Dagsbrún - 01.05.1989, Blaðsíða 13

Dagsbrún - 01.05.1989, Blaðsíða 13
Um hvítasunnu var orlofshús Dagsbrúnar við Flókalund í Vatnsfirði rifið og flutt á haug. Skoðun hafði leitt í Ijós að húsið var illa hannað og illasmíðað og þótti ekki svara kostnaði að gera við það. Nýtt hús verður byggt á sama stað. Þetta var aðeins 10 ára gamalt hús og ætti þessi sorgarsaga að kenna verkalýðsfélögum að aldrei er of vandað til bygginga slíkra húsa eða viðhalds þeirra. - Mynd: Halldór Björnsson. suður með Stóra Dímon og endilega komum við hjá Fomhól við Skíðbakka- vatn. Ef logn er og kyrrt sjáum við Vest- mannaeyjar komnar uppá land. Þær standa þá á höfði í Skíðbakkavatninu. Það er ógleymanleg sjón og einstakt tækifæri fyrir áhugaljósmyndara, ef svo vel tekst til. Fornhól í A-Landeyjum á einn af okkar ágætu og merku Dagsbrúnar- mönnum, Nikulás Þórðarson, sem nú er orðinn 92 ára. Nikulás hefur gefið bæði land og fé til skógræktar í Landeyjum og þar hafa skjólbelti náð mjög góðum vexti. í Svignaskarði í Borgarfirði á Dags- brún tvö hús. Þaðan liggja leiðir til allra átta. Gleymið ekki Hítardal og Hítar- vatni - en ég má ekki fara að skrifa um Hítardalinn, mér myndi ekki nægja minna en allt plássið í blaðinu! Þar sem huldufólkið býr Svo er þessi yndislegi staður, Flóka- lundur, þar sem huldufólkið býr og silungurinn vakir í vatninu. Húsið, sem félagið á þarna, er illa farið enda svikið í byggingu. Það verður lagað fyrir sumarið, jafnvel byggt nýtt hús. Það er oft vorkalt fyrir vestan og betra að hafa með sér skjólgóðan fatnað. Þama em berjalönd mikil og góð og inn við vatnið má alltaf finna skjól. Þar em líka sér- lega falleg tjaldstæði. Á Akureyri em tvær íbúðir í fjölbýlis- húsi við Fumlund, vel innréttaðar með öllum þægindum. Að Illugastöðum í Fnjóskadal em tvö hús, sem tilheyra Dagsbrún. Orlofs- byggðin á Illugastöðum er opin allt árið eins og Ölfusborgir og þar er allt, sem orlofsbyggð gerir besta. Húsin em rúm- góð og mjög vel byggð. Þar er lítil versl- un með helstu nauðsynjar. Hún er opin yfir sumartímann, vel að merkja. Þar er félagsmiðstöð fyrir dvalargesti og sl. sumar var opnuð þar sundlaug. Veðursæld er einstök á dalnum og náttúrufegurð. Á Einarsstöðum á Héraði eru tvö hús, vel í sveit sett, og mjög vinsæl af þeim, sem fara hringinn. Nýr kostur í Skagafirði Eftirspurn eftir sumarhúsum fer sífellt vaxandi og nú hefur bæst við hús í Skagafirði. Þar heitir að Vatni. Þetta er lítið hús en vel innréttað og svo nýtt, að timburlyktin er enn fersk. Félagið á ekki þetta hús heldur leigir það af ungum hjónum sem búa að Vatni, elskulegum manneskjum, sem vilja gera vel við sitt sumarfólk. Bú- staðnum fylgir bátur og veiðileyfi í Höfðavatni fyrir 2 stengur alla daga vik- unnar. Einnig er hægt að komast í sjó- stangaveiði, ferðast út í eyjar og hesta er hægt að fá leigða. Húsið er leigt með innbúi og áhöldum og hreint sængurlín fylgir. Hjálmfríður. FYRIR DAGSBRÚNARMENN og sjónvarp. Nánari upplýsingar um „E1 Paraiso“ má fá í sumarbæklingi Samvinnuferða- Landsýnar 1989. Ýmislegt við að vera íslenskir fararstjórar verða í ferðinni og gengist verður fyrir fjölbreyttri afþreyingar- og tómstundadagskrá fyr- ir þá, sem það vilja. Þar á meðal má nefna að séð verður fyrir fréttum að heiman, haldin mót í ýmsum greinum s.s. félagsvist, bridge, skák, bingói o.fl. Útveguð verður fyrir kennslu í þessum greinum og fleirum. Góð að- staða verður til heilsuræktar á hótel- inu og nágrenni þess, íslenskar kvöld- vökur verða haldnar og farið verður í fjölbreyttar skoðunarferðir um ná- grennið, jafnvel 2-3 daga ferðir til Madrid og Barcelona. En eitthvað kostar svo öll þessi dýrð og hér eru gefnar helstu verðhug- myndir: 4 í 3ja herbergja íbúð: ........... 3 í 3ja herbergja íbúð: ........... 2 í 2ja herbergja íbúð: ........... 2 í stúdíóíbúð: ................... 1 í stúdíóíbúð: ................... Verðið fer eftir á hvaða tíma er farið. Dýrast er að fara í október og janúar/febrúar, ódýrast í byrjun janú- ar. Innifalið í verðinu er flug, ferðir til og frá flugvelli erlendis, gisting og far- arstjórn. Fæði er ekki innifalið og ekki heldur flugvallarskattar og forfalla- trygging. Þessi verð miðast við stað- greiðslu og gengisskráningu 20. apríl 1989. kr. 32.300 - 37.700 pr. mann. . . . 34.700 - 41.200 pr. mann. . . . 36.700 - 42.900pr. mann. . . . 33.600 - 40.100 pr. mann. . . . 42.200 - 50.900 pr. mann. DAGSBRÚN 13

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.