Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 3

Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 3
Eiga það að verða örlög þeirrar kynslóðar ís- lenskra manna, sem lifði atburðina 1944, að leggja þjóð sína viljandi í þá margföldu hættu, sem hér hefir verið bent á? Það væru ömurleg örlög, og þungan dóm myndi sú kynslóð fá í sögunni, er þess yrði valdandi, og eiga hann skilið. Það virðist alveg óskiljanlegt, að nokkur íslendingur skyldi telja sig þurfa á umhugsun- arfresti að halda til þess að svara málaleitun- inni um herstöðvarnar, og enn óskiljanlegra mætti það virðast, að nokkur maður skuli hafa gerzt þess fús að játa þeirri beiðni og rneira að segja hefja áróður fyrir því, að henni sé játað. F.n það gerast stundum ótrúlegir hlutir, og Jretta livort tveggja hefir gerzt. Hinir, sem ekki vilja selja landið, og það er áreiðanlega allur þorri þjóðarinnar, liafa látið sér liægt um að halda sínum málstað fram. Talsmenn liins erlenda valds reyna að nota flokkadrættina í innanlands- málum til framdráttar sínu máli. Það er nákvæm- lega sama aðferðin og Hallvarður gullskór beitti 1262. En Jreim skal ekki takast það. Stúdentarnir hafa nú risið upp gegn áróðri þeirra. Það vantar ekki, að stúdentar séu tvístraðir í innanlands- málum. Hin pólitíska flokkaskipting er meira að segja grundvöllur félagslífs þeirra, og flokksbar- átta er þar ekki síður harðvítug en annars staðar. F.n í þessu máli standa J)eir saman allir. Elokkasundrung, fjandskapsmál fylkjast, tala einum rómi, af því að Jreir skilja, að hér liggur við sæmd og heiður þjóðarinnar. í öllum stjórnmálaflokkum landsins er fjöldi manna, sem skilja Joað, að nú á sundrungin að víkja fyrir einingunni, og allar tilraunir til þess að fá þá til að lítilsvirða særnd Jjjóðar sinnar með því að gera málstað liennar tortryggilegan í þeirra augum frá flokkssjónarmiði munu reyn- ast árangurslausar. F.n það er æska landsins, sem fyrst og fremst á að láta málið til sín taka. Það er hún, sem á að erfa landið. Stúdentafélögin hafa riðið á vaðið og nú kemur til kasta annarra æskulýðssamtaka, æskulýðsfélaga stjórnmála- flokkanna, ungmennafélaganna, íþróttafélag- anna og annarra slíkra félaga. Ef Jrau fylla öll einhuga flokk stúdentanna, þá er sigurinn unn- inn. Æskan er voldug og sterk, Jrar sem hún gengur einliuga að verki, og gegn mótmælum hennar munu J^eir, sem fullorðnir eru, aldrei voga að selja arfleifð liennar. Ólafur Lárusson. Þjóðín mófmælír Frá síðustu mánaðamótum helur rnikill skrið- ur komizt á herstöðvamálið. Fjöldi félaga og annarra samtaka hefur lýst -sig andvígan öllum herstöðvum á íslandi og krafizt upplýsinga um málið frá ríkisstjórninni. Má það furðulegt heita, ef stjórnin telur sig lengur geta spyrnt við Jieim almennu kröfum, jiar sem engin frámbærileg ástæða hefur verið færð fyrir leyndinni. Þessi félög og samtök hafa samþykkt ályktanir gegn herstöðvum og kröfur um birtingu skjala í herstöðvamálinu: Ráðstafua. Sósialistajlokksins Kvenfélag Sósíalistaflokksins AIþýðuflokksfélag Reykjavikur Félag ungra jafnaðarmanna Miðstjórn Framsóltnarflokksins Búnaðarfé lag R ey kh ó lahrepps Hið islenzka prentaráfélag Menntaskólanemendur í Reykjavik íslenzkir stúdentar i Svípjóð Almennur fundur í Hafnarfirði Skjaldborg, félag klœðskera Félag islenzkra rafvirkja Iðnnemasamband Islands Ungmen nafélagið „A f t ureld i ng“ Verkamannafélag Húsavikur Sléttarfélag barnakennara i Reykjavík Starfsstúlknafélagið Sókn Verk lýðsfélug Pa treksfjarðar Starfsstúlknafélagið Snót, Vestmannaeyjum Félag járniðnaðarmanna, Reykjavik Jónas fónsson undrast Jjað háttalag okkar að birta rnyndir af þeim, sem skrifa í blað okkar. Hann birtir engar myndir af greinahöfundum í blaði sínu. Við undrumst J^að ekki. VÉR MÓTMÆLUM ALLXR! 3

x

Vér mótmælum allir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.