Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 11

Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 11
JÓN HJALTASON, stucl. jur. UMSKIPTINGUR Þeir menn munu til á öllum tímum, með öllunt þjóðum, sem vegna stundarhagsmuna, andlegs vanþroska eða hrörnunar gætu glæpzt til að taka vænlega tilboðum erlendra ríkja um ítök í landi sínu. En þess munu £ærri dærni, að þokkalega pennaliprir menn hæfu til Jress áróð- ur innan vébanda heimalands síns í því skyni einu að afla sér persónitlegs fylgis. Fæst munu þess Jró dæmi um þá menn, senr áður höfðu staðið framarlega í frelsisbaráttu þjóðar sinnar. Þeir, sem borið hafa málstað erlendra ríkja meir fyrir brjósti en heimalands síns, liafa ekki til Jressa Idotið vegsemd Jrjóðar sinnar. Og hvorki munu 85 né 90% íslenzku þjóðarinnar dásarna veslings gamla nemandann frá Möðruvöllum við Land- vörn og Ofeig, svo mjög sem hann heldur nú á lofti annarlegum málstað. Hann leggur til, að íslendingar veiti Bandaríkjunum rétt til að hafa fjölmennan her í landinu á friðartíma gegn tolla- og hömlulausri verzlun við Jrað veldi. Hann getur nteð réttu sagt: Öðru vísi mér áður brá. Hann segir í Skinfaxa 1912 eða ’13: „Frá Danmörku fáum við allar nauðsynjar okkar, likamlegar og andlegar. Og ef svo er haldið fram sögur og látið vera að gerast apar eða ferfætling- ar, þótt hin ytri tilvera þeirra væri tæplega mennsk í neinu tilliti, til Jress eins, að líf íslands og menjar Jress yrðu að ösku í surtarlogum næstu styrjaldar. Þá Jrað. En eftir því hefur hvorki Jjjóð eða land beðið, að mynd Jress og minning liennar yrði blettuð af þeirri kynslóð, sem meira lán hefur verið léð og meira meðlæti en nokk- urri annarri. Þeim vandræðum getum við skirr- að, því um það eigum við við sjálfa okkur. Og ef við gerum það, þá erum við þó ekki heillunr horfnir né Guðs blessun firrtir, lrvað sem við svo eigum í vændum. Sigurbjörn Einarsson. stefnunni, verðum við í menningu og hugsunar- hœtti dönsk hjálenda, jafnvel pútt við yrðum þeim óháðir stjórnarfarslega“. Hvernig getur sanri nraður, sem ritaði áður svo skarplega unr hættuleg tengsl við erlenda þjóð, lrafið áróður fyrir verzlun nreð landsréttindi á efri árunr? Það hefir ekki til þessa verið talið gæfunrerki frjálsri Jrjóð að verzla með landsréttindi sín. Meðan Jónas Jónsson barðist fyrir háleitunr lrugsjónum, fundu orð hans hljómgrunn nreðal æskunranna íslenzku þjóðarinnar. Þegar hann glataði hugsjónum sínum í Ginnungagap sjálfs- drambsins, neitaði æskan að fylgja honunr. Hann hóf feril hrapandi stjörnu með lrnjóði unr lista- menn, skáld og rithöfunda. Hann lrel'ir vegið með aðdróttununr að forseta íslands, Sveini Björnssyni. Nú fyllir hann mælinn nreð Jrví að svívirða íslenzku Jrjóðina. Hann leyfir sér að væna lrana Jress, tæpum tveinr árum eftir glæsi- lega lýðveldisstofnun, að hún senrji á land sitt sjálfviljug nrun öflugri kvaðir en Gissur jarl gekkst fyrir á sinni tíð. Víxlspor Sturlungaald- arinnar varð Jrjóðinni dýrt. Það kostaði hana langa og stranga göngu hungurs og harðræðis, sprottnu af kúgun erlendra drottnara. Ilvort myndi jarl vorra tíma vilja taka á sig ábyrgð á örlögum óborinna kynslóða? En það er trú mín, að hér birtist gæfumunur Gissurar og Jónasar, Sturlungaaldarinnar og vorra tíma, að reynsla íslenzku Jrjóðarinnar hafi kennt henni að bregðast einhuga gegn erlendri íhlutun, kvöðum eða skerðingu á frelsi hennar. Það er trú mín, að æska landsins og allir rétt- sýnir og víðsýnir menn muni nú sameinast um kröfu kvaðalauss sjálfstæðis til handa því landi, sem ól þá og mun ala niðja Jreirra. Það er trú mín, að samheldni Jreirra verði ekki sundrað af blekkingum hugsjónavana kotunga, umskipt- inga — „lítilla sanda og lítilla sæva“ — lævísra erindreka erlends valds. VÉR MÓTMÆLUM ALLIR! \\

x

Vér mótmælum allir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.