Dagsbrún - 01.05.1989, Page 14

Dagsbrún - 01.05.1989, Page 14
Bréflð frá Steingrími BÓKANIR Bókun I um réttarstöðu starfsmanna við eigendaskipti að fyrirtæki. Samningsaðilar eru sammála um það að eigendaskipti að fyrirtækjum eða sam- runi fyrirtækja geti ekki breytt ráðningar- kjörum starfsmanna, þar með talið orlofs- og veikindarétti, nema undan hafi farið uppsögn ráðningarsamnings. Gagnkvæm- ur uppsagnarfrestur aðila breytist ekki við eigendaskipti að fyrirtæki. Aðilar eru sammála um það að fyrri eigandi kynni fyrirhugaðar breytingar á rekstri eða sölu fyrirtækis með eins mikl- um fyrirvara og kostur er. Við eigendaskipti að fyrirtæki gengur hinn nýi eigandi inn í réttindi og skyldur fyrri eiganda gagnvart starfsfólki, nema starfsfólk sé í kaupsamningi sérstaklega undanskilið. Telji hinn nýi eigandi sig þannig óbundinn af ráðningarsamningum fyrri eiganda ber honum að tilkynna starfsmanni það strax og hann tekur við rekstri fyrirtækisins. Ef svo er, er fyrri eigandi skuldbundinn til að greiða starfs- fólki uppsagnarfrest skv. ráðningarsamn- ingi eða kjarasamningi. Bókun II. Með vísan til reglna um greiðslur vegna veikinda bama er það sameiginlegur skilningur aðila, að með foreldri sé einnig átt við fósturforeldri eða forráðamann, sem er framfærandi bams, og komi þá í stað foreldris. Bókun III. Aðilar em sammála um að stefnt skuli að aukinni hlutdeild kvenna í stjómunar- störfum í fyrirtækjum. Jafnhliða þessu er stefnt að því að kon- ur takist á hendur ábyrgðarmeiri og hærra launuð störf. Aðilar em sammála um að skipa við- ræðuhóp, sem skoði hver þróun launa- munar karla og kvenna hefur verið, hvað skýri hann og kanni leiðir til að draga úr honum. Bókun IV. Fæðispeningar í gr. 3.5.1. í samningi VMSÍ og VSÍ/VMS skulu hækka með sama hætti og kaup í fiskvinnslu (11,7%). Samningurinn var gerður á grundvelli svohljóð- andi bréfs frá ríkisstjórninni: í því skyni að greiða fyrir kjarasamningum milli Alþýðusambands íslands annars vegar og Vinnu- veitendasambands íslands og Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna hinsvegar hefur ríkis- stjómin eftir viðræður við fulltrúa Alþýðusam- bandsins ákveðið eftirfarandi: 1. Atvinnumál Ríkisstjómin mun skipa sérstaka nefnd með fulltrúum ASÍ, VSÍ og VMS auk fulltrúa stjóm- valda til að fjalla um ástand og horfur í atvinnu- málum og móta langtímastefnu um atvinnuupp- byggingu í landinu. Fyrst í stað skal nefndin þó einbeita sér að þróun atvinnumála á næstu misser- um. 2. Atvinnuleysistryggingar. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að á yfir- standandi þingi verði lögum um atvinnuleysis- tryggingar breytt þannig að heimilt verði að lengja bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 180 dögum í 260 daga. Jafnframt verði kannað með hvaða hætti megi tryggja verkafólki við landbúnaðarstörf rétt til atvinnuleysisbóta. 3. Verðlagsmál. Ríkisstjómin mun spoma eins og frekast er kostur við verðhækkunum á næstu misseram. Verðstöðvun verður sett á opinbera þjónustu þannig að verðlagning hennar miðist við forsendur fjárlaga fyrir árið 1989 og ríkisstjórnin mun beita sér fyrir aðhaldi að verðákvörðunum einokunar- fyrirtækja og markaðsráðandi fyrirtækja. í sam- starfi við samtök launafólks verði unnið öflugt verðkönnunar- og kynningarstarf. Jafnframt mun ríkisstjórnin verja 500-600 milljónum króna til aukinna niðurgreiðslna á verði landbúnaðarvara frá 1. apríl til ársloka, þannig að þær verði óbreyttar í krónutölu út árið, eða grípa til annarra jafngildra aðgerða til lækkunar á verði nauðsynja- vöru. Ríkisstjómin mun beita sér fyrir sérstakri lækkun á verði dilkakjöts. 4. Skattamál. Ríkisstjómin mun hafa samráð við samtök launafólks um úrbætur í skattamálum meðal ann- ars um aðgerðir til að koma í veg fyrir skattsvik. Þá mun ríkisstjómin láta kanna skattlagningu líf- eyrisiðgjalda meðal annars með tilliti til tví- sköttunar. Ríkisstjómin mun hafa samráð við samtök launafólks um undirbúning og framkvæmd virðisaukaskattsins, sem tekinn verður upp um næstu áramót, meðal annars um hugsanleg tvö þrep í skattinum. 5. Vaxtamál. Ríkisstjómin mun beita sér fyrir áframhaldandi lækkun raunvaxta á verðtryggðum lánum. Jafn- framt verði þjónustugjöldum banka og sparisjóða veitt aðhald. 6. Húsnæðismál. Ríkisstjómin mun beita sér fyrir sérstöku átaki í félagslegum íbúðabyggingum þannig að á síðari hluta þessa árs verði hafnar framkvæmdir við að minnsta kosti 200 nýjar íbúðir í félagslega íbúða- kerfinu. 7. Lífeyrismál. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir framlengingu laga um eftirlaun til aldraðra. Ríkisstjómin mun kanna með hvaða hætti er unnt að greiða fyrir aðild starfsfólks vemdaðra vinnustaða að lífeyrissjóðum þannig að niðurstaða liggi fyrir fyrir 1. júní n.k. 8. Bætur almannatrygginga. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því, að bætur almannatrygginga hækki í samræmi við almennar launahækkanir á samningstímabilinu. 9. Réttarstaða starfsmanna við gjaldþrot. Ríkisstjómin mun beita sér fyrir því að á yfir- standandi þingi verði samþykkt lög, sem tryggi launafólki fyrirtækja, sem verða gjaldþrota, rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta þann tíma sem það er án atvinnu á uppsagnarfresti, meðan það bíður eftir endanlegu uppgjöri á launakröfum sínum samkvæmt lögum um ríkisábyrgð á launum. 10. Starfsmenntun. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að áfram verði haldið uppbyggingu starfsmenntunar og stefnt að því að koma á samræmdu starfsmenntun- arkerfi á vegum félagsmálaráðuneytisins. 11. Félagsmálaskóli alþýðu. Ríkisstjómin mun béita sér fyrir því að frum- varp um Félagsmálaskóla alþýðu verði lögfest. 14 DAGSBRÚN

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.