Dagsbrún


Dagsbrún - 01.09.1942, Blaðsíða 14

Dagsbrún - 01.09.1942, Blaðsíða 14
„DAGSBRÚN“ tímarit um félagsmál verkamanna kemur út ársfjóríungslega eSa oftar eftir ástæðum. Ver'S: kr. 0,50 eintakiS. Útgefandi VerkamannafélagiÖ ,,Dagsbrún“, Reykjavík. arfélag barnakennara í Reykja-. vík, Iðja, félag verksmiðjufólks, Rafvirkjafélag Reykjavíkur, Múr-; arafélag Reykjavíkur, Sveinafélag húsgagnasmiða, Bakarasveinafé- lag íslands, Sveinafélag veggfóðr- ara, Trésmiðafélag Reykjavíkur, Þvottakvennafélagið „Freyja“, Samband ísl. barnakennara og Verkamannafélagið ,,Hlíf“, Hafn- arfirði. Að umræðum loknum var sam- þykkt í einu hljóði ályktun í dýr- tíðarmálunum og kosin 9 manna nefnd til þess að senda félögum launþega í Reykjavík og Hafnar- firði, sem og Alþýðusamba'ndi ís- lands, ákvarðanir ráðstefnunnar. Er gert ráð fyrir að þær verði rædd- ar í launþega-samtökunum og nið- urstöður þeirra umræðna síðan lagðar fyrir aðra ráðstefnu, er hald- in yi'ði áður en Alþingi kemur sam- an að nýju. Þá var samþykkt áskorun til ríkisstjórnarinnar um, að taka tvo menn, er nefndin tilnefndi, til þess að taka þátt í útreikningi dýrtíðar- vísitölunnar. Meðlimir nefndarinnar eru þess- ir: Hannes Stephensen, Björn Bjarnason, Þuríður Friðriksdóttir, Tómas Vigfússon, Hermann Guð- mundsson, Aðalsteinn Sigmunds- son, Snorri Jónsson, Ársæll Jóns- son og Þorsteinn B. Jónsson. Á ráðstefnuna kom ennfremur fulltrúi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og færði ráðstefnunni bréf það, er hér fer á eftir: I tilefni af vinsamlegu boði yðar um samstarf gegn vaxandi dýrtíð, til hagsbóta allri alþýðu manna, viljum vér taka fram: Vér teljum rétt að til slíks sam- starfs sé stofnað á víðtækum grund- velli, þótt við séum ekki við því búnir að bera fram ákveðnar til- lögur. Vér höfum því í dag ritað bréf til Alþýðusambands íslands, Bún- aðarfélags Islands og Fiskifélags íslands og óskað samstarfs um þetta mál. Virðingarfyllst. Sigurður Thorlacius, formaður, Guðjón B. Baldvinsson, ritari. Dugsbrúnarmenn! Munið að standa í skil- úm með úrgjöld, ykkar til Dagsbrúnar. Því betri, sem fjárliagur félagsins er, því meira getur það gert fyrir ykkur. Dagsbrúnarmenn! Munið að formaður fé- lags ykkar á að verða 8. þingmaður Reykjavík- ur eftir kosningarnar 18. okt. n.k. Kjósið C-listann. u D A G S B R Ú N

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/935

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.