blaðið - 26.05.2005, Side 10

blaðið - 26.05.2005, Side 10
I fimmtudagur, 26. maí 2005 i blaðið Kona flutt á spítala eftir að hafa særst í sprengingu í gær. ETA-sar ntökin bendluð við bílsi prengingu í Madríd Bíll var sprengdur í loft upp í Madríd fyrir hádegi í gær eftir að ETA, Fé- lag aðskilnaðarsinnaðra baska, hafði sent frá sér sprengjuviðvörun. Atvik- ið átti sér stað á vinnusvæði norðar- lega í borginni en það var vaktað af lögreglunni, sem hafði fengið tilkynn- ingu um að sprengju hefði verið kom- ið fyrir í sendiferðabíl. Enginn lét lífið í sprengingunni en þrír slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús. Forsætisráð- herra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapareto, gaf óbeint til kynna, stuttu eftir atvikið, að nú væri svo komið að ETA yrðu beittir hörðu. „Úr þessu er ekki annar kostur í sjónmáli en að ETA leggi niður vopn og að samtök- in leysist upp,“ sagði Zapareto, en sprengingin var sú sjötta sem samtök- unum er kennt um síðan hann bauðst til að setjast að samningaborði með félögum þess til að binda enda á ára- tuga ofbeldistilræði. Fjórar sprenging- ar sprungu lö.maí sl., auk þess sem smásprenging varð um síðustu helgi. ETA-samtökin hafa verið bendluð við öll atvikin. Bandarísk olíuleiðsla opnuð Yfirvöld Tyrklands, Kasakstan, Georg- íu og Azerbaijan lýstu á miðvikudag formlega yfir opnun fyrsta hluta 1.760 km langrar leiðslu sem mun flytja olíu ffá Kaspíahafinu að mörkuðum Vest- urlanda. Forsetar ríkjanna fjögurra voru allir viðstaddir hátíðlega athöfn í Azerbaijan þar sem þessu var lýst yfir. Bandaríkjamenn fjármagna ffam- kvæmdina að mestu leyti. Leiðsla liggur ffá höfðuborg Azerb- aijan, Baku, til tyrknesku hafnarinnar Ceyhan, og er tahð að hún muni létta vestrænum olíumörkuðum róðurinn þar sem þeir eru flestir háðir olíu Mið- austurlanda. Áður fóru olíuflutningar ffá ríkjum við Kaspíahafið aðallega um rússneskar leiðslur. Leiðslan kostar 3,2 milljarða doll- ara og mun flytja oh'u sem samsvar- ar milljón tunnum á dag en það mun þurfa um 10 milljón tunnur af olíu til að fylla leiðsluna þegar hún verður fullgerð. Stjómendur ffamkvæmdanna segja að það taki um einn og hálfan mán- uð að ljúka við hlutann í Azerbaijan. Georgíski hlutinn verður tilbúinn skömmu síðar en tyrknesk yfirvöld telja að ffamkvæmdum ljúki þar í kringum 15. ágúst. Egyptar greiða atkvæði Egyptar ganga nú til kosninga til að greiða atkvæði um stjórnarskrár- breytingu. Stjórnarandstæðingar segja kosningarnar skrípaleik og hvetja fólk til að sniðganga atkvæða- greiðsluna. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, hefur sætt sívaxandi gagnrýni ýmissa ríkisstjórna og mannréttinda- hópa. Lagabreytingarnar, sem kosið er um, eiga að auðvelda stjómmála- mönnum að bjóða sig ffam gegn sitj- andi forseta sem verið hefur við völd óslitið síðan 1981. Margir segja breyt- inguna sníða ff ambj óðendum ofþröng- an stakk því í henni felist fjöldamörg skilyrði sem fáir geti uppfyllt nema þeir séu velviljaðir forsetanum. T.d. þarf ffambjóðandi að vera meðlimur í opinberum stjórmálaflokki en flest- ir stjórnarandstæðingar hafa sætt miklum ofsóknum yfirvalda, sem viðurkenna aðeins útvalda flokka. Ætli menn í einstaklingsffamboð er skilyrði að þeir hljóti samþykki stórs hluta sitjandi þingmanna og ýmissa sveitarstjórnarmanna sem margir eru mjög hliðhollir forsetanum. Mubarak hefur verið sakaður mn valdmðslu og spillingu allt ffá upp- hafi stjórnartíðar sinnar og velvild hans í garð Bandaríkjanna hefur mætt harðri gagnrýni pólitískra and- stæðinga hans sem fullyrða margir að hann starfi undir verndarvæng þeirra. „Egyptar, haldið ykkur heima!" var fyrirsögn egypska blaðsins al-Wafd daily, sem er málgagn stjórnarand- stöðimnar. Niðurstöðu kosninganna er að vænta seinna í dag en stjórn- málaskýrendur telja að hún muni ekki hafa merkjanleg áhrif á egypsk stjórnmál. Almenningur mótmælir í miðborg Kaíró í gær Með þvi að lata Postinn sjá um allan pakkann sparar þú rekstj kostnað. Pósturinn kemurá M fyrirfram ákveðnum tíma, tefci altar sendingar og skilar þdp. fljótt og örugglega til viðtal«i>d Hafðu samband við söluftpfrúí í síma 580-1090 eða í nelrrangið sala@postur.is og fáðj/nánari upplýsingar. / Égk www.postur.is POSTURINN

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.