Dagsbrún - 01.05.1989, Blaðsíða 7

Dagsbrún - 01.05.1989, Blaðsíða 7
Kálgarðurinn sem varð að 60 milljóna verkfallssjóði Á aöalfundi Dagsbrúnar hinn 10. maí sl. kom m.a. fram í skýrslu formanns, að um 60 milljónir króna eru nú í vinnu- deilusjóði Dagsbrúnar. Formaðurinn bætti við að þótt 60 milljónir væru nokk- urt fé þyrfti sjóðurinn að vera 160 mill- jónir ef vel ætti að vera. í tilefni af þessu tók Þorleifur Friðriksson, sagnfræðing- ur, sem nú vinnur að ritun sögu Dags- brúnar, saman eftirfarandi punkta um tilurð vinnudeilusjóðsins: Árið 1912 fékk Dagsbrún til erfða- festu landspildu, svokallað „Melaland“, vestan við Vatnsmýrina, þar sem nú er Gamli Garður. Þá höfðu menn nánast frá stofnun félagsins (1906) rætt um nauðsyn þess að félagið fengi land til kálræktar. Þessi félagsteigur, eins og Melalandið var oft nefnt, var síðan mældur sundur í skákir og þær leigðar félagsmönnum til að rækta kartöflur og grænmeti. Áhugalitlir um kálræktina Hugmyndin var sú, að þar gætu fátækir verkamenn bæði nýtt atvinnuleysistíma til einhvers nýtilegs og eins fengju þeir nokkur búdrýgindi. Melalandið var hinsvegar illa fallið til kálræktar og eins reyndust Dagsbrúnarmenn lítt áhuga- samir um matjurtaræktina. Með tímanum varð Melalandið því hálfgert vandræðabarn, sem félagið seldi loks til bæjarins eftir að hafa hald- ið því í tuttugu ár. Bærinn tók blettinn undir lóð fyrir stúdentagarð og greiddi fyrir hann 5.010 krónur, sem runnu ó- skertar í Vinnudeilusjóð samkvæmt ákvörðun félagsins. Vinnudeilusjóður Dagsbrúnar var stofnaður í ársbyrjun 1933 en þá voru liðin tæplega 20 ár frá því að málinu var fyrst hreyft á fundum félagsins. Það gerðist vorið 1913 þegar verkamenn tókust á við danska verktakann Monberg, sem hafði með höndum hafn- argerð í Reykjavík, og „ingeniör" Kirk, sem stjórnaði framkvæmdunum fyrir Monberg. Deiluefnið var fimm aura kauphækkun og stytting vinnudags úr 12 tímum í 10. í þeirri deilu höfðu verka- menn betur og nutu fulltingis Dagsbrún- ar frá fyrsta degi. „Sterkasta vopnið“ Síðan kom þörf fyrir vinnudeilu- eða verkfallssjóð til umtals öðru hverju, ekki síst í kjölfar vinnudeilna, einkum uppúr 1920. Á verkalýðsmálaráðstefnu Alþýðusambands íslands 1927 lagði nefnd um „sjóðstofnanir“ til að verka- lýðsfélög legðu megináherslu á að stofna verkfallssjóði en það liðu sex ár félagsmenn greiddu 2% af tekjum sín- um í sjóðinn. í árslok 1933 kom í ljós að heimtur frá félagsmönnum höfðu reynst ákaflega rýrar og var þá ákveðið að hækka árgjald og láta hluta þess renna í sjóðinn. Auk þess fékk sjóðurinn sekt- arfé þeirra, sem höfðu gerst brotlegir við félagið. Samkvæmt lögum sjóðsins mátti ekki skerða höfuðstólinn fyrr en hann hafði Gamli Garður stendur nú þar sem Dagsbrúnarmenn fyrri tíma stunduðu kál- og kartöflurækt. Þama mætist verkalýðsbaráttan og intelligensían! • Mynd: Mbl. þangað til Dagsbrún stofnaði sinn sjóð - og þá með andvirði Melalandsins. Vinnudeilusjóður Dagsbrúnar laut sérstakri sjóðsstjórn, sem kosin var á aðalfundi um leið og stjórn félagsins. Hlutverk sjóðsins var að styrkja þá félagsmenn „er veikasta aðstöðu hafa í vinnudeilum“, eins og það var orðað. Hann átti því að verða „eitt sterkasta vopn félagsins í stéttabaráttunni,“ eins og Héðinn Valdimarsson, þáverandi formaður Dagsbrúnar, orðaði það. Auk stofnfjárins var samþykkt að náð tíu þúsund krónum, sem mun vera um það bil ein milljón króna á núvirði. Reiknað var með að sjóðurinn ætti að geta aukist um 4-5 þúsund krónur árlega, auk vaxta, og átti hann því að geta tekið til starfa 1935-36. Fyrstu styrkirnir úr sjóðnum voru greiddir í byrjun árs 1937 og þá til fjög- urra manna, sem tekið höfðu þátt í verkfallsaðgerðum við Sog árið áður. Fyrsta styrktarfjárhæðin var 175 krónur, sem á núvirði er rúmlega 17 þúsund krónur. DAGSBRÚN 7

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.