blaðið - 09.05.2005, Page 19

blaðið - 09.05.2005, Page 19
blaðið I mánudagur 9. maí 2005 ✓ cEaSsfcsHl Antíktól á gemsann Hið gamla mætir hinu nýja í þessu sniðuga sím- tóli sem hægt er að tengja við gemsana. Þó að þetta sé hlægilega gamaldags þá á maður alveg örugglega eftir að skera sig úr fjöldanum þegar maður dregur tólið upp úr töskunni á djamm- inu. Það ver mann auðvitað líka gegn öllum geislunum sem koma frá gemsunum. _____________________________B Færanlegur golfhermir Nú geta allir golfáhuga- menn sinnt sportinu sínu hvenær sem er sólarhringsins þess að þurfa út á næsta völl í grenj- andi rigningu og roki. Maður stingur þessum ótrúlega golfhermi í samband við tölvuna sína og spilar á flottustu völlum heims án þess að fara út úr húsi. Sjónvarpsúr fyrlr sjúklingana Sjónvarpssjúkling- amir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að missa af uppáhaldssápunum sínum lengur. Þetta stórsniðuga úr er með 1,5 tommu litaskjá, gengur fyrir hleðslubatt- eríum og segir manni að sjálfsögðu líka hvað klukkan er. Maður smellir því á úlnliöinn og missir aldrei af neinu. Símaskrá á lyklakippuna Það versta við að tapa gemsanum sínum eru öll símanúmerin í hon- um sem glatast. Þessi litla græja tekur afrit af öllu sem er í síman- um og maður getur síðan hengt hana á lykla- kippuna sína. „Hengi“rúmið Þó að það séu engin pálmatré á íslandi þá þýðir það ekki að maður geti ekki slak- að á í hengirúmi úti í náttúrvmni. Þetta sniðuga ferðarúm er með sína eigin fætur og síðan er því bara pakkað saman og gert að bakpoka sem maður getur þvælst með á næsta áfangastað. DVD fyrir ferðalagið Þessi græja er upplögð í bakpokaferðalagið. Spilarinn passar í tösku og maður getur horft á nýjustu DVD-myndimar í löngum lestarferð- um. „Nauðsynlegar“ græjur Nú ættu allir nýjungagjarnir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi ef þeir eru í vandræðum með að eyða peningunum sínum. Á heimasíðunni www.firebox.com er hægt að skoða misnauðsynleg tæki og tól, allt frá kúlum sem lesa hugsanir upp í fjarstýrðar þyrlur. Þar geta líka tækjafíklarnir pantað sér nýjustu græjurnar sem allir verða að eignast. á gemsana Nielsen veiðilínan ...vönduð íslensk hönnun

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.