Dagsbrún - 01.05.1989, Blaðsíða 5

Dagsbrún - 01.05.1989, Blaðsíða 5
NAÐARRAÐSMENN Trúnaðarrádsmenn rýna í samninginn á fundi sínum daginn eftir. verkfalli. „Mér finnst þeir margir ekki haga sér eins og menntaðir menn,“ sagði hann og vísaði til frægs fundar BHMR með fjármálaráðherra í Sóknar- salnum fyrr um kvöldið. „Þetta fólk virðist ekki taka tillit til þess að í fjöl- mörgum tilfellum eru fátækir foreldrar að kosta börn sín til náms - og svo ætla fáeinir menn að kasta því öllu fyrir róða!“ Um stöðu Dagsbrúnar í samningavið- ræðunum sagðist Jón telja að félagið gæti verið svo sterkt, að það gæti nánast sagt ráðherrum og ríkisstjórn fyrir verkum. „Ef á þarf að halda þá eigum við að fara einir í viðræður næst,“ sagði hann, „og við verðum sjálfir að gæta þess, að sá ávinningur, sem felst í þess- úm samningi, verði ekki af okkur tekinn. Við verðum sjálfir að berjast gegn verðhækkunum og megum gjarnan vera miklu harðari í því en við höfum verið til þessa." Vigfús Már Sigurdórsson. „Samflot með ASÍ tak- markar svigrúmið“ „Þegar við erum í samfloti með Alþýðusambandinu er ekki hægt að gera mikla hluti. Með tilliti til þess og miðað við stöðuna er samningurinn að mörgu leyti ágætur,“ sagði Vigfús Már Sigurdórsson, fyrrum starfsmaður Mjólkursamsölunnar í Reykjavík en atvinnulaus í augnablikinu og á leið í atvinnuleit til Svíþjóðar. „Ég er ánægður með þá stefnu, að kauphækkanir skuli vera í krónutölu. Það kemur sér miklu betur fyrir þá, sem eru á lægstu töxtunum og eins öryrkja og atvinnulausa. Það fólk á að fá hlut- fallslega mest að mínu mati,“ sagði hann. „Þá er ég mjög ánægður með að byggja eigi 200 nýjar íbúðir og ég vona að Reykjavík fái drjúgan skerf af þeim, því aðeins fáar af kaupleiguíbúðunum hafa komið í hlut höfuðborgarsvæðis- ins. Húsnæðisvandinn, einkum meðal óbreytts launafólks, verður sífellt meiri og biðröðin hjá Húsnæðisstofnun er alltaf að lengjast. Þá tel ég lífaldursákvæðið vera af hinu góða og spor í rétta átt. Dagsbrún- armenn færast mikið á milli starfa og vinnustaða og þá er lífaldurskerfið aug- ljóslega miklu betra en starfsaldur, sem oft virkar eins og einskonar átthaga- fjötrar. Fólk þorir varla að færa sig á milli starfa af ótta við að það glati þeim réttindum, sem það hefur aflað sér með langri starfsreynslu.“ „Er hægt að vera sáttur við svona þjóðfélag?“ „Það er með þennan samning eins og flest annað í okkar þjóðfélagi, það er aldrei tekið á rótum meinsins. Við erum sífellt að elta skottið á okkur. Af hverju mátti ekki taka á skrípaleiknum og tala um hann í þessum samningi? Af hverju mátti ekki taka á gjaldþrotunum og nefna nýju fyrirtækin, sem sömu menn stofna á rústum þeirra gömlu?“ sagði Sigurður Guðmundsson, verkamaður í Granda. „Ég er auðvitað ekkert sáttur við samninginn, því ef maður hefur í huga þær verðhækkanir, sem hafa orðið í vetur, þá vantar enn fjórtán prósent til viðbótar bara til að halda sléttu. Ég greiði samt atkvæði með honum - á meðan ekki má hreyfa við skrípaleikn- um er ekkert annað hægt að gera,“ sagði hann. „Annars skiptir það vitaskuld ekki meginmáli hvort launin eru fimmtíu eða sextíu þúsund ef megnið af þeim fer til baka til að borga vandræði og vanskil. Það skiptir ekki máli hvað var sett í launaumslagið í upphafi, það skiptir máli hvað verður eftir.“ Sigurður kvaðst hafa miklar áhyggjur af upplausninni í þjóðfélaginu og spill- ingunni, sem hvarvetna gæti að líta. „Hér veður uppi fólk, sem setur hvert fyrirtækið af öðru á hausinn og sest dag- inn eftir aftur í stólana í sama fyrirtæki með nýtt nafn,“ sagði hann. „Biðlaun þingmanna eru eitt dæmið, afsal Sverris á Ögurvíkurbréfunum annað, búnaðar- ráðunautar eru með búskap á fullum launum og prestar sitja bestu jarðirnar út um landið. Er hægt að vera sáttur við svona þjóðfélag? Það finnst mér ekki.“ Sigurður Guðmundsson. DAGSBRÚN S

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.