Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 6

Vér mótmælum allir - 16.04.1946, Blaðsíða 6
að reyna nýjar leiðir og þrautseigar rannsóknir til úrlausnar ákveðnum viðfangseínum. Allt þetta getum við einnig tileinkað okkur, að því er snertir höfuðatvinnuvegi okkar. Við þekkj- um flestar aðlerðir annarra út í æsar. Okkur mun gefast tækifæri til þess að kynnast þeim, sem við enn ekki þekkjum, og við munum notfæra okkur þær nýjungar, sem öðrum eða okkur sjálfum tekst að linna. Við höfum nú fest kaup á miklu stærri og, að dómi fróðra manna, miklu betri skipastóli en við höfum áður átt. Við höfurn síldarverk- smiðjur, sem jafnast á við það bezta. sem þekk- ist í þeirjá grein, og síðustu árin hefir vaxið hér upp hraðlrystiiðnaður með meiri liraða en áður hefir þekkzt um nokkurn atvinnuveg á íslandi. Vinnuafköst ýmissa frystihúsanna hafa stórbatnað í ár, þótt enn séu þau víða slæm, og ennþá er verið að byggja stærri og að við vonum betri frystihús. í lýsisherzlu, niðursuðu, þurrkun og ýmiskonar nýtingu eigum við ennþá mikið ónumið land, en framkvæmdir eru þegar hafnar eða í undirbúningi á öllum þessurn sviðum, og allt virðist líklegt til að bera okkur góðan arð á komandi árum. íslendingár hafa ávallt verið fátæk þjóð, en þeir hafa þó oftast nær komizt áfram af eigin rammleik og með sínum eigin dugnaði. Okkur hefir nú áskotnazt fjárhagslegur máttur til rnarg- falt stórfeldari framkvæmda en nokkru sinni áður, og við erunv að beita þeim mætti inn á ákveðnar brautir til varanlegrar uppbyggingar atvinnulífsins í landinu. Það hefir aldrei verið nálœgt pvi eins gott útlit fyrir blómlegan at- vinnurekstur á Islandi og einmitt nú. Hvernig getuin við í ljósi þessara staðreynda sagt við sjálfa okkur og aðra: Við þurfum hjálp. Við munum ekki geta séð okkur farborða, nema við fáum að njóta sérstakra ívilnana frá ein- hverju ákveðnu landi? Auðvitað þörfnumst við ekki né óskum nokkurs slíks. A þessu ári hafa ýmsir verið talsvert áhyggju- fullir um sölu á íslenzkum afurðtun og hrak- spárnar um hrun atvinnuveganna hefir aldrei vantað. Það hefir slegið óhug á ýmsa menn vegna tregðu um sölu á enskum markaði í ái'- Þessi óhugur er naumast réttlætanlegur, því að raunverulega væri það ákaflega óeðlilegt, ef við gætum til langframa haldið áfram að selja einni mestu fiskveiðaþjóð heimsins fiskafurðir okkar, og ég sé enga ástæðu til þess að gera sér áhyggj- ur vegna þess, að svo muni ekki verða. Enda er nú útlitið að ýmsu leyti gott. Frystur fiskur hefir verið seldur á meginlandi Evrópu fyrir verð, sem er 2o% hærra en Jxað, sem fékkst fyrir liann í fyrra, og nú er svo koinið, að það er, að sögn framleiðandanna, meiri hagnaður í að selja til Frakklands en til Ameríku. Saltfiskur hefir verðið seldur fyrir 32% hærra verð en síðast- liðið ár og síldarafurðir fyrir 40% hærra verð en áður, — en hér er hvergi talað um ívilnanir, heldur venjulega skipulögð viðskipti, byggð á gagnkvœmum hagnaði beggja aðila. Og þó er því svo varið, að ýmsar þjóðir, sem iíklegt er, að verði miklir viðskiptavinir síðar meir, geta ekkert eða mjög lítið keypt í ár sök- um flutningsörðuleika eða annarra beinna af- leiðinga stríðsins. Þjóðir, sem við ættum að hafa sérstakt tækifæri til að selja þá vöru, er þær vantar mest. Formælendur leigustefnunnar halda því fram, að leiðin til viðskiptalegs öryggis sé að sentja við Ameríkumenn um herstöðvar hér gegn verzlunarfríðindum. Mér er ekki ljóst, í hverju slíkt öryggi væri fólgið. Tilgangslaust væri að semja fyrirfram um verð í krónum eða dollur- um. Við vitum sáralítið, hvers virði þessar einingar kunna að verða eftir 10—20 ár. Sé hins vegar talað um sölu á einhverju vissu magni lyrir gangverð á ári hverju, er sannarlega ekkert öryggi fyrir því, að gangverð í Bandaríkjunum verði nokkuð hærra en annars staðar. Að vísu er það svo nú, að Jxir er hátt verðlag, en ég minnist Jress vel að hafa heyrt íslenzka og ameríska sjómenn segja frá því, hvernig Jreir fóru á sjó á togurum frá Boston yfir löng tíma- bil til lítils annars en að fá ofaní sig, rneðan á sjóferðinni stóð og JxKtust góðir, ef Jreir fengu 5—10 dollara fría heim eftir túrinn. Það er ekki alltaf hátt verð á öllu eða yfirdrifin eftirspurn í Bandaríkjunum, frekar en annars staðar. Auðvitað liefi ég ekki hugmynd um, hvort Jtað hefir nokkurn tíma komið til orða hjá mál- svörum Bandaríkjanna, að við fengjum algert tollfrelsi fyrir vörur okkar í Bandaríkjunum. Ég efast um, að svo yrði. Jónas Jónsson slær fram í Jjessu sambandi þeirri vanhugsuðu staðhæfingu, að andstaða gegn Jrví að veita okkur tpllfrjálsan innflutning til Bandaríkjanna gæti „ekki byggzt á Jrvi, að íslenzkur innflutningur mundi skapa hættulega samkeppni í landinu sjálfu“. Það er Jress vert að athuga Jsetta nánar. Árið 1940 voru veidd í Bandaríkjunum í kring urn 45000 tonn af þorski. 6 VÉR MÓTMÆLUM ALLIR!

x

Vér mótmælum allir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vér mótmælum allir
https://timarit.is/publication/937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.