Dagsbrún - 01.05.1989, Síða 3

Dagsbrún - 01.05.1989, Síða 3
Guðmundur J. Guðmundsson um 1. maí-samningana: Veikleikamerki í samningunum — hve fá félög öfluðu sér verkfallsheimilda Þeir, sem fylgdust með gerð maí-samninganna | og gangi samningamála síðari hluta vetrar, vita að hlutur Dagsbrúnar í samningagerðinni var verulegur og umtalsvert meiri en flestra ann- arra verkalýðsfélaga. Og hafi einhver einn maður leitt samningagerðina, þegar loks var sest að samningaborði í Karphúsinu í lok apríl, þá var það Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar og Verkamannasambands- ins. „Það var alltaf vitað, að þegar samningar rynnu út nú í vor yrði aðstaða til samningagerð- ar mjög erfið. Fyrirtækin í landinu eru mjög mörg í vondri stöðu, sér í lagi fiskiðnaðarfyrir- tæki, og mörg eru rekin með hullandi tapi í fyrsta sinn. Þá fór atvinnuleysi að gera vart við sig í vetur svo samningsstaðan var síður en svo glæsileg,“ sagði Guðmundur í samtali við Dagsbrúnarblaðið. Málinu drepið á dreif „Þegar farið var á flot með þetta síðari hluta vetrar var Verkamannasambandið með nokkra sérstöðu og mótaðar hugmyndir um hvernig samning væri æskilegast að gera. Þessar hug- myndir voru í stórum dráttum þær, að við vild- um gera átak til að útrýma atvinnuleysinu, jafna kjörin, lækka vexti - bæði fyrir einstakl- inga og fyrirtæki - og auka kaupmáttinn. Vaxtabrjálæðið er að drepa bæði launafólk og fyrirtæki - mörg fyrirtæki eru að borga meira í fjármagnskostnað en vinnulaun og undir því stendur augljóslega enginn atvinnurekstur. Við vorum byrjaðir að ræða við ríkisstjórn- ina um þessar hugmyndir - vorum búnir að eiga tvo fundi með ráðherrum - þegar ASÍ kom með sínar hugmyndir um prósentuhækkanir. Við það hurfu okkar hugmyndir óneitanlega nokk- uð í skuggann. Ég er sannfærður um að það hefði átt að halda áfram að ræða á okkar nótum. Ég tel að það hefði verið hægt að fá ríkisstjómina til að gera mun meira í þessu fyr- ir páskana ef málinu hefði ekki verið drepið á dreif af Alþýðusambandinu. Nú, ég þarf ekkert að vera að rekja það nákvæmlega, að viðræður ASÍ og atvinnurek- enda gengu ekki neitt. Það kom strax fram hjá atvinnurekendum, að þeir vildu fá að minnsta kosti átta prósent gengisfellingu og það strax. Ríkisstjórnin neitaði enda búin að fella gengið um 20 prósent á síðasta ári og 10 prósent það sem af var þessu ári. Nú er það auðvitað orðið meira. Dagsbrúnarfundurinn vendipunktur Því var það fyrir páskana, að við nokkrir for- ystumenn úr Verkamannasambandinu settum fram þá hugmynd að gert yrði samkomulag um hóflegar kauphækkanir og fjörutíu daga frest til að fara rækilega ofan í saumana á öllu þjóð- félaginu, gera ítarlega úttekt á stöðu heimila og fyrirtækja. Atvinnurekendur voru svo heimskir að hafna þessu. Þeir ætluðu ekki að semja við verkalýðsfélögin nema þeir fengju gengisfell- inguna fyrst og svo treystu þeir því, að atvinnu- leysið drægi svo máttinn úr verkalýðshreyfing- unni, að hún gæti ekki hótað með verkföllum. Viðræðumar voru eiginlega stopp þegar rík- ið samdi allt í einu við BSRB. Þeir samningar vom að ýmsu leyti merkilegir og það ber að viðurkenna að forysta BSRB stóð sig ákaflega vel í sinni samningagerð. Það virðist hafa tekist býsna gott samkomulag milli hennar og fjár- málaráðherra. Mitt mat er að eftir BSRB-samninga hefði ASÍ átt að taka mun fastar á málum en gert var. Þar lá allt meira og minna dautt og svokall- aðir samningafundir vom lítið annað en inni- haldslaust þras. Verkalýðsfélögin út um land tóku ekki við sér þegar samninganefnd ASÍ hvatti þau til að afla sér verkfallsheimildar og það var ekki fyrr en eftir Dagsbrúnarfundinn í Austurbæjarbíói að atvinnurekendur áttuðu sig á því, að það fylgdi alvara hótunum okkar um vinnustöðvun. Tveimur dögum eftir þann fund byrjuðu samningaviðræður og innan viku var búið að gera samning. Ég tel raunar að það hefði verið hægt að gera þann samning einni viku fyrr ef verkalýðsfélögin hefðu tekið á málinu af meiri festu - og ef Dagsbrúnarfundurinn hefði verið viku fyrr.“ Guðmundur J. Guðmundsson sagði að samningatörnin í Karphúsinu hefði verið erfið. „ Við vorum búnir að sætta okkur við samning á BSRB-nótunum en það komu upp allskonar vandamál og tregða þegar átti að fara að útfæra Guðmunndur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar. þann samning fyrir okkur. Gallinn var sá, að BSRB-samningurinn var skraddarasniðinn fyr- ir fastlaunamenn. Hjá ríkinu eru til dæmis ekki bónusar og allskonar kaupaukakerfi. Orlofs- uppbótina var sömuleiðis erfitt að útfæra fyrir okkar fólk því allstór hluti verkafólks er hreyf- anlegt vinnuafl og vinnur hjá 3-4 atvinnurek- endum á hverju ári. Hreyfingin hjá hinu opin- bera er miklu minni, ég held að hún sé innan við fimm prósent. Lífaldurinn er sömuleiðis miklu hagstæðari fyrir BSRB en Alþýðusam- bandsfélögin, það er erfitt að heimfæra hann uppá samninga fyrir svo hreyfanlegt vinnuafl sem við höfum í okkar röðum.“ Linka verkalýðsfélaga - Hver er mesti gallinn við þennan samning að þínu mati? „Að það vanti í hann verðtryggingarákvæði. í því liggur mesta hættan. Þessi samningur er síður en svo nokkur frelsun en hann hamlar gegn mestu kjaraskerðingunni. Það er fjarri því að með þessum samningi sé réttur hlutur launamanna eins og þarf að gera. En miðað við þá niðursveiflu, sem er óumdeilanlega í þjóð- félaginu, þá tel ég að hann sé viðunandi. Við skulum ekki gleyma að þessi samningur hefur ýmsa kosti. Mesti kosturinn er það skref, sem var stigið til launajöfnunar. Yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar um atvinnumál og atvinnuleysis- tryggingar eru af hinu góða og þá ekki síst ákvæðið um 200 nýjar íbúðir í félagslega kerfið." - Þú segir BSRB hafa staðið sig vel í sinni samningagerð. Hvernig fínnst þér samtök verkafólks hafa staðið sig? „Ég tel það hafa verið verulegt veikleika- merki, að innan við þrjátíu verkalýðsfélög höfðu aflað sér verkfallsheimildar þegar til eig- inlegra samningaviðræðna kom. Þau hefðu átt að vera miklu fleiri og þau hefðu átt að gera það strax. Það hefði mjög styrkt stöðu okkar og styrkt verkalýðshreyfinguna í heild. Það er engin tilviljun, að það var ekki fyrr en eftir að Dagsbrún hafði aflað sér verkfallsheimildar, að viðræður fóru í gang - og það kann að vera skýringin á því, að Dagsbrún og VMSÍ voru hið leiðandi afl í samningsgerðinni. Meginþunginn hvíldi á okkur.“ -ÓV. DAGSBRÚN 3

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.