Dagsbrún - 01.05.1989, Blaðsíða 9

Dagsbrún - 01.05.1989, Blaðsíða 9
Tveir starfsmenn Byggingariðjunnar lofta út af útikamrinum, sem er áfastur kofanum þar sem kaffistofa þeirra er. Biðstofa bflstjóra Steypustöðvarinnar. Þar er standandi kaffi á könnunni allan daginn og hægt að kasta mæðinni á n>>Ui ferða. Steypustöðin hefur gert verulegt átak í aðbúnaðarmálum starefsmanna sinna á undanförnum misserum. ðbúnaði á vinnustöðum AtfT llél /1/«/ vr u-im r 30 manns Steypustöðinni unni í Reykjavík Steypustöðvarinnar hf., með Halldór Jónsson í broddi fylkingar, hafi tekið sér ærlegt tak í aðbúnaðarmálum á síðustu misserum og mættu fleiri fylgja fordæmi þeirra. Sú áskorun á ekki síst við um for- ráðamenn Byggingariðjunnar hf., sem er nokkru austar í iðnaðarhverf- inu á Ártúnshöfða. Þar er eitt klósett og útikamar að auki fyrir allt að 30 starfsmenn, sem matast í óhrjálegum kofa, þar sem hæpið er að sópað sé daglega — hvað þá þvegin gólf eða borð. Starfsmenn koma ýmist með mat með sér eða geta keypt sér kald- ar samlokur eða bökur, sem hitaðar eru í örbylgjuofni í svokölluðu eld- húsi. Fyrir ellefu árum fékk fyrirtækið samþykktar teikningar að nýju skrif- stofu- og kaffistofuhúsi. Fjórum árum síðar var hafist handa við grunn þeirrar byggingar og hann stendur enn ófylltur, sjö árum síðar. Ástæðan, sagði forráðamaður fyrir- tækisins, sem við hittum að máli, er „hreinlega blankheit". Annars er ástæðulaust að fjölyrða um þessa tvo vinnustaði — þeir eru eins ólíkir og svart og hvítt — og myndirnar segja allt, sem segja þarf. ar, á tali við nokkra starfsmenn Steypustöðvarinnar ið er til borðs enda gólfin stíflökkuð og háglansandi. Matsalur starfsmanna Byggingaríðjunnar er með allt öðru móti en hjá Steypustöðinni — óhrjálegur og óþrifalegur enda er umgengnin eftir því. DAGSBRÚN 9

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.