Dagsbrún - 01.05.1989, Síða 12
P aradísar reitir
D agsbrúnarmanna
— sitthvað um orlofshús Dagsbrúnar
í Múlakoti var mikill brautryöjandi í
skógrækt.
Á Sámsstöðum í Fljótshlíð er líka
afar fallegur trjágróður, sérstaklega
skjólbeltin. Fljótshlíðin hefur notið
mikilla ræktunarmanna, fyrr og síðar.
Vísi-Gísli Magnússon (f. 1621) á Hlíð-
arenda sáði byggi, kúmeni og hampi eða
hör. Kúmenið vex enn villt meðfram
þjóðveginum og er öllum frjálst að tína
að vild. Það er fullþroska í september
og hefur ótakmarkað geymsluþol vel
þurrt. Matjurtagarða gerði Vísi-Gísli
líka og hefði orðið fyrstur manna hér á
landi með kartöflurækt ef hann hefði
getað fengið útsæði. Klemens Kristjáns-
son, landsþekktur ræktunarmaður,
byggði Tilraunastöðina á Sámsstöðum
og á Tumastöðum hafa verið góðir rækt-
unarmenn frá byrjun.
Þótt vorað hafi seint hefur útleiga á
sumarhúsum gengið sinn vanagang. Það
er föst venja að byrja að taka við
umsóknum um vikudvöl í húsunum
einni viku eftir páska. Flestir þurfa um
það leyti að vera búnir að láta vita á sín-
um vinnustöðum hvenær þeir taki frí og
margir eiga þess ekki kost að ákveða
tímann sjálfir en verða að sætta sig við
niðurröðun á orlofstímanum.
Fyrstu húsin, sem Dagsbrún eignaðist
til orlofsdvalar fyrir félagsmenn sína
voru þrjú hús í Ölfusborgum, síðar var
bætt við tveimur. Þetta eru þægileg og
góð hús á velgrónum völlum með halla
til suðurs og sólar. Á seinni árum hefur
verið gróðursett mikið af trjáplöntum í
Ölfusborgum, svo þarna er að vaxa upp
fallegur ungur gróður, sem bætist við ár
frá ári.
Ölfusborgir eru mjög þægilegur
staður. Þangað er stutt að fara og gott
með alla aðdrætti, aðstaða góð heima
fyrir og umhverfið hlýlegt og fallegt.
Gönguleiðir eru margar og í næsta ná-
grenni.
Suðurlandsundirlendið er heil náma
af athyglisverðum stöðum og vert er að
hafa í huga, að fleira er landslag en fjall.
Mig langar að benda á nokkra staði hér
til gamans, því okkur sést einmitt svo
oft yfir það, sem er nálægt okkur.
Gengið aftur í átjándu öldina
Fljótshlíðin er ein af perlum Suðurlands
og það er góð og skemmtileg dagsferð
frá Ölfusborgum að keyra austur í
Fljótshlíð, koma fyrst við á Tumastöð-
um og huga þar að plöntum, aka svo
áfram frá Tumastöðum upp í Vatnsdal.
Þar eru stórir hellar með greinilegum
merkjum mannvistar. Hellamir em rétt
við veginn, auðfundnir. Halda svo
áfram norður fyrir Þríhyrning. Þar kúrir
bærinn Reynifell í skjóli bak við fjallið í
grónu túni innan meistaralegra hlaðinna
grjótveggja.
Þarna bak við Þríhyrning er eins og
við höfum gengið inn í átjándu öldina
og það gerir ekkert til þó það sé ekki
sólskin, heiðalöndin njóta sín ekkert
síður í dimmviðri. Þarna eru stórkost-
legar gönguleiðir, bæði léttar og erfiðar.
Flestum finnst innhlíðin fallegust, enda
ein gróðraparadís. Skógræktin í Múla-
koti stendur á gömlum merg. Guðbjörg
... þar sem Vestmannaeyjar
standa á höfði
Bleiksárgljúfur í Fljótshlíð eru náttúru-
undur og ekki skulum við gleyma Þór-.
ólfsfelli - þar eru líka falleg gljúfur og
sérkennilegur hellir. Til baka förum við
AUKASUMAR Á SPÁNI í BOÐI
Alþýðuorlof og Samvinnuferðir-Land-
sýn bjóða nú félögum í Alþýðusam-
bandi íslands þriggja og fjögurra vikna
orlofsferðir til Benidorm á Spáni á
tímabilinu frá 11. október í haust til
27. febrúar á næsta ári.
Skráning í þessar ferðir hefst hjá
Samvinnuferðum-Landsýn 1. júní
næstkomandi og fyrir þann tíma verða
Dagsbrúnarmenn, sem kunna að hafa
áhuga á að bregða sér til Spánar til að
stytta veturinn, að láta skrifstofu
Dagsbrúnar vita.
í tilboði Samvinnuferða-Landsýnar
eru 800 sæti og vegna hugsanlegra
ábyrgða ASÍ er brýnt að verkalýðsfé-
lögin gefi upp fjölda þátttakenda fyrir
tilsettan tíma, 1. júní.
Skammdegið í sólinni
við Miðjarðarhaf
Benidorm er einn vinsælasti vetrar-
orlofsstaðurinn við Miðjarðarhaf.
Veðrátta þar og loftslag er óvenju milt
yfir vetrarmánuðina - og slær raunar út
bæði Mallorca og Costa del Sol. Þar
sem ferðamannastraumurinn til Beni-
dorm er næsta jafn allt árið er öll þjón-
usta þar tii staðar jafnt sumar sem
vetur.
Frá október til mars eru að meðal-
tali tæpar sjö sólarstundir á dag á
Benidorm. Meðalhiti yfir daginn í
október er 25 gráður, 21 gráða í
nóvember, 17 í desember, 16 í janúar,
17 í febrúar og 20 gráður í mars. Með-
alúrkoma í október er 55 mm., 33
mm. í nóvember, 29 mm. í desember,
33 mm. í janúar, 22 mm. í febrúar og
18 millimetrar í mars.
í þessum ferðum verður gist á nýju
og glæsilegu íbúðarhóteli, „E1 Par-
aiso“, sem opnað verður í sumar.
íbúðir þar eru ýmist „stúdíóíbúðir"
(sameiginleg stofa og svefnherbergi)
eða íbúðir með 1-2 svefnherbergjum
ásamt baðherbergi og eldhúsi. í öllum
íbúðum er upphitun/loftkæling, sími
12 DAGSBRÚN