blaðið - 09.05.2005, Side 28

blaðið - 09.05.2005, Side 28
mánudagur 9. maí 2005 I blaðið m. \ w 1 M ; \ s, muii . i Ragnhildur passar upp á aö gleyma ekki sjálfri sér og leggur mikið upp úr heilsurækt. með kvikmyndadellu halldora@vbl.is Ragnhildur Magnúsdóttir, eða Ragga eins og hún er oftast kölluð, starfar á útvarpsstöðinni KissFM en þar er hún í loftinu alla daga frá kl.18-21, auk þess að vera í markaðsdeildinni á daginn. Það er kannski ekki mikið um frítíma hjá þessari ungu konu en þó segist hún nú dugleg við að hafa ofan af fyrir sér þegar hún er ekki í vinnunni. „Helgamar era minn frítími og þær nota ég vel til hinna ýmsu tóm- stunda, þó að þær séu oft mjög róleg- ar þar sem ég er stundum alveg búin á því eftir áreiti vikunnar í vinnunni. Það má segja að ég sé algjört heilsu nörd, ég er voða mikil íþróttastelpa í mér og er dugleg við að hreyfa mig. Ég fer í sund, en mér líður alveg rosalega vel í sundlaugum, og er dugleg að skokka," segir hún. Það er kannski ekki óeðlilegt í ljósi þess að hún keppti í langhlaupi hér á árum áður. Esjan stendur fyrir sínu Ragga segist vera leyniútivistarfrík og hefur gaman af því að fara í fjall- göngur og ýmis konar ferðir en hún telur það vera part af lífsstíl sem hún vill tileinka sér. „Það er náttúrlega æð- islegt að keyra t.d. á Snæfellsnes eða upp í Heiðmörk og fara í góða göngu. Við eigum svo mikið af alls kyns stöð- um í kringum okkur þar sem æðislegt er að fara og njóta náttúrunnar. Svo stendur Esjan að sjálfsögðu alltaf fyr- ir sínu.“ Það er þó fleira en úti- vist og hreyf- ing sem höfð- ar til Röggu og segist hún tónlistaráhuga- maður mikill ogáhugamann- eskja um hin ýmsu andlegu máleíni. „Ég les mikið um búddisma, kínverska speki, jm-taríkið og öll þessi austrænu heilsufræði en þau geta ver- ið svo rosalega sniðug. Tónlist er svo að sjólfsögðu ofarlega á lista hjá mér, en ég er með ansi breitt áhugasvið þar - hlusta á allt frá Bob Marley upp í Prince. Ég á líka kærasta sem mér finnst æðislegt að dóla mér með, við erum dugleg að fara í bíó en ég er rosalegkvikmyndaáhugamanneskj a,“ segir hún en þess má geta að Ragga er fyrrum „pródúsent" og hefur mik- inn áhuga á öllu sem að kvikmyndum snýr. „Svo má ekki gleyma því að fjöl- skylda mín er búsett í Bandaríkjun- mn þannig að ég reyni eftir fremsta megni að hitta þau eins oft og ég get þegar ég á frí. Aðalatriðið er að eyða frítíma sínum í eitthvað sem manni líður vel með og gefur manni orku. Ferí fjallgöngur og les um búddisma ■ Flúðasiglingar fyrir þá sem þora Skemmtileg afflreying í sumar halldora@ubl.is Nú er rétti tíminn til að leyfa bam- inu í sér að blómstra og reyna fyrir sér í hinum ýmsu ævintýraferðum sem í boði eru. Það þarf ekki allt- af að leita út fyrir landsteinana að skemmtiferðum, siglingum og fleiru í þeim dúr því við búum svo sannar- lega við ógrynni af möguleikum til afþreyingar. Það sem vekur áhuga margra þessa dagana eru svokallaðar flúða- siglingar, eða “rafting”, en í slíkri ferð er farið í æsilega bátsferð um flúðir og gil í nokkrum helstu ám ís- lands. Þetta er eitthvað sem hraustir íslendingar ættu allir að prófa, en flestir sem talið hafa í sig kjark segja þetta ógleymanlegt og vægast sagt til þess fallið að láta hárin rísa. Ailir geta prófað Flúðasiglingum er skipt niður í erf- iðleikagráður, 1-5 gráður, og hægt er að velja ferðir eftir mismunandi styrkleika vatnsfalla, en öflu er þessu skipt samkvæmt alþjóðlegum kvarða. í'armgj&F ■gSMy - Æsingurinn getur orðið verulega mikill í flúðasiglingum. Við mælum með að... halldora@vbl.is ...þeir sem ekki hafa enn lært að sitja hest noti sumarið í að kynna sérleyndardómahestamennskunn- ar. Nú eru í boði hin ýmsu nám- skeið þar sem kennd eru öll undir- stöðuatriðin. Nóg er af hestaleigum og reiðnámskeiðum í Reykjavík og nágrenni, þar sem vanir og óvanir geta látið ljós sitt skína, hvort sem það er að fara í klukkutímatúr eða vikuferð í góðum félagsskap. Það er því vel við hæfi að skella sér á námskeið sem fyrst og fá innsýn í þennan heim. Draumakvöldið er eflaust að fara með maka eða vini á bak eftir dýrindis grillmáltíð og horfa síðan á sólsetrið. Tamningamaðurinn Guðmundur Jóhannesson á Kjarki Ætti því hver og einn að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er að fara í rólega ferð og njóta náttúrufegurðarinnar eða skella sér í æsinginn og fá útrás fyrir adrena- línið. Gráða 4-5 er fyrir vana, gráða 2-3 er fyrir þá sem þora og vilja prófa smáhörku, og gráða 1 hent- ar byijendum og böraum. Tekið skal fram að með öllum hópum fylgja einn til tveir menn sem gæta öryggis farþeg- anna, auk þess sem þátttakendur fá þurrbúning, björgunarvesti og hjálm. Þá hefjast ferðimar einnig á því að þátttakendum eru kennd helstu at- riði hvað varðar samhæfingu og sam- starf þegar í ána er komið. Verðbilið er mismunandi eftir ám en algengt verð er á bilinu 5.000- 8.000 kr. fyrir einstaklinginn en flest fyrirtæki bjóða sértilboð fyrir hópa. Nú er um að gera að njóta í eitt skipti fyrir öll þeirra áa sem við eigum, en margar þeirra hafa vakið athygli víða í Evrópu. Margir telja t.d. Austari-Jökulsá í Skagafirði eina af toppám Evrópu. Vægast sagttil þess að láta hárin rísa Frekari upplýsingar um flúðasiglingar er m.a. að finna á: - rafting.is - eskimos.is, - arcticrafting.is - activity.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.