Dagsbrún - 01.05.1989, Qupperneq 6

Dagsbrún - 01.05.1989, Qupperneq 6
Ef atvinnuleysisvofan lætur á sér kræla: SVONA Á AÐ SÆKJA UM ATVINNULEYSISBÆTUR Til að eiga rétt á atvinnuleysisbótum þarf umsækjandi að uppfylla nokkur skilyrði: a) Hafa náð 16 ára aldri. b) Vera fullgildir félagi í verkalýðsfé- lagi. c) Hafa unnið a.m.k. 425 dagvinnu- stundir síðustu 12 mánuði. d) Sanna með vottorði vinnumiðlun- arskrifstofu að hann hafi verið atvinnu- laus 3 heila daga eða lengur. Meginreglan er sú, að hafi manni ver- ið sagt upp vegna samdráttar eða af öðr- um orsökum, sem honum verður ekki kennt um, öðlast hann rétt til bóta þann dag sem hann lætur skrá sig hjá vinnu- miðlunarskrifstofu í sínu sveitarfélagi. Sama gildir um þá, sem hafa hætt störf- um að læknisráði en eru samt vinnufær- ir. Sá, sem hættir að vinna án gildra ástæðna eða á sjálfur sök á því að hafa misst vinnuna, þarf að láta skrá sig hjá vinnumiðlun í minnst sex vikur áður en hann á rétt á bótum. Aðalatriði að láta skrá sig strax Enginn á rétt á bótum fyrr en frá og með þeim degi, sem hann lætur skrá sig atvinnulausan. Það er því afar mikil- vægt að láta skrá sig svo fljótt sem kost- ur er eftir að starfi lýkur. Þegar hinn atvinnulausi hefur látið skrá sig snýr hann sér til Dagsbrúnar, sem hefur umsjón með útreikningi og útborgun bótanna. Þá þarf umsækjand- inn að leggja fram eftirtalin gögn: 1. Vottorð atvinnurekanda, sem hann hefur unnið hjá síðustu 12 mánuði, þar sem fram kemur dagvinnu- stundafjöldi hans á tímabilinu og ástæður starfsloka hans hjá fyrir- tækinu. Þetta vottorð á að vera á eyðublaði, sem umsækjandinn fær afhent á vinnumiðlunarskrifstof- unni. 2. Umsókn um atvinnu, sem útbúin var á vinnumiðlunarskrifstofunni. 3. Dagpeningavottorð, útgefið af vinnumiðluninni, þar sem fram kemur frá hvaða tíma umsækjand- inn var atvinnulaus (eða hvenær næsta dagpeningavottorð þar á úndan var gefið út, ef um fram- haldsumsókn er að ræða). Þessum gögnum öllum þarf aðeins að skila inn í fyrsta skipti, sem umsækjand- inn sækir um atvinnuleysisbætur, þaðan í frá þarf hann aðeins að koma með dag- peningavottorðið. EF ÞÚ ERT ATVINNULAUS Forsenda greiðslu atvinnuleysis- bóta er að bótaþegi láti skrá sig vikulega hjá vinnumiðlunarskrif- stofu síns sveitarfélags. Falli skráning niður fellur einnig niður réttur til atvinnuleysisbóta fyrir það tímabil - nema lagt sé fram læknisvottorð; þá falla ein- ungis niður þeir dagar, sem við- komandi var veikur. í slíkum til- fellum skal bótaþegi mæta til skrán- ingar um leið og hann er orðinn heill heilsu. Þeir sem neita vinnu, sem þeim er boðin án þess að hafa til þess rík- ar ástæður, missa rétt til bóta- greiðslu. UPPHÆÐ ATVINNU- LEYSISBÓTANNA Fullar atvinnuleysisbætur fyrir einstakl- ing eru nú 1.656 kr. á dag, 5 daga vik- unnar. Enginn fær bætur fyrir fleiri en 180 daga á hverju tólf mánaða tímabili. Til að fá fullar atvinnuleysisbætur þarf umsækjandi hafa hafa unnið minnst 1700 dagvinnustundir á síðustu 12 mán- uðum. Lágmarksbætur, 25% af fullum bótum, fást ef umsækjandi hefur unnið a.m.k. 425 dagvinnustundir sl. 12 mán- uði. Þeir, sem hafa unnið meira en 425 stundir en minna en 1700, fá bætur í hlutfalli við vinnustundafjölda. Frávik geta skapast vegna geymds bótaréttar þeirra, sem hafa verið frá vinnu vegna veikinda, heimilisstarfa og skólanáms. Til viðbótar atvinnuleysisbótum hafa umsækjendur rétt til að fá greiðslu fyrir hvert barn, yngra en 18 ára, sem þeir hafa á framfæri sínu. Reykjavíkurhöfn: ENN DREGUR ÚR YFIRYINNU HJÁ EIMSKIP í lok apríl sendi Thomas Möller, for- stöðumaður Landrekstrardeildar Eim- skipafélagsins, starfsmönnum sínum bréf og gerði grein fyrir fyrirsjáanlegum samdrætti í rekstri deildarinnar, en und- ir hana heyra Dagsbrúnarmenn á Eyr- inni. í bréfinu minnir Thomas á að fjöl- mörg íslensk fyrirtæki séu nú rekin með tapi og að nú hafi Eimskip bæst í þann hóp. Síðan segir hann meðal annars: „Gera má ráð fyrir að enn meira dragi úr yfirvinnu á næstu vikum og mánuð- um, bæði vegna samdráttar í flutningum og vegna aðhalds í rekstri. Þessi sam- dráttur mun koma niður á öllum starfs- mönnum. Algjört ráðningarbann er nú í gildi hjá Eimskip og mun því starfsmönnum í Landrekstrardeild fækka eitthvað á næstunni. Reynt verður að forðast upp- sagnir eins og frekast er unnt. Sumarafleysingar verða mjög tak- markaðar og munum við leitast eftir því við alla starfsmenn að sumarleyfi í heild dreifist sem mest á alla sumarmánuðina. Þetta er nauðsynlegur liður í því að halda niðri kostnaði.“ 6 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.