blaðið - 09.05.2005, Side 24

blaðið - 09.05.2005, Side 24
mánudagur 9. maí 2005 I blaðið "ffSh nun Gataðir gúmmískór, sem loftar vel um og hindra frekar sveppasýkingar, eru vinsælir á ströndina. Frakkinn Stanislas Bohic hefur getið sér gott orð sem einn fær- asti garðahönnuðurinn á landinu sivinsælir á sumrin halldora@vbl.is Að eiga stóran garð er eitt - að eiga fallegan garð er annað. Fátt er eins mikið konfekt fyrir augað og glæsileg- ur garður sem unninn hefur verið af mikilli fagmennsku og næmi. Mikið hefur verið um það síðustu árin að fólk láti taka garðana sína í gegn. Er þá yfirleitt allt tekið í burtu og búin til ný hönnun frá grunni, sem breytir í flestum tilvikum mjög miklu. Fólk hefur meira gaman af því að bjóða fjöl- skyldunni í grill þegar gott er veðrið. Stórar framkvæmdir geta auðvitað kostað mikið en ekki er óalgengt að garðvinna við stór og mikil hús kosti í kringum 6-7 milljónir. Frakkinn Stanislas Bohic kom fyrst til íslands 1980 og hefur verið með annan fótinn héma síðan. Hann er menntaður landslagsarkitektúr og hefur víða hlotið viðurkenningar fyr- ir störf sín, sem þykja einkennast af mikilli fagmennsku. Stanislas býr hér á landi núna en hann hefur séð um út- lit margra af fegurstu görðum sem til em á íslandi, enda annar hann varla eftirspum. Aðspurður segir hann þann gríðarlega áhuga sem hann hafi á fallegu umhverfi hafa nýst sér vel og að fólk sé ýfirleitt mjög ánægt með störf hans. JÉg hef gert mjög mikið af görðum héma á Islandi. Þetta er svona mitt áhugamál frekar en vinna - ég hef unun af fallegum blómum og fleira sem áberandi er í görðum. Það hafa verið miklar breytingar í garða- hönnun upp á síðkastið og fólk er farið að verða opnara fyrir hugmynd- um. Það er mjög sniðugt að fá utan- aðkomandi aðila til að teikna garða fyrir sig, það sparar svo mikinn tíma og peninga." Stanislas segir marga eyða miklum íjármunum í endumýt- ingu á görðum, hvort sem það er við hús þeirra eða sumarbústaði, enda sé gott að hafa fallegt umhverfi í kring- um sig. „Síðustu misseri hefur verið mikið um að ríka fólkið panti mig en ég vil ekki vera að nefna nein nöfn. Fólk sem á mikið af peningum eign- Myndin Ingó ast rosalega fallega garða en mikið er inn heita potta, tjamir, brýr, gufu- böð, sturtuhús og fleira." Frekari upplýsingar er hægt að nálg- ast á Stanislas.is Gúmmískór hafa notið vinsælda hér á landi um áratugaskeið og vora áður ódýrasti kosturinn sem bauðst. Nú til dags era gúmmískór í úrvali í ýmsum skóverslunum og margir hveijir era litríkir og falleg- ir með áprentuðum mynstram. Fyrr á áram vora gúmmískór þó einfaldari í útliti. Þeir vora framleiddir hér á landi úr göml- um bílslöngum, og auðvelt var að bæta þá með gúmmíbótum sem kallaðar vora rónabætur. Sigurbjöm Þorgeirsson skósmíða- meistari segir að hann hafi verið sendur með íslenska framleiðslu í sveitina þegar hann var bam, fyrir seinna stríð. í stríðslok var svo haf- inn innflutningur á svokölluðum Sebó-skóm frá Tékklandi. „Þetta vora ódýrastu skór sem hægt var að fá og það vora allir í þessu á öllum aldri. Vinsælastir vora þeir í sveitum um sumartímann því þeir vora stamir í blautu grasinu en leðurskór voru eins og skautar á svelli." Sigurbjöm, sem hóf störf sem sjálfstæður skósmiður árið 1954, segir að hann hafi séð sömu tískubylgjumar í skótísku koma aftur og aftur og furðar hann sig ekkert á því að gúmmískómir njóti nú vinsælda. Þ’að er svo sem allt í lagi að nota gúmmískó en fætumir á fólki soðna ef þeir fá ekki loft og þessu geta því fylgt alls konar fót- sveppir." ®3IM05 Gífurleg aukning í sðlu hjólhýsa hér á landi halldora@vbl.is Á síðasta ári jókst sala á hjólhýs- um til muna og svo virðist sem sú aukning haldi áfram í ár. Sýningar og kynningar á nýjum árgerðum og tegundum hjólhýsa fóra af stað af miklum krafti í janúar og hafa hald- ið áfrarn nær óslitið síðan. Æ fleiri íslendingar gera sér grein fyrir kost- um hjólhýsanna en þau henta afar vel fyrir íslenskt veðurfar. Þau halda algerlega vatni og hita þannig að rign- ingartíð og næturkuldi koma vart í veg fyrir að fólk geti notið íslenskrar náttúra. Auk þess hefur það færst í vöxt að fólk fari í sínar fyrstu ferðir á vögnunum í mars-apríl og leggi þeim ekki fyrr en jafnvel í nóvember. 300 hjólhýsi seld í ár Margir þættir spila inn í þessa aukn- ingu en hringvegurinn og fjölmargar leiðir utan hans era nú malbikaðar, ökutæki landsmanna era orðin kraft- meiri og stærri, og síðast en ekki síst hefur orðið gjörbreyting á byggingu hjólhýsanna. Öll hjólhýsi sem íslensk fyrirtæki flytja hingað til lands stand- ast ítrastu öryggiskröfur sem gerðar era til slíkra tengivagna og getur fólk því haldið áhyggjulaust í fríið og not- ið þess að ferðast á þennan hátt. Rristín Anný Jónsdóttir, sölustjóri hjá Víkurverki, segir aukninguna rosalega og að þetta sé hálfgerð tísku- bylgja. „Þetta er bara eins og æðið sem var héma fyrir nokkrum áram þegar allir fóru úr tjaldvögnum yfir í fellihýsi. Nú era svo hjólhýsin að taka við af fellihýsunum. I fyrra vora seld um 100 stykki á íslandi en nú í ár tel ég líklegt að sú sala eigi eftir að þrefaldast." Uppsveiflan er greinilega mikil í þessu hér á landi og Kristín segir fólk vera að kaupa hjólhýsi yfir háveturinn fyrir sumarið. „Þetta hef- ur verið rosaleg sprengja og fólk var farið að koma í stríðum straumum í janúar og febrúar til þess að undir- búa sumarið og kaupa sér hjólhýsi." Nú er bara um að gera að fjárfesta í einu stykki en hægt er að fá fjögurra manna gott og þægilegt hjólhýsi á um það bil tvær milljónir.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.