blaðið

Ulloq

blaðið - 26.05.2005, Qupperneq 24

blaðið - 26.05.2005, Qupperneq 24
24 men 0STÍ fimmtudagur, 26. maí 2005 i blaðið eftir viðbrögðum þeirra og spurt þá hvemig standi á því að þeir hafi skrif- að frétt á ákveðinn hátt. Stundum hef ég fengið svör en aldrei fullnægjandi og stundum mjög ómálefnaleg, jafn- vel rætin og illkvittin, sérstaklega í einu tilviki. Þau viðbrögð sem ég hef fengið finnst mér í meginatriðum staðfesta það sem mann grunaði - að fjölmiðlar eru mjög tregir til að viður- kenna alvarleg mistök. Þeir eru fúsir til að viðurkenna smávægileg mistök eins og rangar myndbirtingar eða ef farið er rangt með smáatriði. Þegar bent er á stórvægileg mistök er nán- ast regla að menn segja að þeir standi við fréttina þótt hún sé augljóslega röng eða þá að þeir hreinlega svara ekki neinu. Fréttamenn gefa sig út fyrir að starfa samkvæmt siðareglum og hafa að markmiði að segja satt og rétt ffá en þegar þeim er bent á að þeim hafi ekki tekist það þá eru þeir mjög treg- ir til að gangast við því. Um það eru rakin dæmi í bókinni.“ J þessum pistlum gagnrýni ég og fjalla á gagnrýninn hátt um umfjöll- un fjölmiðla, kannski ekki á ósvipað- an hátt og fjölmiðlar fjalla á gagnrýn- inn hátt um stjómvöld og fyrirtæki og ýmsa aðila í samfélaginu," segir Olafur Teitur Guðnason blaðamaður. Bókin, Fjölmiðlar 2004, sem geymir vikulega fjölmiðlapistla hans úr Við- skiptablaðinu ffá árinu 2004, er ný- komin út. „Ég fylgist vel með fjölmiðlum og skrifa svo vikulegan pistil um það sem mér hefur fundist vera að í um- fjöllun þeirra og oftast um það sem er rangt í umfjölluninni eða sett ffam með mjög ósanngjörnum hætti,“ segir Ólafur Teitur. Alvarleg mistök ekki viður- kennd Um viðbrögð sem hann hefur fengið frá fjölmiðlamönnum vegna skrifanna segir hann: JÉg hef stundum feitað Framlad til ' nBB stésss&b. li Ji?;SlÉ Ólafur Teitur Guðnason. „Menn vilja ekki stunda gagnrýni vegna þess að það er prinsipp hjá þeim að kasta ekki steinum úr glerhúsi. Til hvers leiðir það? Það leiðirtil þess að gagnrýni er engin og sömuleiðis ekkert aðhald og menn kom- ast upp með þessi vinnubrögð.“ kolbrun@vbl.is Ekki hægt að treysta fjölmiðl- um Undirtill bókarinnar Fjölmiðlar 2004 er: Getur þú treyst þeim? „Svarið við þeirri spumingu er í rauninni nei,“ segir Ólafur Teitur. „í langflestum tilfellum er það sem kemur ffam í fjöl- miðlum rétt en röngu dæmin inni á milli, sem gerast í hverri viku, verða til þess að menn geta ekki treyst þeim. í mörgum tilvikum er um að ræða atriði sem er erfitt fyrir venju- legt fólk að átta sig á. Þeir sem eru í bestri aðstöðu til þess eru aðrir fféttamenn sem fjalla um málin og hafa lesið gögnin sem liggja að baki fféttinni. Það er nauðsynlegt að fjölmiðar veiti hver öðrum aðhald því þeir eru best til þess fallnir. Þótt samkeppni sé hörð á fjölmiðlamarkaði þá ríkir þar samstaða um að standa vörð um orðspor stéttarinnar. Menn vilja ekki stunda gagnrýni vegna þess að það er prinsipp hjá þeim að kasta ekki steinum úr glerhúsi. Til hvers leiðir það? Það leiðir til þess að gagnrýni er engin og sömuleiðis ekkert aðhald og menn komast upp með þessi vinnu- brögð. Slíkt er engum til gagns. Eg er óhræddur við að kasta stein- um úr glerhúsi. Ef enginn brýtur gróð- urhúsið myndast gróðurhúsaáhrif. í fjölmiðlum hafa myndast gróðurhúsa- áhrif. Þessi bók er ffamlag til að lofta út.“ Edgar Allan Poe. Sylvester Stallone mun leikstýra og skrifa handrit að kvikmynd um ævi þessa meistara hryllingsins. Stallone gerir mynd um Poe Það fór hrollur um margan bók- menntamanninn þegar fféttist að Sylvester Stallone hyggst gera mynd um ævi Edgars All- ans Poe. Stallone hefur sjálfur skrifað handritið og hyggst leik- stýra myndinni. Áætlað er að kvikmyndun hefjist í Evrópu í haust. Stallone mun ekki leika Poe. Hann hefur áhuga á að fá leikarann Robert Downey jr. til að leika þennan meistara hryll- ingsins. Burtfarar- tónleikar Helga Magnúsdóttir sópran verður með burtfarartónleika í Hallgrímskirkju, Suðursal, fóstudagskvöldið 27. maí. Helga hefur á undanfómum árum not- ið leiðsagnar Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur en aðrir söng- kennarar hafa verið Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ásrún Davíðs- dóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir og Ámi Sighvatsson. Á efnisskrá tónleikanna eru íslensk og er- lend sönglög, söngleikjalög og óperaaríur. Píanóleikari er Iw- ona Jagla. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Brot úr leikriti eftir Jack Kerouac, sem kom í leitirnar fyrir hálfu ári, verður birt í karlatímaritinu Best Life í júlí. Leikritið heitir Beat Gener- ation og var skrifað árið 1957, sama ár og hin fræga bók Kerouacs, On the Road, kom út. í leikritinu er lýst degi í lífi drykkjumannsins Jacks Duluoz, sem þykir minna um margt á höfund- inn. Kerouac skrifaði leikritið á einu kvöldi en það hefur aldrei verið sett á svið. Kvikmyndin Pull My Daisy, þar sem Allen Ginsberg lék aðalhlut- verkið, var byggð á þriðja þætti þess. Kerouac sendi leikritið til nokkurra framleiðenda sem allir höfnuðu því. Hann sendi það einnig til Marlons Brando en fékk engin viðbrögð frá stjömunni. Leikritið fannst í vöra- húsi í New Jersey en engin ákvörðun hefur enn verið tekin um að setja það á svið. Leiklestur á því er þó fyrir- hugaður í janúar á næsta ári í New York. Föstudaginn 27. maí heldur íslensk/ kanadíska jazztríóið Cold Front útgáfutónleika á Hótel Borg kl. 21. Cold Front er skipað þeim Bimi Thoroddsen gítarleikara, Steve Kirby bassaleikara og Richard Gillis trompetleikara. Tríóið gefur nú út sinn fyrsta disk. Hann inniheldur þekkt lög í bland við vandað frumsamið efni. Diskurinn er þegar kominn út í Kanada og hefur fengið mjög góðar viðtökur - var meðal annars valinn á spilunarlista kanadíska ríkisútvarpsins CBC, bæði hjá ensku- og frönskumælandi stöðvunum í Tórontó og Montreal. í kjölfarið fylgdi jákvæð umsögn í fréttablaði CBC, sem dreift er til allra útvarpsstöðva ríkisins í Kanada. Yfirmaður tónlistardeildar kanadíska ríkisútvarpsins hreifst mjög af Bimi og kallaði hann í umsögn sinni til dagskrárgerðarmanna „The amazing guitarplayer from Iceland". Metsölulisti - allafþjj^kur 1. Kleifarvatn - kiljá^p/? Arnaldur Indriðason 4‘N 2. Verk að vinna Geir Svansson - þýða) 3. Hveitibrauc James Patterson 4. Englar og djöflar - kilja Dan Brown 5. Hugmyndir sem breyttu heiminum Felipe Fernández-Armesto 6. Vísindabókin Ari Trausti Guðmundsson- þýðandi 7. Vel mælt Sigurþjöm Einarsson tók saman 8. íslandssaga í máli og myndum Árni Daníel Júlíusson og Jón, Ólafur ísberg 9. íslendingar Sigurgeir Sigurjónsson og Unnur Jökulsdóttir 10. Saga heimspekinnar Bryan Magee Listinn er gerður út frá sölu dagana 18.5.05-24.5.05 i Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum. í kvöld, fimmtudagskvöld, verður síðasta sýning á Híbýlum vindanna í Borgarleikhúsinu. Leikgerð Bjarna Jónssonar er eftir rómaðri skáldsögu Böðvars Guðmundssonar. Sagan, sem er hin fyrri af tveimur, segir frá íslendingum sem yfirgáfu ættjörðina á síðari hluta 19. aldar og leituðu að nýrri ff amtíð fyrir sig og sína vestan- hafs. 20 manna leikhópur fer með fjölmörg hlutverk í sýningunni en aðalhlutverkin era í höndum Bjöms Inga Hilmarssonar og Kötlu Margrét- ar Þorgeirsdóttur. Þórhildur Þorleifs- dóttir er leikstjóri sýningarinnar.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.