blaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 26.05.2005, Blaðsíða 22
" 0‘,, -,;,Ó fimmtudagur, 26. maí 2005 i blaðið NBA-boltinn San Antonio Spurs byrjar stór- kostlega í einvíginu gegn Phoenix Suns í úrslitum Vesturdeildar NBA-körfuboltans. San Antonio vann fyrsta leikinn og einnig annan leikinn en báðar viðureignirnar fóru fram í Phoenix. í öðrum leikhluta var lengstum mikil spenna, staðan í hálfleik var 54-53 fyrir Phoenix Suns, þriðja leikhlutann vann Phoenix með fjögurra stiga mun og því voru heimamenn fimm stigum yfir þegar liðin gengu til fjórða leikhluta. Þegar 4,31 mínúta var eftir komst San Antonio yfir, 97-98, með körfu frá Brent Barry. Eftir það tók Manu Ginobili yfir leikinn og annaðhvort var hann að skora sjálf- ur eða að gefa stoðsendingar. Það fór vel á því að hann skoraði síð- asta stigið í leiknum en það gerði hann af vítalínunni. Lokatölur urðu síðan 108-111 fyrir San Antonio Spurs, sem leiðir því 2-0 í einvíginu og hefur unnið báða leikina í Phoen- ix. Tim Duncan skoraði 30 stig og tók átta fráköst í liði Spurs, Manu Ginobili var með 26 stig og Tony Parker 24. Hjá Phoenix átti Amare Stoudemire stórleik með 37 stig og átta fráköst og Steve Nash var með 29 stig og 15 stoðsendingar. vbv@vbl.is Landsliðsþjálfaramir Ásgeir Sigur- vinsson og Logi Ólafsson völdu í gær landsliðið sem mætir Ungveijum og Möltu en leikimir fara fram á Laug- ardalsvelli laugardaginn 4. júní klukkan 18.05 og miðvikudaginn 8. júní klukkan 18.05. Heiðar Helguson verður í leikbanni í leiknum gegn Ungveijum. Tveir nýliðar em í hópn- um; Haraldur Freyr Guðmundsson, sem hélt til Noregs í vetur frá Kefla- vík, og Jóhannes Harðarson, sem hefur leikið ytra í nokkur ár. Þá em tveir leikmenn sem aðeins hafa einn landsleik að baki en hópurinn lítur annars svona út: ■ Markverðir: Fjöldi leikja Félag Árni Gautur Arason 44 Válerenga Kristján Finnbogason 19 KR Aðrir leikmenn: Brynjar Björn Gunnarsson 48 Watford Arnar Þór Viðarsson 36 Lokeren Eiður Smári Guðjohnsen 34 Chelsea Heiðar Helguson 34 Watford Pétur H. Marteinsson 35 Hammarby Tryggvi Guðmundsson 34 FH Indriði Sigurðsson 24 Genk Ólafur Örn Bjarnason 24 Brann Gylfi Einarsson 18 Leeds United Kristján Örn Sigurðsson 11 Brann Hjálmar Jónsson 9 Gautaborg Veigar Páll Gunnarsson 9 Stabæk Stefán Gíslason 4 Lyn Grétar Rafn Steinsson 3 Young Boys Gunnar Heiðar Þorvaldsson 1 Halmstad Kári Árnason 1 Djurgárdens Haraldur F. Guðmundsson 0 Aalesunds Jóhannes Þ. Harðarson 0 Start Real með 10 milljarða Del Piero fer hvergi VANTAR RAFViRKJA UPPL í SÍMA. -8991993- straumver@isl.is Stjóm Real Madrid hefur samþykkt að veita Vanderlei Luxemburgo þjálfara og Arrigo Sacchi, aðalfram- kvæmdastjóra félagsins, hvorki meira né minna en um 10 milljarða ís- lenskra króna til að kaupa leikmenn fyrir næstu leiktíð. Efstir á óskalista Real fyrir sumarkaupin em Cristano Ronaldo, leikmaður Manchester Un- ited, og Zlatan Ibrahimovic, leikmað- ur ítölsku meistaranna i Juventus. Margir aðrir leikmenn hafa verið nefndir til sögunnar á innkaupalista Real Madrid en þessir tveir em sagð- ir í algjömm forgangi á þeim lista. Luciemo Moggi, aðalframkvæmda- stjóri ítölsku meistaranna í Juvent- us, tilkynnti í gær að Alessandro Del Piero, leikmaður félagsins, væri ekki á fómm frá Juventus í sumar. Sögu- sagnir hafa verið á kreiki að undan- fómu um að Del Piero væri á fórom frá Juve en Moggi sagði að félagið þyrfti á öllum sínum bestu leikmönn- um að halda fyrir keppnina í ítölsku deildinni á næstu leiktíð, sem og í Meistaradeildinni. „Við erum ekki að fara að selja Del Piero, hann er meistari og vill bara vera í meistara- liði,“ sagði Moggi. Þá lét hann hafa eftir sér að Zlatan Ibrahimovic væri hvergi á förum frá Juve fyrir næstu leiktíð en vitað er af risatilboði frá Re- al Madrid sem var hafnað. Fréttatilkynning Opna Blend-gæöingamót Fáks 26.-29. maí Hestamannafélagið Fákur í Reykja- vík heldur opið gæðingamót nú um helgina. Mótið er haldið á félags- svæði Fáks í Víðidal og er eitt af stóm hestamótunum sem haldin eru í ár, keppt er í 11 flokkum og em skráðir þátttakendur alls 191. All- ir helstu knapar landsins koma til með að etja kappi og má þar nefna hina landskunnu knapa Sigurbjöm Bárðarson, Hinrik Bragason, Sigurð Matthíasson, Hafliða Halldórsson, Viðar Ingólfsson, Lenu Zielinski og Huldu Gústafsdóttir, svo einhveijir séu nefndir. Ekki má gleyma ungvið- inu og að öðmm ólöstuðum má nefna Valdimar Bergstað sem hefur sankað að sér verðlaunum undanfarið. Þá er ónefndur hestakosturinn sem m.a. státar af íslandsmeisturum, Reykja- víkurmeistumm, efstu hestum af síðasta Landsmóti og hæst dæmdu stóðhestum landsins. Mótið hefst í dag með undankeppni kl. 17 og heldur áfram á morgun kl. 17. Ungmennin byija svo á laugar- dagsmorguninn kl. 9 og eftir hádegis- hlé hefjast leikar kl. 14 með tölti. Svo byrjar úrslitakeppnin síðdegis á laug- ardag og stendur langt fram á kvöld. Fyrir þá sem hafa gaman af kappreið- um þá hefst skeiðkeppni kl. 17.30 á laugardag. Dagskrá -150 m skeið, 2 sprettir kl. 17.30 - 250 m skeið, 2 sprettir - Tölt, opinn flokkur.A úrslit kl. 20.00 - Tölt, meistaraflokkur, úrslit kl. 20.30 -100 m skeið kl. 21.15 A flokkur atvinnumanna (sæti 1-8) kl. 17.30

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.