Dagsbrún - 01.05.1989, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 01.05.1989, Blaðsíða 2
Pagsbrun DAGSBRÚNARBLAÐIÐ Útgefandi: Verkamannafélagið Dagsbrún Ábyrgðarmaður: Guðmundur J. Guðmundsson Umsjón með útgáfu: Athygli h.f./Ómar Valdimarsson Ljósmyndir: G. Róbert Ágústsson Umbrot og prentun: Prentsmiðjan Klói. Formannspistill: Ef Dagsbrún gerir það ekki - þá gerir það enginn! í samningaviðræðunum, sem hófust tyrir páska, kom strax fram að atvinnurekendur voru ekki tilbúnir til neinna samninga, bæði vegna erfiðrar stöðu fjölmargra framleiðslufyrirtækja og eins hins, að verka- lýðsfélögin, sem kæmu undan erfiðum vetri með miklu atvinnuleysi, myndu ekki vera til stórræðanna. Pegar ríkisstjórnin fékkst ekki til að fella gengið verulega harðneituðu atvinnurekendur gjörsamlega að semja. Uppúr því samdi ríkisvaldið við samtök opinberra starfs- manna. Þeir samningar voru samþykktir af 85-95 prósent félagsmanna BSRB í allsherjaratkvæðagreiðslu. Vitað var, að BSRB-samningarnir hlytu að verða fyrirmynd að öðrum samningum á vinnumarkaði. Mín skoðun er sú, að verkalýðsfélögin hefðu átt að vera fljótari að afla sér verkfallsheimilda og það var verið að gaufa of lengi í nei- kvæðu samningaströggli, sem engan tilgang hafði. Það var ekki fyrr en Dagsbrún hafði haldið sinn stóra fund í Austurbæjarbíói og ein- róma samþykkt verkfallsheimild handa trúnaðarmannaráði félagsins, að skriður komst í alvöru á samninga. Innan viku voru undirritaðir samningar hliðstæðir nýgerðum samningum BSRB. En það ömurlega var, að aðeins rösklega tuttugu félög innan Alþýðusambandsins höfðu aflað sér verkfallsheimildar þegar samningarnir voru undirrit- aðir. Þáttur Dagsbrúnar í því að samningar náðust var mjög afgerandi. Fráleitt væri að segja að þetta hafi verið óskasamningar fyrir verka- lýðsfélögin eða að þeir muni rétta hlut hins almenna verkafólks. Samningurinn bætir mönnum hinsvegar að hluta það kaupmáttar- hrap, sem orðið hefur á undanförnum mánuðum. Ég boða engan frið til áramóta þótt þessi samningur hafi verið gerður. Ef atvinnuleysi fer vaxandi með haustinu verður verkalýðshreyfingin að grípa til helm- ingi öflugri gagnráðstafana en á liðnum vetri. Samningurinn er án kaupmáttartrygginga. Ef verðbólgan rýrir samninginn verulega þá verður Dagsbrún að taka í taumana, bæði gegn atvinnuleysinu og kjararýrnuninni. Strax að hausti þurfum við að byrja mikil fundahöld með einstökum starfshópum í félaginu og undirbúa breytingar á hinum ýmsu sérkjarasamningum. Dagsbrúnar- menn þurfa að stilla strengi sína saman þótt sérkröfur þeirra eftir starfsgreinum séu mjög mismunandi. Það starfsár Dagsbrúnar, sem nú fer í hönd, býður ekki upp á hvíld og ró. Tíminn krefst þróttmikils starfs Dagsbrúnar og þá skulum við muna, að Dagsbrún er ekki bara skrifstofa á Lindargötunni heldur lif- andi og kraftmikið samfélag yfir 5000 karla og kvenna. Næsta starfsár verður erfitt ár en við verðum að vera menn til að takast á við erfið- leikana og sigrast á þeim. Ef við í Dagsbrún gerum það ekki, þá gerir það enginn! Guðmundur J. Guðmundsson. 2 DAGSBRÚN V erkamannafélagið DAGSBRÚN Félagsstjórn: Formaður . Varaformaður Ritari .... Gjaldkeri . Fjármálaritari Meðstj. . . Varastjórnarm. Guðmundur J. Guðmundsson Halldór Björnsson Hjálmfríður Þórðardóttir Ólafur Ólafsson Guðlaugur Valdimarsson Ásgeir Kristinsson Leifur Guðjónsson Sigurður Rúnar Magnússon Gunnar Þorkelsson Páll Valdimarsson Stjóm Vinnudeilusjóðs: Formaður . Ólafur Ólafsson Meðstj. . . Gýmir Guðlaugsson Friðrik Ragnarsson Varamenn . Leifur Guðjónsson Sigurður Bessason Stjóm Styrktarsjóðs: Aðalmenn . Guðmundur J. Guðmundsson Halldór Björnsson Hjálmfríður Þórðardóttir Varamenn . Ásgeir Kristinsson Ólafur Ólafsson Endurskoðendur félagsins: Freyr Guðlaugsson Brynjólfur Lárentínusson Varamaður Sigurður Bessason Starfsmenn á skrifstofu félagsins: Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Halldór Björnsson, varaformaður Hjálmfríður Þórðardóttir, ritari Sigurður Bessason, fulltrúi Emilía S. Emilsdóttir, gjaldkeri Kristjana Valgeirsdóttir, bókari Þorleifur Friðriksson, söguritari Atli Gíslason, hrl. lögmaður félagsins Ólöf Halldórsdóttir, ræsting Gróa Steinsdóttir, ræsting Skrifstofa Dagsbrúnar að Lindargötu 9, 101 Reykjavík, er opin alla virka daga frá kl. 09—17. Útborgun bóta er á miðvikudögum kl. 09—11. Sími á skrifstofu: 25633.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.