blaðið - 02.06.2005, Side 30

blaðið - 02.06.2005, Side 30
30 hver & hvar; fimmtudagur, 2. júní 2005 I blaðið SMÁ bxjrtycurÍAvn/... Bókstafstrú er ótrúlega leiðin- legt fyrirbæri og virðist það í síauknum mæli tröllríða sam- félögum heimsins. Það er með ólíkindum þegar fólk er svo rú- ið hugmyndaflugi að einungis ein möguleg merking setningar eða orða hvarflar að því og að- eins hún telst viðurkennd. Rétt- trúnaður plagar ekki einungis þá sem halda að Biblíuna eða önnur trúarrit þurfi að lesa staf fyrir staf svo leyndardóm- ur helgidómsins fari ekki for- görðum heldur einnig þá sem í daglegu lífi. telja að til að fyr- irbyggja misskilning beri að fara varlega í túlkanir á orðum náungans. Rétttrúnaður er í reynd til marks um minnimátt- arkennd og takmarkað sjálfs- traust. Bókstafstrúarmenn eru þeir sem með engu móti treysta sér til skapandi hugsunar eða nýjunga. Bókstafstrúarmenn eru þeir sem standa framförum fyrir þrifum og þeir sem aldrei munu skilja leyndarmál helgi- dómsins. Þetta ber að taka bókstaflega. Ellý Armanns: Stelpan með tarot-stokkinn í skólatöskunni EllýÁrmannsdóttir þula, sem held- ur úti hinum vinsæla vef spámaður. Í8, mun sjá um nýja stjömuspá fyrir Blaðið. Ellý mun þar spá í merkin út frá nýrri nálgun og ýmsum forsend- um, stjömum, tarot, stað og stund, legu jarðar, árstíðum og fleiru. „Já, við ætlum að skipta stjömuspánni upp í tilfinningar og velgengni og skoða ýmislegt sem lýtur að öðm en bara tilfinningum og skoða líka markmið og fjármál," segir Ellý. Felldi grímuna Ellý hefur lengi haft áhuga á and- legum málefnum og stjörnuspeki og segir að hann hafi vaknað þegar hún var á bamsaldri. „Þá var ég stelpan með tarot-stokkinn í skólatöskunni og einhvem veginn þróaðist þetta út frá því. Fyrst skammaðist ég mín svolítið fyrir þennan áhuga og þess vegna nefndi ég vefinn Spámaður svo enginn vissi hver væri á bak við hann. Svo vom allir að spyrja og vef- urinn varð mjög vinsæll og þá ákvað ég að láta grímuna falla." Draumráðningar Það urðu tæknileg mis- tök í vikunni sem urðu til þess að stjörnuspá- in kom ekki inn á vefinn og í kjölfarið rigndi tölvu- pósti frá vonsviknum lesendum yfir Ellý. Vefurinn nýtur vaxandi vinsælda en þar em auk annars efnis hin sívinsælu íslensku spá- dómsspil. Ellý hefur einnig ýmislegt nýtt ívændumfyr- ir lesendur vefsins. Með- al annars vinnur hún að gagnagmnni fyrir draumaráðn- ingu. „Ég ligg yfir þessu á kvöldin en gronnurinn verður uppflettirit til draumaráðninga á netinu. Þarna verður hægt að fletta upp ýms- um táknum, atburðum og aðgerð- um, auk lita, og finna út hvað þeir tákna.“ Nýja stjömuspáin, þar sem Ellý spáir í stjörnumar, birtist í blað- inu á morgun og á næstu missemm mun Ellý brydda upp á ýmsum nýj- ungum í Blaðinu. Fyrst skammað- ist ég mín svolítið fyr- ir þennan áhuga og þess vegna nefndi ég vefinn Spámaður svo enginn vissi hver væri á bak við hann. Firöi Hafnarfirði • Sími 565 0073

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.