Dagsbrún


Dagsbrún - 01.09.1942, Blaðsíða 13

Dagsbrún - 01.09.1942, Blaðsíða 13
Sldpulagning vinnuaílsins Verkamannafélagið Dagsbrún hefir haft frumkvæði að þeirri stefnu, sem safnar um sig æ meira fjúgi meðal hiigsandi fólks, að ná- in samvinna þurfi að komast á milli verklýðssamtakanna og ríkisstjórn- arinnar um skipulagning vinnuafls- ins í landinu, til þess að kraftar * þjóðarinnar hagnýtist sem bezt í þjónustu þeirra atvinnugreina, sem íslendingar eiga framtíð sína undir. Vill Dagsbrún skipulegga vinnuafl- ið i þessum tilgangi með fullum skilningi á nauðsyn þeirra land- varna, er erl. þjóo heldur hér uppi í levfi ísl. stjórnarvalda og telur félagið einnig nauðsynlegt, að hafa samvinnu um þessi mál við hina er- lendu yfirstjórn landvarnanna. Áð- ur hafði örlað á þeirri stefnu meðal nokkurra stjórnmálamanna, að vandamál atvinnulífsins bæri að leysa með ríkisvaldinu einu og skipa þessum málum með valdboði án samvinnu við þjóðina. Þarf ekki að fjölyrða um það hér, hvílíkur házki gæti af þeirri stefnu leitt, þótt því sé sleppt, sem víst er, að hún gæti engan vanda leyst i þessum málum, aðeins aukið hann með ófyrirsjáanlegum afleið- irigum. Er þess að vænta að stefna Dagsbrúnar í þessu máli beri sig- ur af hólmi á santa hátt og í kaup- gjaldsmálunum. Sameiginleg vandamál þjóðfé- lagsins k jast samvinnu þjóðar- innar, en ekki þess, að samhug hennar sé fórnað á altari fávísrar valdbeitingarstefnu. í lýðfrjálsu landi getur valdhafi, sem vill stjórna án samvinnu við þjóðina, Ráðstefna um dýrtíðarmálin Miðvikudaginn 16. september 1942 var að tilhlutun Verkamanna- félagsins Dagsbrún haldin ráð- stefna, til þess að ræða hvernig samtök launþega gætu snúist við hinni auknu dýrtíð. Ráðstefnuna sátu fulltrúar eftir- taldra félaga: V erkamannafélagið Dagsbrún, Félag bifvélavirkja, Málarasveina- félag Reykjavíkur, Félag blikk- smiða, Félag járniðnaðarmanna, Klæðskerafélagið ,,Skjaldborg“, Rakarasveinafélag Reykjavíkur, Starfsstúlknafélagið ,,Sókn“. Stétt- ekkert nema eitt: Auglýst fávizku sína og umkomuleysi. Stefna Dagsbrúnar í þessu máli var enn ítrekuð með svofelldri sam þykkt á fundi í félaginu 26. ágúst síðastliðinn: ,,Verkamannafélagið Dagsbrún*' samþykkir að skora á ríkisstjórn- ina að hefja nú þegar fullkomna samvinnu við verklýðssamtökin um hagnýta skipulagningu vinnu- aflsins í landfnu með það fyrir aug- um að beina vinnukraftinum fyrst og fremst að þeim atvinnugreinum, sem þjóðinni eru nauðsynlegastar. Félagið vill um leið leggja á- herzlu á nauðsyn þess, að slík samvinna verði framkvæmd með fullum skilningi á nauðsyn land- varnavinnunnar“. Árni Ágústsson. D A G S B R U N 13

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/935

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.