blaðið - 02.06.2005, Síða 6
fimmtudagur, 2. júní 2005 I blaðið
Helta vatnlð lækkar
Jón í Byko seldi
Verð á heitu vatni frá Orkuveitu
Reykjavíkur var lækkað um 1,5% í
gær. Alfreð Þorsteinsson, formaður
stjórnar Orkuveitunnar, segir þetta
vera gert til þess að standa við lof-
orð sem gefið var síðast þegar verð
á heitu vatni hækkaði. „Þessu var
lofað þegar heita vatnið var hækkað
eftir langt hlýindaskeið og nú er það
þannig að síðastliðinn vetur var ansi
kalt og meiri sala á heitu vatni en
við reiknuðum með. Það má segja að
lækkunin núna sé í raun 5% af því
að ekki verður af fyrirhugaðri hækk-
un upp á 3,5%,“ sagði Alfreð í samtali
við Blaðið. Aðspurður segist hann
ekki búast við því að verð á heitu
vatni muni í framtíðinni ráðast af
veðrinu. Orkuveitan hækkaði verð á
heitu vatni á síðasta sumri og sagði
það vera vegna þess að veður hafði
verið óvenju hlýtt.
Jón Helgi Guðmundsson í BYKO
seldi forráðamönnum íslandsbanka
hlutabréf í bankanum í gær. Bréfin
voru að andvirði 3,2 milljarða króna.
Þetta fullyrða heimildarmenn Blaðs-
ins. Um er að ræða 240 milljónir
hluta á genginu 13,3 eða 1,8% af
heildarhlutabréfum bankans.
Bjarni Ármannsson, forstjóri ís-
landsbanka, sagði í samtali við Blað-
ið að hópurinn liti á fjárfestingu í
bankanum sem áhugaverðan fjárfest-
ingarkost til lengri tíma. „Ekki eru
flóknari ástæður fyrir kaupunum en
þessar,“ sagði Bjarni.
Jón Helgi Guðmundsson vildi ekk-
ert gefa upp um málið þegar Blaðið
hafði samþand við hann í gær.
Aukin harka á vinnumark-
aði fjölgar öryrkjum
Öryrkjabandalag íslands hefur
gengið til samstarfs við dr. Stefán
Ólafsson um úttekt á högum öryrkja
á íslandi. Ástæðan er að ÖBÍ er
ósammála skýrslu sem Tryggvi Þór
Herbertsson vann fyrir Heilbrigðis-
ráðuneytið en hún var kynnt nú á
dögunum. Að mati bandalagsins eru
niðurstöðu þeirrar skýrslu of einsleit-
ar og þar komi meðal annars fram að
tekjur öryrkja verði að vera lágar til
að tryggja að þeim fjölgi ekki frekar.
Ennfremur að þar segi að hækkun
örorkubóta á undanfómum árum,
ásamt frjálslegri örorkumatsstaðh,
sé ástæða fyrir fjölgun öryrkja.
í samantekt sem ÖBI hefur sent
frá sér, þar sem niðurstöður skýrslu
Tryggva er mótmælt, segir m.a.
„Þetta sjónarhom er of þröngt og
loftkœling
.900 án vsk.
O?* ÍS-hÚSÍð 566 6000
felur í sér að kjör öryrkja megi helst
aldrei nálgast lægstu laun án þess
að samfélagslegur vandi hljótist af.“
Þar segir ennfremur að aukin harka
á vinnumarkaði sé ekki tekin til skoð-
unar í skýrslunni en hún hafi fjölgað
öryrkjum að undanförnu.
„í skýrslu Tryggva er komið fram
með þröngt hagfræðilegt sjónarmið
þar sem byggt er á að menn freistist
til að vera á bótum. Við erum ósam-
mála þessu, enda viljum við að tekjur
öryrkja séu tengdar við meðallaun en
ekki lægstu laun,“ sagði Emil Thor-
oddsen, formaður ÖBI, í samtali við
Blaðið.
óryrkjabanoálao TsÍanos
I skýrslunni er bent á að hækkun örorkubóta sé ekki eina ástæðan fyrir fjölgun öryrkja.
Markús
Örn
sendiherra
í Höfn?
Þrálátur orðrómur er um að Mark-
ús Örn Antonsson, útvarpsstjóri og
fyrrverandi borgarstjóri, muni senn
láta af starfi sínu hjá Ríkisútvarpinu
og taka við sendiherratign erlendis.
Heimildarmenn, sem Blaðið telur
áreiðanlega, staðfesta að þannig sé
í pottinn búið og sé Kaupmannahöfn
tíðust nefnd í því samhengi. Eins hef-
ur verið rætt um að Guðmundur Árni
Stefánsson verði sendiherra í Stokk-
hólmi. Búist er við því að tilkynning
um þessar breytingar berist frá Utan-
ríkisráðuneytinu innan skamms.
Markús Örn verst allra frétta þeg-
ar hann er inntur eftir sannleiksgildi
þessa. „Ég segi nú bara eins og Guð-
mundur Árni, að ég kem af fjöllum."
Markús kannast við umræðuna um
fremd hans innan utanríkisþjónust-
unnar en segir hana hreint ekki nýja
af nálinni. „Ég heyrði fyrst um þetta
fyrir tíu árum, minnir mig, en það
hefur ekki gengið eftir enn.“
Símaleysi LSH:
Gagnatap
Blaðið hefur heimildir fyrir því að
gagnatap hafi orðið í fyrradag þegar
netkerfi Landspítala-háskólasjúkra-
húss lá niðri í fimm klukkutíma.
Jóhannes M. Gunnarsson, lækninga-
forstjóri sjúkrahússins, sagðist ekki
geta svarað fyrir þetta en að til væru
afrit af öllum skjölum þótt stundum
væri smáþraut að finna allt. Hann
sagði að í fyrrakvöld hafi fólk unnið
fram eftir til að vinna upp þann tíma
sem tapaðist.
Blaðið veit til þess að fólk sem átti
pantaða tíma í meðferðir sé ekki leng-
ur skráð í kerfið hjá LSH. Ekki náðist
í Ingólf Þórisson, framkvæmdastjóra
tækni og eigna sjúkrarhússins áður
en Blaðið fór í prentun í gærkvöldi.B
LANDSPÍTALI
HÁSKÓLASJ ÚKRAHÚS
Sumarmarkað-
ur geðdeilda
í dag er haldinn árlegur sumarmark-
aður iðjuþjálfunar geðdeilda á Land-
spítala við Hringbraut milli klukkan
12 og 15.30 síðdegis. Markaðurinn
er haldinn í anddyri geðdeildarhúss
LSH við Hringbraut. Að venju verða
þar vandaðar handunnar vörur á
vægu verði, úrval leirmuna og vörur
unnar á trésmíðaverkstæði og sauma-
stofu. Ágóði sölunnar rennur til starf-
semi iðjuþjálfunar en þangað koma
bæði sjúklingar af geðdeildunum við
Hringbraut og fólk utan úr bæ í end-
urhæfingu. ■
Traust
drattarbeisli
Ásetning á staðnum.
vlKURVAGNAR EHF,
YW
Vikurvagnar ehf • Dvergshöfða 27
Sími 577 1090 • www.vikurvagnar.is
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson (Villi
Þór) opnaði í gær nýja hársnyrtistofu
að Lynghálsi 3 í Reykjavík. Þetta
er svo sem ekki í frásögur færandi
nema að því leyti að fyrsti viðskipta-
vinurinn á nýjum stað hét Lord og
er hestur í eigu Viðars Halldórsson-
ar í Gúmmívinnustofunni. „Þar sem
það er hestabúð hérna við hliðina á
mér fannst mér þrælgóð hugmynd
að klippa hross sem fyrsta viðskipta-
vin,“ sagði Villi Þór í samtali við Blað-
ið. Hann segist ekki búast við því að
gera þetta aftur þótt hann útiloki
ekkert. Villi gerði þetta reyndar áður
þegar stofan hans, Hársnyrting Villa
Þórs, var í Ármúla og gekk það svo
vel að hann ákvað að prófa þetta aft-
ur núna. Aðspurður sagði Villi fyrsta
viðskiptavininn ekki hafa verið til
vandræða. „Nei, nei, hann þurfti ekki
einu sinni á klósettið," sagði hann og
sneri sér brosandi að næsta viðskipta-
vini - sem hneggjar ekki.