blaðið - 02.06.2005, Síða 22

blaðið - 02.06.2005, Síða 22
fimmtudagur, 2. júní 2005 I blaðið Rijkaard vill fá Henry Frank Rijkaard, þjálfari spænska liðsins Barcelona, hefur sagt við sína menn að hann vilji fá Frakkann Thierry Henry fyrir næstu leiktíð. Spænska blaðið Marca sagði í gær að Rijkaard hafi verið boðið að fá Patrick Vieira en hann hafi sagt nei takk við því. „Látið mig fá Henry,“ hafi verið viðbrögð Rijkaardd. Joan Laporta, forseti Barcelona, lýsti því yfir fyrir nokkru að hann ætlaði sér að reyna allt hvað hann gæti til að fá Henry til Barcelona. Laporta lét hafa eftir sér að ekkert lið gæti stöðvað Ronaldinho, Samuel Eto'o og Thierry Henry og það verður að segjast eins og er að karlinn hefur töluvert fyrir sér, að minnsta kosti svona fyrirfram. Figo til Middles- brough? Svo gæti farið að Luis Figo, sem leikið hefur með spænska stórlið- inu Real Madrid, leiki með enska úrvalsdeildarliðinu Real Madrid á næstu leiktíð. Steve McClaren, framkvæmdastjóri enska liðsins, hefur lengi haft áhuga á að fá Figo í sitt lið og nú virðist sem tækifærið sé að renna upp því búist er við að Florentino Perez, forseti Real Madrid, veiti Figo frjálsa sölu [ sumar. Sjálfur hefur Figo sagt að hann vilji mjög gjarnan leika með liði í Englandi áður en hann hættir knattspyrnu. vbv@vbl.is Meistarar Detroit Pistons jöfnuðu metin gegn Miami Heat í úrslitum Austurdeildar NBA-körfuboltans. Liðin mættust í fjórða leiknum í Au- burn Hills í Detroit og staðan í hálf- leik var 60-46 fyrir Pistons. Miami kom aðeins til baka í þriðja leikhluta og vann hann 19-23 en nær komust gestimir ekki og lokatölur urðu 106- 96. Rasheed Wallace átti mjög góðan leik með 20 stig og lét fréttamenn heyra það eftir leikinn en frétta- menn í Bandaríkjunum hafa velt sér upp úr því að undanfórnu að Larry Brown, þjálfari Detroit, sé á fórum til Cleveland eftir leiktíðina. Richard Hamilton var með 28 stig og átta stoðsendingar og Chauncey Billups var með 17 stig og sjö stoðsendingar fyrir Detroit. Hjá Miami var Dwayne Wade sá eini sem eitthvað kvað að fyrir alvöru en hann var með 28 stig og sex stoðsendingar. Shaquille O 'Ne- al vill örugglega gleyma þessum leik sem allra fyrst því hann var aðeins með 12 stig og fimm fráköst á 25 mín- útum. Hann lék mjög illa - hitti illa og frákastaði lítið, auk þess að vera pirraður og lenti því í villuvandræð- um snemma. Staðan er því jöfn, 2-2, í einvígi liðanna. Næsti leik- ur fer fram á heima- velli Miami Heat. / O 9 « Golfmot Marksins Kiðjabergi, 4.júní Verdlaun: 10 fyrstu sætin. Besta brúttóskor karla. Besta brúttóskor kvenna. Næstur holu á öllum par 3 brautum. Lengsta drive á 4. braut. Einnig verður dregið úr skorkortum við verðlaunaafhendingu. lCELANDAlR Þann 4. júní verður haldið eitt glæsilegasta mót sumarsins á ný stækkuðum Kiðjabergsvelli í Grímsnesi. Mótið verður Stableford punktakeppni 7/8. Skráning og nánari upplýsingar eru á www.golf.is eða í síma 486 4495. ZO' M4RKK) www.markld.ls • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 Chelsea og Cole sek Enska úrvalsdeildarliðið Chelsea, Peter Kenyon stjómarformaður og Jose Mourinho, ásamt Ashley Cole, leikmaður Arsenal, voru í gær fundnir sekir um að hafa brotið lög og reglur hvað varðar samskipti leik- manna á samningi og annars félags. Áðumefndir aðilar, ásamt umboðs- mönnunum Pini Zahavi og Jonathan Bamett, hittust á veitingastað í Lund- únum í janúar síðasliðnum. Arsenal gerði athugasemd við þetta og enska knattspymusambandið tók málið upp og komst að þeirri niðurstöðu í gær að aðilar málsins hafi staðið ólög- lega að því. Umboðsmenn aðilanna verða ekki dæmdir í málinu þar sem þeir falla ekki undir lög enska knatt- spymusambandsins. Forráðamenn Chelsea, Peter Kenyon og Jose Mour- inho, og Ashley Cole, geta átt von á hárri sekt, eða allt að 250.000 sterl- ingspundum, sem er jafnvirði um 31 milljónar íslenskra króna.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.