Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 7

Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 7
liJARNI BENEDIK TSSON frd Hofteigi: Við höfum frétt... (Ort í Svíþjóð í nóv. ’45). / Sviþjóð austur er nú rœlt um það, að Amerika fdi samaslað með nokkra bdta og fáein ferðatjöld á föðurlandi voru, i tœj)a öld. Og gull, sem strax sc greitt í rikissjóð, er gjaldið, sem þeir bjóða vorri þjóð. — Og það er til við kaupum ykkar kjöt og kannski sild og nokkur lýsisföt.----------- / vígi hins sterka og veika um lif og hel hinn vciki á þess kost að deyja vel. En það varð engum fremd né frœgðarorð að fremja á hœttustundu eiginmorð. Við heyrum sagt, að sumir sldi til i sálinni — og dreymi um mikil spil. Og er ei von þeim finnist frelsi vort sé fcclt í heiminn upp á grín og sport! Og smánin, hún er hel í lífi manns, en heiðurinn er líj i dauða hans. Vor framtið ratar aðeins eina leið: að élskum vér vort frelsi, í sceld og neyð. Nú Spyrjum vér: Hvort var til einskis stritl? Hvort verður dáð og fórn að engu nýtt? Því friður sd, er frelsi þjóðar sveik, að fullu hefur tapað striðsins leik. Ef la)id og þjóðarhug ei hnýtir band, til hvers er þjóð að eiga föðurland? Ef land er selt og virt gegn vœnum sjóð, hvers virði er landi þá að eiga þjóð? Hér á landi er árleg veiði í kring um 200.000 tonn, eða fjórum sinnum meira, (var árið 1944 204.935 tonn). Árleg síldveiði í Bandaríkjun- um og Alaska til samans er hér um bil 100.000 tonn (105.000 árið 1941). Hér var síldveiðin árið 1944 221.843 tonn. Sem sagt, af báðum þessum helztu fisktegundum okkar veiðum við miklu meira en Bandaríkin. — Það eru vitanlega aðrar fisktegundir veiddar Jjar í miklu stærri stíl cn hér, en áln if einnar tegundar á markað annarrar eru miklum takmörkum bundin. Það er þess vegna fullvíst, að ef við skyldum lúta svo lágt að taka undir samningsumleitanir um leigu landsins gegn þessum fríðindum, mundu voldug öfl sérhagsmunanna á þessu sviði í Bandaríkjunum koma fram og berjast ötullega, og líklega með miklum árangri, gegn Jdví, að íslendingum yrði gert hærra undir höfði en öðr- um fiskveiðiþjóðum. Það er víðast til eitthvað af þeirri tegund manna, sem ávallt einblínir á örðugleika hvers viðfangsefnis, en missir sjónar á hinum bjart- ari hliðum Jress. Þessir menn tapa, áður en til úrslita kemur, voninni um, að vel megi takast, og gefast upp við að stýra málefnum sínum til farsælla endaloka. íslenzka Jrjóðin mun ekki hlíta málflutningi slíkra manna. Hún hefir sýnt Jjað hingað til, að hún trúir á framtíð sína og hún mun sanna það hér eftir, að vonir hennar um framþróun óháðs rikis á íslandi munu rætast. Boðendur þessa fundar vænta þess eindregið, að önnur félagasamtök um land allt, ungmenna- félög, stjórnmálafélög og öll önnur félög eldra og yngra fólks taki í þenna streng og lýsi afstöðu sinni til þessa máls. íslenzka þjóðin hlýtur að krefjast þess einum rómi, að Bandaríkjamenn standi við gerða samninga og hverfi með her sinn liéðan, svo senr til var ætlazt. VÉR MÓTMÆLUM ALLIR! 7

x

Vér mótmælum allir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.