Dagsbrún - 01.05.1989, Síða 15
Fyrirspum úr sal á fjölmennum Dagsbrúnarfundi, þar sem samningurinn að neðan var samþykktur. Á þeim fundi var í fyrsta sldpti í sögu félagsins
skrifleg og leynileg atkvxðagreiðsla um kjarasamning.
UM ÞETTA VAR SAMIÐ
Kjarasamningurinn, sem undirritaður
var að morgni 1. maí, var milli ASÍ
vegna landssambanda þess og einstakra
aðildarfélaga og samtaka atvinnurek-
enda og Reykjavíkurborgar. Hann er
svohljóðandi:
1. grein.
Allir kjarasamningar ofangreindra
aðila framlengjast til 31. desember 1989
með þeim breytingum, sem í samningi
þessum felast og falla þá úr gildi án sér-
stakra uppsagna.
2. grein.
Heildarlaun á mánuði með föstum álög-
um, þ.e.a.s. stofn yfirvinnu og vaktaá-
lags, miðað við fullt starf, hækki sem
hér segir á samningstímabilinu:
Við gildistöku samnings um... kr. 2.000
Hinn 1. september um ........ kr. 1.500
Hinn 1. nóvember um ......... kr. 1.500
Framangreindar launahækkanir
koma í stað áður umsaminna áfanga-
hækkana á samningstímabilinu í þeim
samningum, sem gilda fram yfir 1. maí
1989 og framlengjast þeir til 31. des-
ember 1989 en falla þá úr gildi án sér-
stakrar uppsagnar.
3. grein.
Reiknitölur hreins akkorðs, ákvæð-
isvinnu og uppmælingar, svo sem við
ræstingu, við síldarsöltun, löndun, los-
un og lestun hækki sem hér segir:
Við gildistöku samnings um 3,8%
Hinn 1. september um 2,8%
Hinn 1. nóvember um 1,9%
4. grein.
Fæðisgjald, fatapeningar, nám-
skeiðsálag, launatilleg og verkfæragjald
og hliðstæðar greiðslur hækka ekki.
Fastlaunauppbót og önnur afkastahvetj-
andi launakerfi en hreint akkorð, svo
sem bónus og premía, hækki sem hér
segir:
Við gildistöku um 2,0%
Hinn 1. september um 1,0%
Hinn 1. nóvember um 1,0%
5. grein.
Við mat á starfsaldri til launa telst 21
árs aldur jafngilda 1 árs starfi í starfs-
grein en 24 ára aldur gefur rétt til launa
skv. næsta starfsaldursþrepi þar ofan
við.
6. grein.
Fastráðið starfsfólk, sem hefur áunn-
ið sér fullan orlofsrétt með starfi hjá
sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár
og er í starfi í maíbyrjun, skal við upp-
haf orlofstöku eða eigi síðar en 15.
ágúst fá greidda sérstaka eingreiðslu,
orlofsuppbót, kr. 6.500 miðað við fullt
starf, en hlutfallslega miðað við starfs-
hlutfall og starfstíma. Full vinna skv.
framansögðu er 1700 klst. í dagvinnu.
Hafi launþegi færri dagvinnustundir að
baki skal fara með það uppgjör með
sama hætti og desemberuppbót.
Það telst vinnutími samkvæmt þessari
grein þótt maður sé frá vinnu vegna
veikinda eða slysa, meðan hann fær
greitt kaup eða hann er í orlofi.
Á orlofsuppbót greiðist ekki orlof né
heldur myndar hún stofn fyrir yfirvinnu.
7. grein.
Desemberuppbót í samningum hækki
í kr. 9.000.
8. grein.
Samningur þessi öðlast gildi við stað-
festingu einstakra aðildarfélaga Al-
þýðusambands íslands og Vinnuveit-
endasambands íslands og Vinnumála-
sambands samvinnufélaganna og gildir
þá frá og með 1. maí 1989, enda hafi
VSÍ eða VMS borist tilkynning um sam-
þykki viðkomandi verkalýðsfélags fyrir
kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 19. maí.
Berist tilkynning um samþykki ekki inn-
an ofangreinds frests öðlast samningur-
inn fyrst gildi frá og með þeim tíma er
tilkynning berst.
DAGSBRÚN 15