Dagsbrún - 01.05.1989, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 01.05.1989, Blaðsíða 4
MIS(0)ANÆGÐIR TRU Strax daginn eftir undirritun 1. maí-samninganna var trúnaðarráð Dagsbrúnar kallað saman til að fjalla um þá. Umræður á fundinum urðu nokkrar en síðan samþykkti ráðið að mæla með því við félagsfund að samningarnir yrðu samþykktir. Dagsbrúnarblaðið ræddi við nokkra trúnaðarráðsmenn í fundarlok. „Nauðsynlegt að veita forystunni aðhald“ Sigurður Ólafsson. „Ég er á móti þessum samningum og greiði atkvæði gegn þeim - en mér sýnist samt ljóst, að það hefði ekki verið hægt að ná meiru án verkfalla. Og vandinn er sá, að það eru líklega ekki nema um 20 prósent Dagsbrúnarmanna, sem þola verkfall. Ég þykist þó vita að það verði meirihluti með samningnum svo mér er óhætt að vera á móti. Það verður að veita forystunni visst aðhald,“ sagði Sigurður Ólafsson, tækjamaður hjá BM Vallá. „Verst þykir mér að sérkröfur okkar hafa ekki einu sinni komist á blað og er þó af nógu að taka í því sambandi. Hjá okkur hjá BM Vallá leggjum við hvað mesta áherslu á að festa niður morgun- kaffitímann og lengja matartíma aftur í klukkutíma, eins og var fyrir síðustu samninga, þegar Verkamannasamband- ið féllst á að stytta hann í hálftíma.“ Sigurður kvaðst telja skynsamlegt af ríkisstjórninni að hafa gengið á undan og mótað launastefnuna. „Það liðkaði örugglega fyrir okkur,“ sagði hann. „Við eigum ekki endilega alltaf að vera ísbrjótarnir, jafnvel þótt við séum sterk- asta verkalýðsfélag á landinu. Pá er ég líka viss um, að félagsfundurinn okkar í Bíóborginni rak menn að samninga- borðinu. Það fer ekkert á milli mála, að þeim mun betur, sem við óbreyttir félagsmenn stöndum saman, þeim mun sterkari er forystan. Herforinginn berst aldrei einn og sem betur fer eru augu verkafólks að opnast fyrir því, að það þarf að berjast fyrir sínu kaupi.“ „Ábyrgðin er líka okkar“ „Ég get ekki verið ánægður með þessa samninga en ég styð þá engu að síður. Óánægðastur er ég með að ekki náðist fram trygging fyrir því, að þessir samningar muni halda,“ sagði Guð- brandur Valdimarsson, verkamaður í Áburðarverksmið j unni. „Þetta eru hógværir samningar og að mínu mati höfða þeir til samábyrgðar í þjóðfélaginu, sem ekki veitir af,“ sagði hann ennfremur. „Ástand atvinnuveg- anna er slæmt og sums staðar er atvinnuleysi og þá tel ég rétt að verka- lýðurinn taki á sig hluta ábyrgðarinnar. En mér finnst að í staðinn fyrir þá ábyrgð hefðum við átt að fá fram trygg- ingu. Hvað varðar afskipti ríkisstjórnarinn- ar af samningagerðinni, þá er ég ánægð- astur með að hún ætlar að halda áfram Guðbrandur Valdimarsson. að greiða niður landbúnaðarvörur - það er það, sem kemur sér best fyrir lág- launafólk og þá tekjulægstu. Ef hinsveg- ar koma miklar verðhækkanir beint ofan í krónutöluhækkanirnar, sem fel- ast í samningnum, þá er öll hækkunin farin um leið.“ - Ertu sáttur við að það skuli hafa verið ríkisstjórnin, sem reið á vaðið og mótaði launastefnuna í landinu? „Bæði og. Ríkisstjórnir eiga ekki bara að skerða kjörin, þær verða líka að koma til móts við fólk og lagfæra kjör þess og aðstöðu.“ Jón Kristinsson. „Tel samninginn vera hógværan og sanngjarnan“ „Miðað við aðstæður í þjóðfélaginu tel ég þennan samning vera viðunandi,“ sagði Jón Kristinsson, starfsmaður hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar. „Það er ekki verið að sprengja neitt upp með þessum samningi og ég tel hann hógværan og sanngjarnan miðað við hvernig allt stendur. Menn verða að trúa því að ekki sé hægt að fá meira án þess að það kosti verkföll og einhver óskapleg átök. Manni sýnist þó að það sé til nóg af pen- ingum í þessu landi. Lifistandard margra bendir til þess.“ Helstu kosti nýja samningins sagðist Jón telja vera krónutöluhækkun í stað prósentuhækkunar, orlofsuppbótina og hækkaða desemberuppbót. „Orlofið og jólabónusinn bætast við hið greidda kaup og það eru peningar líka,“ sagði hann. Jón bætti því við að sér þætti hart að horfa upp á framgöngu BHMR-manna í 4 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.