blaðið - 09.05.2005, Qupperneq 14
mánudagur 9. maí 2005 I blaðið
blaö
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri:
Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kárí Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar:
Bæjaríind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510-
3701. Sfmbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is,
auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Hvenær verður
Alþingi með allt árið?
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru þingmennimir 63 að
fara í frí í þessari viku. Þeir koma aftur til starfa á Alþingi eft-
ir um 140 daga. Að vísu er því haldið fram að í þinghléum séu
þingmenn að vinna að málefnum kjördæma sinna og kjósenda,
sinna nefndarstörfum og undirbúa frumvörp og fyrirspumir
fyrir komandi þing. Svo einkennilega vill hins vegar til að Al-
þingi hefur varla hafið störf að hausti þegar kj ördæmavika þing-
manna hefst, síðan kemur langt jólafrí og í kjölfarið mislangt
vorþing, sem að jafnaði endar í deilum stjómarþingmanna og
stjórnarandstæðinga um hvaða þingmálum eigi að ljúka áður
en þingið fer heim. Oftar en ekki fá mikilvæg lagafrumvörp
þá skemmri skím hjá stjómarþingmönnum sem keyra þau
í gegnum þingið og nefndir þess að kröfu ráðherra sinna. Yf-
irstandandi vorþing er hér engin undantekning. Þannig vill
viðskiptaráðherra setja ný samkeppnislög, iðnaðarráðherra
ný vatnalög og menntamálaráðherra ný lög um Ríkisútvarpið.
Öll eiga þessi fmmvörp það sammerkt að vera umdeild. Ekki
aðeins innan þings heldur einnig utan þess. Allar umsagnir
sem ekki samrýmast frumvörpum ráðherranna em afgreidd-
ar sem misskilningm-. Vel kann að vera að þingmenn stjórnar-
andstöðu og ýmsir umsagnaraðilar, sem Alþingi hefur leitað
til, misskilji með öllu frumvörp til samkeppnislaga, vatnalaga
og laga um Ríkisútvarpið. Ráðherrar viðkomandi málaflokka,
sem jafnframt eru þingmenn, ættu því að beita sér fyrir því
að Alþingi starfaði lengur í ár og á komandi árum. Ekkert í ís-
lensku samfélagi kallar á að þingmenn hverfi heim í hérað um
sauðburð og komi aftur til starfa eftir síðari leitir að hausti.
Vilji Alþingi vera með og njóta virðingar sem einn af handhöf-
um ríkisvaldsins þarf það að vera með allt árið.
Auglýsingadeild 510-3744
blaöið
Hver er þín fötlun?
í Banda-
ríkjunum
bjó ungur
drengur sem
hafði allt
til að bera
til að verða
frábær tenn-
isleikari,
nema hvað
hann vant-
aði báða
framhand-
leggina og annan fótlegginn fyrir
neðan hné. Samt dreymdi hann um
að skara fram úr í tennis. Drengur-
inn drakk í sig allar upplýsingar um
íþróttina, las bækur og tímarit, var
orðinn fróður um fremstu tennisleik-
ara heims og horfði á leiki í sjónvarp-
inu. Foreldrar hans gerðu það sem
í þeirra valdi stóð til að hann gæti
látið draum sinn rætast, hvöttu hann
til dáða og fóru reglulega með hann á
tennismót. Árin liðu og þróun í smíði
gervilima gerði það að verkum að
drengurinn gat gengið nánast óhalt-
ur, síðar hlaupið og hendumar virk-
uðu nokkuð vel.
Þegar hann var 15 ára komst hann
að því hvar seldir voru sérsmíðaðir
tennisspaðar fyrir gervihandleggi.
Foreldrar hans keyptu spaðann
fyrir son sinn því áhugi hans fyrir
íþróttinni fór vaxandi. Drengurinn
sleppti varla spaðanum, sló boltum í
bílskúrshurðina daglangt, æfði sveifl-
una og réttar líkamshreyfingar, gerði
styrktaræfingar og lét hvergi deigan
síga samhliða því að leggja sig fram
í námi. Vinir hans studdu hann í
óspart í því að hann gæti leikið tennis
og spiluðu við hann hvenær sem tæki-
færi gafst. Framfarir drengsins þóttu
með ólíkindum.
Munurinn á mér og ykkur
Á síðasta ári drengsins, eða öllu held-
ur unga mannsins, í menntaskóla tók
hann þátt í 20 mótum innan skólans
og sigraði í 16 þeirra. Árangur hans
vakti ekki einvörðungu mikla athygli
í fylkinu heldur um gjörvöll Banda-
ríkin. Það varð til þess að fréttakona
virtrar sjónvarpsstöðvar sótti út-
skriftarhátíð skólans þar sem drengn-
um voru meðal annars veitt verðlaun
fyrir afrek sín á tennisveOin-
um og í náminu. Hann var
kallaður upp á sviðið þar
sem sjónvarpskonan tók við-
tal við hann. Allir nemend-
ur skólans voru viðstaddir,
kennarar og starfsfólk, og
nokkrir fjölmiðlamenn.
Fréttakonan spurði unga
manninn meðal annars eftir-
farandi spurningar:
„Hvernig stendur á því
að þú, jafnfatlaður og við
sjáum að þú ert, nærð svona
frábærum árangri í tenn-
is?“
Heyra mátti saumnál
detta, ungi maðurinn leit á
konuna, brosti, horfði síðan
þögull yfir salinn og sagði af
einstakri yfirvegun: „Mun-
urinn á mér og flestum ykkar er sá
að þið sjáið fótlun mína.“ Hann tók
sér málhvfld, brosti enn breiðar sínu
hlýja brosi, benti á höfuðið á sér og
sagði: „En ég sé ekki ykkar fótlun.“
I salnum sátu einstaklingar sem
áttu sér drauma og höfðu fullkomið
líkamlegt atgervi til að láta þá ræt-
ast... EN... skorti sjálfstraust, aga,
dugnað og fórnfysi til að bera sig eftir
þeim. Nemendur horfðu stoltir á hetj-
una sína sem hafði sigrast á veikleik-
um sínum og í raun sigrast á sjálfum
sér.
Hver er fótlun okkar hinna al-
mennt? Okkar sem teljumst líkam-
lega heilbrigð? Okkar sem standa
allir vegir færir? Hvemig stendur á
því að svo fáir skara fram úr í lífinu?
Hver er okkar afsökun?
Hver er okkar fötun?
Ef við spyrðum 100 einstaklinga,
sem væru um það bil að ljúka ævi-
skeiði sínu, hvort þeir hefðu lifað því
lífi sem þá langaði til, hvort draumar
þeirra hefðu ræst, teldi ég líklegt að
tveir til fimm svöruðu spurningunni
játandi.
Hvaða lífi viljum við almennt lifa
og hversu oft spyijum við okkur hvað
við viljum raunverulega fá út úr líf-
inu? Hversu oft svörum við af hrein-
skilni, í stað þess að fara í kringum
hlutina? Fötlun okkar flestra eru
tómar afsakanir, iðjuleysi og skort-
ur á sjálfstrausti. Því
miður. Það er yfirleitt
óþægilegt að fá sann-
leikann hvað þetta varð-
ar sem blauta tusku í
andlitið. Okkur hættir
til að kenna öðrum um
árangursleysi okkar.
Þegar upp spretta síð-
an einstaklingar sem
blómstra, með jákvæðni
og sjálfstraust að leið-
arljósi, líta á hindranir
sem áskorun og sjá bara
lausnir þegar vandamál
blasavið, öfundastmarg-
ir yfir velgengni þeirra.
Öfundin skapast sökum
þess að við erum óánægð
með sjálf okkur og við
nennum ekki að skapa
okkur það h'f sem við viljum lifa. Ein-
hveijir kenna foreldrum sínum um,
skorti á fjármunum, barnauppeldi,
lélegri menntun, erfiðum aðstæðum
og svo mætti lengi telja.
Litum okkur nær
Lítum í kringum okkur. Hvaða ein-
stakhngar innan flölskyldunnar, í
ættinni eða vinahópnum, blómstra?
Hvers vegna? Hvaða eiginleikum
búa þeir yfir? Hvað bækur lesa þeir?
Hvaða námskeið sækja þeir? Hvað
hafa þeir að leiðarljósi? Hvers vegna
standa þeim allir vegir færir?
Við verðum reglulega að staldra
við og spyija hvort við séum að feta
þá braut í lífinu sem við viljum og
velta því fyrir okkur hvort við séum
hugsanlega að elta fjöldann í blindni
af því við tökum ekki ábyrgð á eigin
lífi. Ein frægasta blinda kona sem
uppi hefur verið, Helen Keller, var
eitt sinn spurð þessarar spurningar:
„Hvað er verra en að vera blind?“
Hún svaraði: „Það er að hafa sjón
en enga sýn.“
Hver er sýn okkar á lífið? Við eig-
um að skrifa niður á blað þá fram-
tíðarsýn sem okkur langar til að
upplifa, með framkvæmdaáætlun og
tímasetningum. Einnig verðum við
að vera meðvituð um það á hveiju
einasta augnabliki að við ráðum því
algjörlega sjálf hvaða lífi við lifum og
hvað við viljum fá út úr því.
y—»1
Það er
yfirleitt
óþægilegt
að fá sann-
leikann
hvað þetta
varðar
sem blauta
tuskuíand-
litið
ÉG LEGG BARA FYRR AF STAÐ!
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni * Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grund.