blaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 14
blaöiö- Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510- 3701. Simbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Meiri áhætta að kaupa ekki Þegar hlutabréfakaupæði rann á landann skömmu fyrir aldamótin síðustu, og allir sem vettlingi gátu valdið og kannski miklu fleiri, fjár- festu og fjárfestu í hlutabréfum, m.a. hlutabréfum deCODE, var þá- verandi forstöðumaður markaðsviðskipta hjá Búnaðarbanka íslands spurður álits á hve álitleg fjárfesting deCODE væri. Svar hans var stutt og laggott: „Meiri áhætta að kaupa ekki.“ Þetta má vel hafa verið rétt svar á sínum tíma, enda rauk gengi deCODE upp úr öllu valdi frá 1998 þar til það féll á árinu 2000. Síðan þá hefur gengi hluta í deCODE ekki náð sér á strik. Tilvitnuð orð forstöðumanns markaðsviðskipta Búnaðarbanka ís- lands eru rifjuð hér upp vegna frétta sem birst hafa undanfarið af almennu hlutafjárútboði fyrirtækis sem heitir Mosaic Fashion hf. Stærsti eigandi þessa firma er Baugur Group, sem er ráðandi hlut- hafi í Og fjarskiptum hf. sem á Fréttablaðið. Fréttablaðið færði lesendum sínum þau tíðindi mánudaginn 6. júní að útboð hlutafjárins í Mosaic Fashion hf. hæfist þann dag. Af því tilefni ræddi Fréttablaðið m.a. við Eddu Rós Karlsdóttur hjá Landsbanka íslands hf. Samkvæmt Fréttablaðinu sagði Edda Rós að sér sýndist Mosaic Fashion vera verðmetið í takt við sambærileg fyrirtæki í Bret- landi. Gallinn við þessa fullyrðingu Eddu Rósar er bara sá að hún tilgreinir ekki eitt einasta fyrirtæki sem er sambærilegt við Mosaic Fashion hf., enda væntanlega ekki til þar í landi jafnlítið tískubúðafé- lag skráð í kauphöll. í það minnsta kusu stjórnendur Mosaic Fashion hf. að koma til íslands til að afla sér hlutafjár og leita skráningar í Kauphöll íslands. Síðan segir í Fréttablaðinu að Edda Rós telji góðar líkur fyrir því að allt hlutaféð seljist. Af þessum orðum Eddu Rósar verður væntanlega sú ályktun dregin að hlutir í Mosaic Fashion hf. séu álitleg Qárfesting og í raun sé meiri áhætta að kaupa ekki hluti í Mosaic Fashion hf. heldur en að kaupa þá. Vonandi er það líka svo að Mosaic Fashion hf. sé gott fyrirtæki til að fjárfesta í fyrir þá sem þekkja til í hlutabréfaviðskiptum. Starfs- menn annarra fjármálastofnana en þeirrar, sem að útboði standa, eiga hins vegar ekki að gefa útboðsfélögum nein heilbrigðisvottorð í fjölmiðlum. miðvikudagur, 8. júní 2005 I blaðið Gagnsemi þjálfunar staðhæfingar eða staðreyndir? Unnur Valborg Hilmarsdóttir Sífellt heyrum við umfj öllunífjölmiðl- um um gagnsemi líkamsþjálfunar. Ávinningarnir eru að því er virðist endalausir. Hvað býr að baki? Er hér um að ræða staðhæfingar hagsmuna- aðila eða er þjálfunin raunverulega eins gagnleg mannslíkamanum og líkamsræktarfrumkvöðlar vilja vera láta? NASA leggur sitt lóð á vogarskál- arnar í rannsóknum á fjölmörgum ávinningum reglubundinnar þjálf- unar. Vísindamenn stofnunarinnar staðhæfa að niðurstöður þeirra sýni að þjálfun hafi ekki einasta jákvæð áhrif á almenna heilsu og heilbrigði heldur stuðli einnig að unglegra út- liti. Hver vill ekki virðast yngri en hann er? Eins og það að vera unglegri sé ekki nóg, hafðu þá í huga alla aðra ávinn- ingana sem reglubundin þjálfun hef- ur í fór með sér, eins og fjölmargar nýlegar niðurstöður rannsókna sýna og birtar hafa verið í virtum vísinda- tímaritum: 30 mínútna þolþjálfun, þrisvar -til fimm sinnum í viku, getur minnkað einkenni þunglyndis um allt að 50%, skv. rannsókn sem University of Tex- as South-western Medical Center gerði. Þjálfunin hefur áhrif á boðefna- framleiðslu á sama hátt og þunglynd- islyf. Blóðþrýstingur einstaklinga með hagstætt hlutfall vöðvamassa á kostnað fitu er mun heilbrigðari undir álagi en annarra. „Reglubund- in þjálfun auðveldar líkamanum að stjórna blóðþýstingi", er niðurstaða rannsóknar sem birt var nýlega í American Journal of Hypertension. Vísindamenn við Glenfield-sjúkra- húsið í Englandi komust að þeirri niðurstöðu að sjúklingar með haml- andi lungnasjúkdóma geti auðveldað sér dagleg störf með því að stunda styrktaræfingar jafnhliða ann- arri endurhæfingu/sjúkraþjálfun. Cooper-stofnunin í Dallas hefur í 19 ár haldið úti rannsókn á karlmönn- um í líkamlega góðu formi. Nýleg- ar niðurstöður sýna að kostnaður þessa hóps af heilsugæslu er allt að 53% lægri en þeirra sem eru í slöku líkamlegu formi. Rannsóknarnið- urstöðurnar voru birtar í Medicine & Science in Sports & Exercise, og kom fram í þeim að karlmenn í góðu formi þurfi mun minni læknisþjón- ustu og meðferðir innan heilbrigðis- þjónustunnar en samanburðarhópar. Department of Health and Human Services í Bandaríkjunum hefur ályktað útfráfjölda rannsóknarniður- staðna að 30 mínútur af þjálfun, fimm sinnum í viku, geti minnkað líkurn- ar á áunninni sykursýki um allt að 71% hjá einstaklingum yfir sextugu. Eldra fólk, sem stundar reglubundna þjálfun, getur minnkað líkurnar á hinum ýmsu efnaskiptasjúkdómum, sem eru áhættuþættir gagnvart syk- ursýki og hjartasjúkdómum, um allt að 41%. Rannsóknin var birt í Am- erican Journal of Preventive Med- icine og gefur til kynna að þjálfun geti haft sömu áhrif og fjölmörg lyf. Niðurstöður rannsóknar, sem unnin var á 2.500 einstaklingum í Kína, sýna að þeir sem stunda reglubundna þjálfun hafi með því að stunda þjálfun minnkað líkurnar á að fá ristilkrabbamein um allt að 69%. American Journal of Epidemiology birti niðurstöður þessarar rannsókn- ar. Þessar staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að gagnsemi þjálfun- ar eru ekki bara staðhæfingar þeirra sem beinna hagsmuna eiga að gæta. Reglubundin líkamsþjálfun bætir ekki einasta getu okkar til að sinna daglegum störfum, lífi okkar, heilsu og útliti, heldur sparar þjóðfélaginu um leið umtalsverðar fjárhæðir með minni sjúkra- og meðferðarkostnaði. Byijaðu á sjálfum þér. Bættu líf þitt og útlit - hreyfðu þig! Höfundur er aðstoðarframkvæmda- stjóri Hreyfingar. unnur@hreyfing.is Æðisleg leikföng Dreifing; /S Heitdverslun 5114545 IKKAFJÖR- Hliðasmára 17 is• Glæsilegnetverslunmeðleikföng KRAKKAFJÖR HLÍÐASMÁRA 17 - 201 KÓPAVOGUR - SÍMI 511 4550 Erfy Glæsileg amerísk Groovybúð í Hlíðasmára 17 »þar sem hægt er að fá alla ®||pproovy seríuna eins og hún - leggursig. Ótrúlegt úrval af allskyns Groovy fötum og fylgihlutum. Groovy Girls hafa farið sigurför um öll Bandarikin og ætla vinsældir þeirra ekki að verða minni i Evrópu. Skal engan undra því þetta eru ekkert smá flottar stelpur, litrikar og skemmtilegar. Hægt er að skipta um föt á þeim og allir fylgihlutir eru einstaklega flottir og litríkir. Eitt af því sem gerir Groovy Girls svo sérstakar er að þær eru gerðar úr taui og eru þar af leiðandi mjög hlýlegur félagskapur. Þess má geta að Groovy Girls hafa hlotið margs konar verðlaun vestan hafs, m.a. hln eftirsóttu silfurverðlaun frá Parent Magasin. & 5it > A 4táí áá -

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.