blaðið - 02.06.2005, Síða 8
8 heilsa
fimmtudagur, 2. júní 2005 I blaðið
Kalk mikilvægt fyrir MS sjúklinga
Calcium EAP nú fáanlegt á íslandi
MS er sjúkdómur í miðtauga-
kerfinu sem hefur, að mismiklu
leyti, áhrif á taugaboð í heilanum,
mænunni og sjóntaugum. Sjúk-
lingar missa þrek og mikið getur
dregist úr hreyfihæfni, skynjun
og hugsun. Sjúkdómurinn hef-
ur valdið miklum heilabrotum
innan læknisfræðinnar frá því
honum var fyrst lýst af franska
taugasjúkdómalækninum Charc-
ot árið 1868. Miklar rannsóknir
hafa verið gerðar á þessum dul-
arfulla sjúkdómi, sem getur með
tímanum skemmt miðtaugakerfi
sj.Úklinga, en orsakir og lækning-
ar eru enn óljósar.
Efni sem styrkir
frumuveggi sjúklinga til
muna
Frá árinu 1964 hafa Þjóðverjar
notað efnið Calcium EAP á MS
sjúklinga, auk þess sem krabba-
meinssjúklingar náðu undraverð-
um árangri með notkun þess.
Beinbrot sjúklinga sem tóku inn
efnið urðu fátíðari, auk þess sem
þrekið jókst. Nú er svo komið að
hægt er að nálgast þetta kalk hér
á landi en MS sjúklingar þeir sem
tekið hafa inn efnið segja mikinn
mun á líðan sinni og inntakan
reynist yfir höfuð með eindæmum
vel. Hans Nieper, þýskur læknir
og vísindamaður, hefur farið mik-
inn í kynningu á kalkinu en það
sem hann hefur hvað mest bent
á í þessu samhengi er styrking
frumuveggjanna. Efnið styrkir
varnarkerfi líkamans og byggir
upp frumuhimnurnar en það hef-
ur mjög góð áhrif á þá sem veikir
eru. Fólk býr yfir aukinni orku,
beinþéttni eykst og þreyta og
slen verður fátíðara, en tekið skal
fram að kalk þetta hjálpar einnig
langveikum nýrnasjúklingum,
krabbameinssjúklingum, asma-
og nýrnasjúklingum, auk þess
sem það veitir vörn vegn vírus-
sjúkdómum, háum blóðþrýstingi,
blóðtappamyndun og fleiru.
Calsium EAP fæst í Yggdrasil
Undirbúningur fyrir
Reykjavíkurmaraþon
Boðið er upp á undirbúning fyrir Reykja-
víkurmaraþonið árlega, nú eins og í fyrra,
þar sem þátttakan var gífurleg þá. Allir
sem áhuga höfðu gátu mætt og komið sér
í gott sumarform en flestir áttu það sam-
eiginlegt að ætla sér að hlaupa sjö eða
tíu km í Reykjavíkurmaraþoni. Þörfin var
greinilega til staðar þar sem um 100 manns
mættu á þessar sameiginlegu æfingar allt
sumarið. Núna á að endurtaka leikinn og
bjóða upp á svipaðan hlaupahóp í sumar.
Undirbúningshópar verða fyrir tíu km
hlaup í Íslandsbanka-Reykjavíkurmara-
þoni og er öllum fijálst að skrá sig í hópa.
Hóparnir munu æfa tvisvar í viku undir
leiðsögn þjálfara en allir þátttakendur fá
hlaupahandbókina Hlaup eftir Gunnar Pál
Jóakimsson, og æfingaáætlanir vikulega
fram að hlaupi, auk þess sem þeim munu
bjóðast sérkjör á ýmsu tengdu hlaupaþjálf-
un. Skráning fer fram á www.isb.is/marat-
hon. Skráningarkostnaður er enginn.
Morgunmatur
mikilvægasta máltíð dagsins
ítrekaðar rannsóknir leiða í Ijós nauðsyn morgunmatar
halldora@vbl.is
Mikið hefur verið talað um nauð-
syn morgunmatar undanfarin ár
en nú segjast vísindamenn í Banda-
ríkjunum hafa gert rannsóknir sem
styðja þessa tilgátu. „Þetta er sér-
staklega mikilvægt fyrir böm en
með morgunmat geta þau viðhaldið
eðlilegri þyngd, auk þess sem þeim
gengur betur í
skóla. Við emm
búin að rannsaka
þetta í gríð og
erg undanfarin
misseri og erum
komin með þetta
alveg á hreint.
Morgunmatur
er mikilvægasta
máltíð dagsins,"
segir Gail Ram-
persaud, yfir-
maður rannsókn-
anna, en hann
segir líka að
fullorðnir þurfi einnig á næringu að
halda á morgnana. Að sleppa morgun-
mat dragi úr atorku, einbeitingu og
allri líkamsstarfsemi. Þá hafi þetta
mikil áhrif á andlega líðan og næring-
arástand í heild sinni. Rampersaud
hefur, ásamt kollegum sínum, óspart
lýst yfir niðurstöðum rannsóknanna
og hefur hvatt fólk til vakningar í
þessum efnum.
---------
Að sleppa
morgunmat
dregur úr
atorku, ein-
beitingu og
allri líkams-
starfsemi.
Heilsuhlaup
Krabbameins-
félagsins í dag
Hildur Vala Idol-stjarna ræsir hlauparana
Krabbameinsfélagið efnir í dag til
Heilsuhlaups fyrir almenning þar
sem hægt er að velja um þriggja kíló-
metra skokk, göngu frá húsi félagsins
að Skógarhlíð 8 og að Öskjuhlið og til
baka, eða tíu kílómetra hlaup suður
fyrir Reykjavíkurflugvöll og til baka.
Hlaupið hefst stundvíslega kl. 19.
Þetta er í 18. sinn sem félagið heldur
hlaupið en í ár verður leiðum breytt
frá því sem áður var vegna fram-
kvæmda við færslu Hringbrautar.
Tími hvers og eins verður mældur og
verða verðlaun veitt fyrir fyrsta sæt-
ið í karla- og kvennaflokki í hveijum
aldursflokki. Kristján Ársælsson þol-
fimimeistari sér um upphitun fyrir
hlaupið en það verður Idol-stjarnan
Hildur Vala Einarsdóttir sem kemur
til með að ræsa hlauparana. Von er
því á mikilli og góðri stemmningu en
hlaupin hafa tekist vel í gegnum árin
og notið vinsælda. Forskráning er á
Hlaupasíðunni (hlaup.is) en annars
er hægt að skrá sig í dag hjá Krabba-
meinsfélaginu í Skógarhlið 8 frá kl.
8-18. Þátttökugjald er 500 krónur
fyrir 14 ára og yngri en 1.000 krónur
fyrir 15 ára og eldri. Allir þátttakend-
ur fá bol, auk þess sem viðurkenning-
arpeningar verða veittir fyrir þá sem
ljúka hlaupinu.
Góð áhrif
T rönuberjasafa
Þvagfærasýkingar hafa aukist síðustu árin
Rannsóknir í Bretlandi hafa
leitt í ljós að trönubeijasafi hefur
mjög góð fyrirbyggjandi áhrif á
þvagfærasýkingar hvers konar.
Sýkingar í þvagfærum hafa aukist
mikið á undanfórnum árum en kon-
ur eru ríkjandi meðal sjúklinga.
Fyrir mörgum áratugum var sýnt
fram á góð áhrif trönubeijablöndu
á líkamann en nú þykir staðfest
að þar séu mestu áhrifin á bólgur
og sýkingar í þvagfærum, eftir að
gerð var rannsókn á tveimur hóp-
um, samanburðarhópi og tilrauna-
hópi. Eftir að hafa drukkið trönu-
berjasafa á hveijum degi í hálft ár
sýndi tilraunahópurinn mun betra
ástand á þvagfærum en fyrir rann-
sóknina en samanburðarhópurinn
stóð í stað og sýktist auðveldlega.
Hálfu ári eftir rannsóknina var til-
raunahópurinn enn betur settur og
ólíklegur til sýkingarhættu en það
rennir stoðum undir langvarandi
áhrif drykkjarins. Ekki er hægt
að gera ráð fyrir að trönuberjasafi
lækni áður smitaða en ljóst er að
fyrirbyggjandi áhrifin eru mikil.
Þar sem mörgum þykir safinn
rammur er mælt með að hann sé
hristur í blandara með ísmolum.