blaðið - 02.06.2005, Síða 24

blaðið - 02.06.2005, Síða 24
fimmtudagur, 2. júní 2005 I blaðið 24 mennin Nokkur grömm af einlægni kolbrun@vbl.is „Ég vigtaði myndimar á sýningunni og þær em samtals 21.000 grömm. Skemmtileg tilviljun að líkaminn léttist um 21 gramm þegar við deyj- umsegir Elín Anna Þórisdóttir, sem sýnir verk sín á veitingastaðnum Gal- ileo í Hafharstræti 1. Þetta er fýrsta einkasýning Elínar Önnu og verkin vinnur hún úr pappa, tré, málningu og vinnuvélalakki. *Ég grnnna tré og pappírsplöt- ur. Plötumar liggja á jörðinni og ég stend yfir þeim og læt lakk leka á þær. Ég er eiginlega að teikna mynd- ir með lakkinu. Ég næ ekki að stjóma nákvæmlega hvemig það lekur, sem verður til þess að eitthvað óvænt og spennandi gerist á milli mín og verks- ins,“ segir Elín Anna um vinnslu verk- anna. „Sumar myndimar hafa verið í kollinum á mér í einhvem tíma en aðrar verða til alveg óvart í einhvers konar flæði. Kannski spretta þær úr undirmeðvitundinni. Það kom sjálfri mér skemmtilega á óvart að á mynd- fletinum vora að birtast hlutir sem við þekkjum úr hversdagsleikanum. Eins ogtil dæmis þvottavél eða sokka- buxur. Það er mikilvægt að mynd- imar komi fram áreynslulaust því annars verða þær tilgerðarlegar. Ég upplifi þær sjálf sem nokkur grömm af einlægni, munúð og kímni.“ Sýningin er í Lista-kjallaranum í kjallara Galileos. Lista-kjallarinn stefnir að mánaðarlegum listasýning- um og er markmiðið að halda 12 sýn- ingar á ári. öllum hstamönnum er fijálst að sækja um sýningaraðstöðu fyrir verk sín. Stefnt er að því að á öllum opn- unum verði lifandi tónlist frá hinum ýmsu listamönnum. Sýningin stendur til 25. júní. [aaðWGjindi_______________ Elín Anna Þórisdóttir. „Þaö er mikilvægt að myndimar komi fram áreynslulaust því annars verða þær tilgerðarlegar. Ég upplifi þær sjálf sem nokkur grömm af einlægni, munúð og kímni.“ Umsjónarmenn Westminster Abbey hafa gefið út sérstakan bæklingtilferðamannaþarsemer að finna leiðréttingar á nokkrum atriðum í metsölubókinni frábæra, Da Vinci lyklinum. Allt frá því Westminster Abby kom við sögu í Da Vinci lyklinum hafa fýrirspumir dunið á leiðsögumönnum frá áhugasömum ferðamönnum í skoðunarferð. í Da Vinci lyklinum kemur fram að málmleitartæki séu í Westminster Abbey, sem er rangt, og sömuleiðis er ekki rétt að gestir geti farið með látúnseftirprentanir út úr byggingunni. Þriðja missögnin í bókinni varðandi Westminster Ahbey er að Alexander Pope hafi flutt minningarorð við jarðarfór Isaac Newton. Da Vinci lykillinn hefur selst í rúmlega 20 milljónum eintaka. Kvikmynd með Tom Hanks er í vinnslu en umsjónarmenn Westminster Abbey hafa meinað kvikmyndafélaginu að kvikmynda á lóðinni. Goðsögnin um Pavlik Ekkert lát er erlendis á útkomu athyglisverðra bóka um Stalíntím- ann. Ein þessara nýju bóka nefn- ist Comrade Pavlik - The Rise and Fall of a Soviet Boy Hero og er eftir Catrionu Kelly. í athygl- isverðri bók rannsakar hún mál Pavliks Morozov, sem varð hetja á Stalíntímanum fyrir að framselja fóður sinn til yfirvalda. Pavlik, sem bjó ásamt fjölskyldu sinni í þorpinu Gerasimovka, var illa læs táningur, ekki vel gefinn og kann að hafa þjáðst af andlegu ójafnvægi. Árið 1931, þegar hann var tólf ára, fór hann til yfirvalda og sagði fóður sinn vera andbylt- ingarsinnaðan og bað um að þessi óvinur ríkisins yrði fangelsaður. Það var gert en síðar myrtu ættingj- ar Pavlik sjálfan og níu ára gaml- an bróður hans, að því er virðist í hefndarskyni. Kelly, höfundur bókarinnar, hafði aðgang að málskjölum og komst að því að faðir Pavliks var ofbeldisfullur drykkjumaður, sem kann að hafa leitt til þess að sonur hans sagði til hans. Á Stalíntímanum varð Pavlik að hetju. Um hann voru sagðar sög- ur, ort ljóð, gerð leikrit, ópera og kvikmynd. Götur og skólar voru nefnd eftir honum og af honum reist stytta. Hann varð einn af písl- arvottum byltingarinnar. Drengur sem hafði skilið mikilvægi bylting- arinnar og álitið hana meira virði en líf fóður síns. Frumkvæði hans þótti lofsverð og til eftirbreytni í ríki Stalíns. Hann varð sönn fyrir- mynd sovéskra barna. Kelly rekur þessa sögu í bók sinni og segir sögur af börnum og ung- lingum sem fóru að dæmi Pavliks og framseldu foreldra sína í hendur yfirvalda. ■ The.Rise and Fall of a Soviet Boy Hero éATRIONA KELL' á m r -c; 1 .* ■ 0 ■0’4 r URVALIÐ Opið virka claga kl. 9~I8, laugard. 1?~16 og sunnud. , TANGARHOFÐA 1 ■ SIMI 557 7720 ■ vihurverlt.is Sögur til að leysa Út er komin bókin, Leyfðu mér að segja þér sögu... eftir argentíska sálfræðing- inn Jorge Bucay. Jorge er margfaldur metsöluhöfundur og hafa bækur hans verið gefiiar út í 20 löndum víðs vegar um heiminn og selst í yfir þremur millj- ónum eintaka. Demián er fovitinn en áhyggjufullur ungur maður sem langar að vita meira um sjálfan sig. Hann leitar ráða hjá Jorge - „þeim feita“ - harla óvepjulegum sálfræðingi sem hjálpar honum að tak- ast á við lífið og finna svör við áleitnum spumingum. Til þess beitir sálfræðing- urinn afar persónulegri aðferð. Á hveij- um degi segir hann honum sögu. Hann endurspeglar sígildar sögur úr nútíð eða fortíð til þess að hjálpa unga manninum að leysa vandamál sín. í bókinni fléttar höfimdurinn, sál- fræðingurinn Jorge Bucay, flestu því sem mannlegt getur talist, inn í sögur af ýmsu tagi, enda fullyrðir hann að það sé besta leiðin til þess að læra á lífið. María Rán Guðjónsdóttir þýddi úr spænsku. vandamál JORGE BUCAY LEYFÐU MÉR AÐ SEGJA ÞÉR SÖGU... Scigurnar sem kenndu mér aö lifa PP FORI.AG Metsölulistin - allar bækur m! 1. Kleifarvatn - kilja Arnaldur Indriöason 2. Hugmyndir sem breyttu heiminum Felipe Femández-Armesto 3. íslandsaga A-Ö Einar Laxness 4. Útivistarbókin Páll Ásgeir Ásgeirsson 5. Vísindabókin Ari Trausti Guömundsson - þýöandi 6. Alkemistinn - kilja Paulo Coelho 7. íslendingar Sigurgeir Sigurjónsson og Unnur Jökulsdóttir 8. Viska fyrir okkar öld Helen Exley tók saman 9. Verk að vinna Geir Svansson - þýöandi 10. Hveitibrauðsdagar - kilja James Patterson Listinn er geröur út frá sölu dagana 25.5.05- 31.5.05 i Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.