blaðið - 09.05.2005, Síða 4

blaðið - 09.05.2005, Síða 4
mánudagur 9. maí 2005 I blaðið Tvöföldun á kærum vegna kynferðisbrota gegn bömum Á árunum 1999-2003 fiölgaði þeim málum, sem bárust ríkissaksóknara og varða kynferðisbrot gegn börnum, úr 30 í 60. Tæpur helmingur, eða 27 mál, leiddi til ákæru árið 2003. Þar af var sakfellt í 20. Kærum er varða 210. gr. hegningarlaga um dreifmgu klámefnis og vörslu barnakláms gölgaði úr fjórum árið 1999 í 13 árið 2003. Brotatíðni hækkar ekki Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur og ráðgjafi í bamavemdarmálum, segir að líklega hafi brotatíðni ekki aukist þrátt fyrir fjölgun kæra. Sennilegra sé að í kjölfar aukinnar fjölmiðlaumfjöllunar og markvissra opinberra aðgerða hafi þeim fjölgað sem þora að leggja fram kæm. Þá ýti aukin fræðsla og almenn umræða undir tækifæri þolenda og aðstand- enda til að koma auga á meint brot. Raunfjöldi brota óljós Að sögn Hrefnu er ómögulegt að segja til um fjölda brota en ljóst sé að fjölgun kæra endurspegli ekki hina raunverulegu brotatíðni. Árið 2003 töldu starfsmenn Barnaverndarstofu í 114 tilvikum að ástæða væri til af- skipta yfirvalda vegna meintra kyn- ferðisbrota gegn börnum. Þá segir hún að mörg mál fari ekki fyrir dóm- stóla, t.d. vegna ósakhæfis geranda eða skorts á sönnunargögnum. Nái frumvarp Ágústs Ólafs Ágústsonar, þingmanns Samfylkingar, um afnám fymingarfrests í kynferðisbrotamál- um gagnvart börnum fram að ganga, er líklegt að fjöldi kæra sem berast ríkissaksóknara aukist enn frekar. II----------------- Árið 2003 tðldu starfsmenn Barna- vemdarstofu í 114 tilvikum að ástæða væri til afskipta yffir- valda vegna meintra kynferðisbrota gegn bömum. MOLAR Þinglausnir ekki í sjónmáli Alþingi á samkvæmt áætlun að ljúka störfum miðvikudaginn 11. maí en það er nánast útilokað úr því sem komið er. Ekki er heldur út- ht fyrir að samkomulag náist milli stjómar og stjómarandstöðu um skjóta afgreiðslu. Þá er eldhúsdag- ur fyrirhugaður á þriðjudag, en þá verður möimum jafhan h'tið úr verki. Veruleg deilumál em enn ekki kom- in til umræðu og nægir að nefna sam- keppnislög, vatnalög, fjarskiptalög, lög um Ríkisútvarpið og vegalög. Stjómarandstaðan hefur ekki gripið til málþófs en meðan ekkert samkomulag er um þinglausnir liggur þeim ekki heldur á. Stjómar- þingmenn kvarta hins vegar undan því að stjórnarandstaðan sé nánast komin í hægagangsverkfall. Á meðan veigamikil mál komist ekki í umræðu sé hveijum deginum á fætur öðrum sóað í fánýta umræðu um ágreinings- laus mál. Þannig fór síðasti mánudagur að mestu í umræðu um þingsálykt- unartillögu samgönguráðherra um ferðamál þar sem stjómarandstöðu- þingmenn ræddu ferðir og ferðalög almennt í löngu máli. Á þriðjudag tók við löng umræða um lífeyrissjóð bænda en að henni lokinni varð um- ræða um bandorm um orkumál. Á miðvikudag ræddu menn svo Síld- arútvegsnefnd í þaula þótt hún hafi verið lögð niður fyrir nokkm. Eftir dagshlé á uppstigningardag tóku menn að ræða ýmis landbúnaðarmál á fóstudag, flest hver öldungis ágrein- ingslaus. Vinstri grænir hafa verið dugleg- astir við hægagang þennan og fara þeir Jón Bjamason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson varla í pontu fyrir minna en klukku- tíma ræðu. Siguijón Þórðarson og Guðjón Amar Kristjánsson, þing- menn Fijálslyndra, hafa talað mun skemur en þeim mun oftar. Á veg- um Samfylkingar hafa svo óbreyttir þingmenn fengið að blómstra í hæga- gangsverkfallinu, enda eiga helstu forystumenn flokksins annríkt á öðr- um vígstöðvum. Stjómarandstöðuþingmenn benda hins vegar á að stjómin sýni lítinn sem engan samningsvilja en auk þess séu þessi stóm mál flest afar seint fram komin frá ríkisstjóminni og hún geti því ekki sakast við annan en sjálfa sig. Kópavogsbær fagnaði í gær hálfrar aldar afmæli sínu með glæsilegrí hátíð í Fífunni. Fjöldi manns mætti til fagnaðar- ins, gæddi sér á gómsætri afmælisköku og fylgdist með fjölbreyttum skemmti- atriðum. Meðal þeirra sem fram komu voru Ríó Tríó, Nylon, Ávaxtakarfan, Idol-stjörnur, Skólahljómsveit Kópavogs og barnakórar bæjaríns, sem sungu samsöng. Formannskjör Samfylkingarinnar er að komast í hámark. Enn eru tíu dagar til stefnu og kosningamiðstöðvarnar engan veginn hættar störfum, enda mun fjöldi kjörseðla enn vera á ísskápshurð- um flokksmanna. Talning atkvæða hefst kl. 6 að morgni laugardagsins 21. maí og kl. 12 á hádegi eiga úrslitin að liggja fyrír. Spennan er einnig að aukast í varaformannskosningunni. Ágúst Ólafur Ágústsson er enn einn í kjörí en aðrír fara sér hægar. Lúðvík Bergvinsson hefur gefið í skyn að hann myndi taka kjörí en að sögn innvígðra er hann ekki að ná flugi. Hvað Jóhanna Sigurðardótt- ir hyggst fyrir er enn fremur óljóst en hún gefur sig tæpast upp fyrr en úrslit i formannskjörinu liggja fyrir. Nafn Stein- unnar Valdísar Óskarsdóttur heyríst nú æ oftar nefnt, ekki sist eftir að menn átt- uðu sig á því að ðssur Skarphéðinsson ætti raunhæfa möguleika gegn svilkonu sinni. Þar fyrir utan benda menn á að Steinunni sé nauðsyn að styrkja sig frekar sem pólitíkus fyrir næsta ár því þá verða sveitarstjómarkosningar. Hvort sem R-listinn býður fram á nýjan leik eða Steinunn verður á lista Samfylking- arínnar þarf hún að tryggja að hún leiði hvorn listann sem boðinn verður fram... Jeremy Clarkson og tökulið hins ægi- vinsæla bílaþáttar Top Gear hefur veríð við tökur hér á landi undanfarna daga og þvælst um allt landnám Ingólfs i því skyni að reyna þolrifin í þremur sportbíl- um; Nissan Z 350, Chrysler Crossfire og Audi TT Quattro. Áskrífendur BBC Prime geta horft á Top Gear á þríðjudagskvöld- um en sýning á íslandsþættinum er fyrirhuguð í júní... RÚV-frumvarp ekki samþykkt óbreytt Á fiindi menntamálanefndar alþingis í morgun, mánudag, stóð til að kynna verulegar breytingartillögur við frum- varp um Ríkisútvarpið. Lengi hefur verið ljóst að ýmsir sjálfstæðismenn gátu alls ekki fellt sig við frumvarp- ið eins og Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra lagði það fram, t.d. ákvæði sem lutu að skilgreiningu á hlutverki RÚV og heimildum til að flárfesta í öðrum félögum. Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður hefur m.a. talað mjög afdráttarlaust í þessa veru. Þingmenn Samfylkingarinnar munu leggja fram allmargar tillögur til breytinga, m.a. um takmarkanir á auglýsingum og kostun, og þingflokk- ur Vinstri grænna hefur lagt fram eig- ið frumvarp um RÚV. Meðal þess sem sjálfstæðismenn reyndu að fá breytt var að breyta RÚV í hlutafélag en það samþykktu framsóknarmenn ekki. Lögfróðir menn telja það ekki standast skoð- un að sameignarfélag sé í eigu eins aðila, eins og frumvarpið gerir þó ráð fyrir. Tilveruréttur græðara tryggður í síðustu viku samþykkti Alþingi lög um starfsemi græðara á íslandi. Græðarar fást við óhefðbundnar lækningar, svo sem heilsunudd, hómópatíu, ilmkjamaolíumeðferð og nálastungur. Með tilkomu laganna hafa græðarar á íslandi í fyrsta sinn lagalegan tilverurétt. Úndirbún- ingur er hafinn að skráningarkerfi græðara, en skilyrði til skráningar eru ákveðin lágmarksmenntun, gild ábyrgðartrygging og aðild að fagfé- lagi. Sífellt fleiri Islendingar leita sér óhefðbundinna lækninga vegna meina sinna. Með tilkomu hins nýja kerfis verður neytendum tryggt að- gengi að upplýsingum um meðferð- araðila sína. Áð sögn Dagnýjar Elsu Einarsdóttur hómópata munu nýju lögin því hjálpa til við að greina lodd- ara frá fagfólki. Grilluð kjúklingabringa 1.090 með heitri sósu, hrísgrjónum, . maís, fersku salati og Topp 1/2 grillaður kjúklingur 1.050 með heitri sósu, hrlsgrjónum, mais, fersku salati og Sódavatn Kjúklingasalat 590 með grilluðum kjúkling, lceberg, tómötum, agúrkum, papriku, pasta, rauðlauk og Sódavatn Skiptiborö 510-3700 Auglýsingadeild 510-3744 Fax 510-3711 Ritstjórn 510-3799 Fax 510-3701 FRJ OH i ÁLST m

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.