blaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 8
miðvikudagur, 8. júní 2005 I blaðið
8 erlent
Forseti Bólívíu segir af sér
Caílos Mesa, forseti Bólivíu, sagði af
sér í dag í kjölfar mikilla mótmæla
í landinu vegna nýtingar náttúruauð-
linda, en 80.000 mótmælendur höfðu
safnast saman í kringum forsetahöll-
ina. Fulltrúar stjómarandstöðunnar
efuðust um lögmæti afsagnarinnar
og bentu til þess þegar Mesa sagði síð-
ast af sér, 7. mars, en þá ógilti þingið
afsögnina örfáum klukkustundum
síðar. Mótmælendur vilja þjóðnýta
náttúruauðlindir Bólivíu en landið
er næst-gasríkasta landið í álfunni
á eftir Venezúela. Bólívíska þingið
setti nýverið lög sem juku verulega
hlut landsins af framleiddu gasi. Er-
lend stórfýrirtæki sögðu lögin nálg-
ast þjófnað en mótmælendur sögðu
sínum kröfum um fulla þjóðnýtingu
ekki fullnægt. Stöðugleiki hefur
ríkt í Bólívíu undanfarin 20 ár, en
þá voru gerðar miklar ráðstafanir,
meðal annars til þess að glíma við
24.000% verðbólgu. Nú virðist þolin-
mæði fólks vera á þrotum og alls kost-
ar óljóst hvað tekur við. ■
Hryllingur á herteknu svæðunum.
Mannfall í
Palestínu
Fjórir Palestínumenn og einn
kínverskur verkamaður voru
drepnir í gær í verstu ofbeld-
ishrinu sem riðið hefur yfir
herteknu svæðin síðan afar við-
kvæmt vopnahlé komst á í janú-
ar. Þrír Palestínumannanna
voru skotnir til bana í lögreglu-
aðgerðum ísraelsmanna en með-
al þeirra var Mraweh Khaled
Kamil, svæðisleiðtogi Islamie
Jihad-samtakanna. Samtökin
stóðu fyrir hefndaraðgerðum
nokkrum klukkutímum seinna
er þau réðust að gróðurhúsi með
sprengjuvörpu. I árásinni lét-
ust palestínskur og kínverskur
verkamaður. Óvíst er um fram-
tíð vopnahlés á herteknu svæð-
unum.
19 létust í írak
Alda bílsprengja gekk yfir ír-
ak í gær. Alls sprungu fimm
sprengjur en 19 manns létust
og 70 særðust. Fjórar sprengj-
ur sprungu í eða nálægt Ha-
wija í N.-írak sem er nálægt
hinni mikilvægu olíumiðstöð
Kirkuk. Ekkert lát er á óeirð-
um í írak en síðan 28. apríl
hafa rúmlega 800 írakar og 88
bandarískir hermenn látið lífið
í árásum af ýmsu tagi.
írakar líta yfir bílhræ eftir
sprengingu.
Norðmenn fagna 100 ára
sambandsslitum og heilsu konungs
Mikill mannfjöldi safnaðist saman
til þess að hylla Harald Noregskon-
ung er hann ferðaðist niður Karl
Johan breiðgötuna til að taka þátt í
athöfn vegna 100 ára afmælis sam
bandsslitaNoregs og Svíþjóðar. Þetta
er fyrsta embættisverk Haralds eftir
hjartaaðgerð og mannfjöldinn fagn-
aði endurkomu hans vel. Fámennur
hópur mótmælanda reyndu að stöðva
ferð konungs niður Karl Johan, en
þeim tókst ekki að varpa skugga
á hátíðahöldin. Mikið hefur verið
haldið uppá hátíðina í Noregi, og
höfðu norskir fjölmiðlar orð á því að
þetta væri næstum eins mikilúðlegt
og þjóðhátíðardagurinn.
ESB
fjárlög gætu tekið kipp
Góð ráð Junckers em dýr.
Slæmar niðurstöður úr þjóðarat-
kvæðagreiðslum um stjórnarskrár
kunna að auka líkur á að samið verði
um fjárlög ESB frá 2007-2013, en
leiðtogar ESB-ríkjanna þurfa nauð-
synlega á meðbyr að halda. Drög að
fjárlagasamningi virðast runnar und-
an rifjum Junckers, forsætisráðherra
Lúxemborgar. Juncker hefur nýtt
sér veika samningsaðstöðu leiðtog-
anna til þess að reyna að knýja fram
samninga. Samkomulag er þó enn
langt undan því leiðtogarnir gæta
hagsmuna þjóða sinna grimmt. Þó
hafa leiðtogar Evrópuríkjanna fáa
valkosti - ef þeir sameinast ekki um
eitthvað fyrir jdirvofandi fund 16.-17.
júní gæti trúin á sameinaða Evrópu
snarminnkað.
Maóistar
biðjast afsökunar,
hefja rannsókn
Mistök hjá Maóistum kostuðu 38
mannslíf
Fulltrúi maóista í Nepal hefur
beðist afsökunar á jarðsprengj-
unni sem drap 38 manns í Nepal
í gær. „Alvarleg mistök urðu til
þess að sprengja frá frelsisher
fólksins, sem miðað var gegn
konungshernum, sprakk og varð
fólkinu að fjörtjóni," sagði Pra-
chanda, fulltrúi maóista. Hann
bætti því við að rannsókn stæði
yfir á því hvort um skemmdar-
verk innan raða frelsishersins
væri að ræða.
Uppþot
í Eþíópíu
Eþiópskir öryggisverðir beittu
stúdenta, sem mótmæltu þing-
kosningum 15. maí ofbeldi, en
stúdentamir hafa haldið því
fram að kosningarnar hafi farið
ólöglega fram. Mótmæli leystust
upp í átök eftir að um 100 náms-
menn við tækniháskóla reyndu
að standa fyrir mótmælagöngu
en voru þvingaðir til að halda
kyrru fyrir á skólalóð sinni af
óeirðalögreglu og herliði. Lög-
regla gekk hart fram til þess að
kveða niður mótmæli stúdenta.
Tony Blair ræöir við Bush
Biður Bush
ekki um
aðstoð
Tony Blair gaf eftir eitt af lykil-
málum fyrir skyndifund sinn við
George W. Bush áður en hann
settist upp í flugvélina til Wash-
ington. Blair stefndi að því að
ná Bush á sitt band í að safna
fé fyrir Afríkuþjóðir á alþjóða
fjármálamörkuðum. Þessi áætl-
un, sem nefnist IFF (Interna-
tional Finance Facility) hefur
fallið í grýttan jarðveg hjá Bush,
en hann segir IFF „ekki sam-
ræmast fjárhagsáætlunarferli"
Bandaríkjanna.
Gagntilboð frá
Bandaríkjastjórn
Bush mun þó ráðstafa 674 millj-
ónum dollara aukalega til mann-
úðarstarfs í Afríku ofan á þá 1,4
milljarða dollara sem Bandarík-
in hafa ráðstafað til Afríkusjóðs
Sameinuðu þjóðanna. Blair
flýgur nú á milli manna til að
undirbúa G8-fundinn sem mun
eiga sér stað 6.-8. júlí, og marg-
ir höfðu talið að Blair gæti nýtt
eitthvað af pólitískri innstæðu
sinni til þess að hnika við Bush.
Þó er ólíklegt að Bush geti gert
aðalstuðningsmanni sínum til
geðs í einhverjum lykilatriðum.