni skal ákveðin gerð merkj- anna, með hvaða upphæðum í aurum eða krónum þau skulu gefin út og hvernig sölu þeirra skuli hagað. Orlofsmerki skulu véra til sölu og orlofs- bækur til afhendingar í öllum póststöðvum, þar sem póstfrímerki eru seld. Merkin skulu seld vinnuveitendum með ákvæðisverði og starfsmönnum afhentar ó- ikeypis þær bækur, sem eru þeim nauðsyn- legar. í bækurnar skal starfsmaður rita nafn sitt, stétt og heimili, um leið og bókin er af- hent og í viðurvist þess, er afhendir lionum bókina. Hver bók skal aðeins gilda fyrir eitt orlofsár, og skal það tilgreint fremst í bókinni, og má aðeins festa í þær orlofs- merki fyrir vinnu á því orlofsári. I reglu- gerð skulu sett ákvæði um gerð bókanna og notkun, svo og um önnur atriði varð- andi framkvæmd laga þessara, er þurfa þykir. Ailur kosnaður við orlofsinerki og or- lofsbækur greiðist úr ríkissjóði. Þegar kaupgreiðandi afhendir starfs- manni orlofsmerki, skal kaupgreiðandi sjálfur festa þau í orlofsbók starfsmanns- ins á þann hátt, er fyrir er mælt í reglu- gerð um orlo’f, og skrifa í bókina það, sem reglugerðin ákveður. 9. gr. Orlof skal veitt í einu lagi á tíma- bilinu 1. júní lil 15. september. Þó geta aðilar ákveðið með samkomulagi, bæði að orlofi skuli skipta og að ]>að skuli veitt á öðrum tíma árs. Ríkissttjórnin getur í reglugerð um or- lof ákveðið, að víkja skuli frá ákvæðum þessar greinar að því er snertir sérstakar starfsgreinar, er nauðsynlegt þvkir, að aðr- ar reglur gildi um. 10. gr. Kú er starfsmaður í starfi á þeim tíma, þegar liann viU fara í orlof, og ákveður vinnuveitandi þá, með a. m. k. viku fyrirvara, hvenær honum skuli veitt orlof, nema samkomulag verði um annað. Ritar vinnuveitandi í orlofsbók starfs- manns vottorð um það, hvaða daga orlof hans skuli standa yfir. 11. gr. Geti starfsmaður ekki vegna veikinda farið í orlof á þeim tíma, sem vinnuveitandi ákveður samkv. 10. gr., skal hann sanna forföll sín með vottorði sjúkra- Samlagslæknis síns, ef hann er í sjúkra- samlagi, en annars liéraðslæknis. Læknis- vottorð skal ritað í orlofsbók. Getur starfs- maður ])á krafist orlofs og greiðslu and- virðis orlofsmerkja á öðrum tímum en ákveðið er í 9. gr., en þó ekki síðar en svo, að orlofi hans sé lokið fyrir 31. maí næstan á eftir. Geti starfsmaður ekki vegna veikinda farið í orlof fyrir þann tíma, á hann rétt á að fá greitt andvirði orlofsmerkja sinna, ef hann sannar veikindi sín á sama hátt og að ofan greinir. 12. gr. Nú er maður ekki í starfi þegar hann vill fara í orlof, eða er orðinn sjálf- stæður atvinnurekandi eða hættur að starfa í þjónustu annarra af öðrum ástæðum, og skal hann þá snúa sér til oddvita, bæjar- eða borgarstjóra, þar sem hann er heimils- fastur, og gefa skriflega yfirlýsingu um, DAGSBRÚN 8

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/935

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.