blaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 6
innlent miðvikudagur, 8. júní 2005 I blaðið Samráðshópur um þjónustu við aldraða Jón Kristjánsson, ráðherra heil- brigðis- og tryggingamála, hefur skipað samráðshóp um aðbúnað og skipulag öldrunarþjónustu og hækkun á greiðslum almanna- trygginga. Hópnum er einnig ætlað að fjalla um þjónustu við aldraða og skila áliti um skipu- lag þjónustunnar í ffamtíðinni. Þetta er gert í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að efna til formlegs samráðs við Landssamband eldri borgara um stöðu samkomulags stjórn- valda og aldraðra ffá 19. nóv- ember 2002. Kjarasamningur samþykktur Snær Karlsson, starfsmaður SGS, telur atkvæði í gær. Starfsmenn Aflstöðva Lands- virkjunar víðs vegar um land samþykktu í gær nýgerðan kjarasamning sinn. Samningur- inn, sem er milli Starfsgreina- sambands íslands ogLandsvirkj- unar, gildir til nóvember 2008 og eru launahækkanir og aðrar breytingar í samræmi við aðra kjarasamninga sambandsins. Atkvæðin voru talin á skrifstofu Starfsgreinasambands íslands og samþykktu yfir 88% þeirra, sem atkvæði greiddu, samning- inn. Þetta er ekki plógur t Þetta er plógurl Auglýsingin hér að ofan hefur vakið nokkra athygli en fyrir- sögn hennar er: „Við leggjum hönd á plóg“. Þeir sem eitthvað þekkja til sveitastarfa vita að áhaldið sem Eiríkur Hauksson (ekki söngvarinn heldur ráðgjafi um fjármögnun atvinnutækja) heldur á er ekki plógur heldur gaffall eða kvísl. í auglýsingunni segir ennfremur að „þegar kem- ur að því að taka til hendinni er nauðsynlegt að hafa réttu tækin við höndina". Spumingin er hins vegar - vita þeir raunverulega hver réttu tækin em? Reiðarslag fyrir þúsundir Islendinga Segir Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður Um 3.000 íslendingar komast ekki í það háskólanám sem þeir sóttu um nú í vor. Flestum var hafnað um skólavist í Kennaraháskóla ís- lands, eða um 1.000 manns, en um 800 komast ekki inn í Há- skóla íslands. Björg- vin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, gagnrýn- ir stjómvöld harðlega vegna þessa: „Fjöldatakmarkan- ir sem meina á þriðja þúsund íslendingum að auka menntun sína er mjög alvar- legur vitnisburður um þá stöðu sem ríkisvaldið hefur rekið háskólastigið í. Það er alvarlega fjársvelt og berst í bökkum. Eina leið háskólastigsins út Um 800 einstaklingar komast ekki inn í Hl. úr vandanum eru harkalegar fjölda- takmarkanir oghá skólagjöld. Fjölda- takmarkanir í ríkisháskólana eru reiðarslag fyrir þúsundir íslendinga og þá menntastefnu sem var hér rekin.“ Framlög íslend- inga til háskólanáms em um 0,9% af þjóð- arffamleiðslu sam- kvæmt OECD, sam- anborið við 2-5% hjá öðrum Norðurlanda- þjóðum. „Fjöldatakmark- anir af þessu tagi bregða fæti fyrir þá menntasókn sem við þurfum að ráðast í, enda er menntastig íslendinga miklu lægra en annarra norrænna þjóða og er ekki að aukast,“ segir Björgvin. a Borgarstjórnarkosningar: Sjálfstæöismenn með prófkjör í haust Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík ákvað á fundi í gær að leggja það til að prófkjör verði hald- ið um mánaðamótin október-nóvemb- er vegna uppstillingar lista flokksins í borgarstjómarkosningunum að ári. Fulltrúaráðið tekur afstöðu til tillög- unnar á fundi í september en ósenni- legt má telja annað en að hún fái brautargengi þar. Að sögn Magnúsar L. Sveinsson- ar, formanns Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti stjómin þessa tillögugerð einróma en tók fram að ýmsir aðrir kostir hefðu verið ræddir. Fari sem horfir mun prófkjörið sigla í kjölfar landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem hefst 13. október. Lagt er til að þátttaka í prófkjörinu verði heimil öllum skráðum flokksfé- lögum í kjördæminu, sem orðnir em 16 ára, og sömuleiðis þeim sem eiga munu kosningarrétt í kjördæminu við kosningarnar og hafa undirritað inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í kjör- dæminu fyrir lok kjörfundar. Flestir ætla áfram Eftir því sem Blaðið kemst næst hyggjast flestir borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins leita endurnýjaðs um- boðs í prófkjörinu. Þó má telja víst að Bjöm Bjarnason dómsmálaráðherra muni ekki blanda sér í keppnina. Enn sem komið er hefur Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson einn gefið kost á sér í 1. sæti listans, en nokkuð er um það hvískrað að Gísli Marteinn Bald- ursson kunni að bjóða sig fram gegn honum. Kunnugir telja þó að líkurn- ar á því hafi dvínað í ljósi tímasetn- ingar prófkjörsins. Ljóst má hins vegar telja að afar hörð barátta muni eiga sér stað um 2. sæti listans. Talið er víst að Gísli Mar- teinn muni ekki sækjast eftir neðra sæti en því, en eins segja heimildar- menn Blaðsins í Sjálfstæðisflokknum að borgarfulltrúarnir Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjáns- dóttir og Kjartan Magnússon, muni allir sækjast eftir því. Á hinn bóginn hafa afar fá ný nöfn heyrst í þessu samhengi og því óljóst hvort mikil endurnýjun verður á list- anum. Talið er að varaborgarfulltrú- inn, Jórunn Frímannsdóttir, muni sækjast eftir aðalsæti á listanum, og eins hefur nafn Þorbjargar Helgu Vig- fúsdóttur, varaformanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, borið á góma í þessu samhengi. Tæplega helmingur reiðhjóla ólöglegur Samkvæmt könnun sem Brautin, bindindisfélag ökumanna, gerði eru 47% nýrra reiðhjóla í verslunum ólög- leg. í flestum tilfellum vantaði keðju- hlíf og glitmerki. Þetta eru atriði sem lítið mál er að laga en athygli vakti að í 11% tilvika var hemlabúnaður ekki í lagi. í reglugerð um búnað reið- hjóla er skýrt tekið fram að hemlar skuli vera bæði á fram- og afturhjóli. í öllum framangreindu tilvikunum vantaði framhemla. Brautin, bind- indisfélag ökumanna, bendir á að framhemlar séu mikilvægur búnaður en um 60-75% hemlunar séu á fram- hjóli. Félagið beindi fyrirspurn til Umferðarstofu, Löggildingarstofu og lögreglu um eftirlitshlutverk, og allir þessir aðilar töldu sig ekki hafa það. Brautin spyr því hver eigi að hafa eft- irlit með reiðhjólum og greinilegt sé að sá aðili sé ekki að sinna því hlut- verki. Bent er á að hugsanlega megi gera verslanir ábyrgar ef vanbúnað- ur reiðhjóls leiðir til slyss. Athygli vekur að ekkert eftirlit virðist vera til staðar með reiðhjólum . .. I » j A til styrktar HffilíllO Spilað verður Með Texas scramble fyrirkomulagi Þann 14 Júni á Hvalevrarvellinum I mótinu munu 4 sterkustu kylfingar landsins berjast um titilinn Stjörnukylfingur Veglegir ferðavinningar í boði lcelandair Skráning fyrir fyrirtæki og einstaklinga í síma 662-8088 og stjornugolf@visir.is m K0 BANKI b'nus brimborg | ICElandair Eimskipafélagið stækkar flotann Nýju skipin verða um 80 metra löng og 16 metra breið. Eimskipafélag íslands hefur gert samninga um nýsmíði tveggja frystiskipa og er kaup- verðið samtals um 2,6 milljarð- ar íslenskra króna. Nýju skipin verða hluti af víðtæku flutninga- neti Eimskipafélagsins og CTG á Norður-Atlantshafinu en CTG er dótturfyrirtæki Eimskips í Noregi. Innan skamms fær félag- ið afhent tvö ný frystiskip, sem samið var um í fyrra, og því eru alls fjögur ný frystiskip í smíð- um fyrir Eimskip. Skipin verða smíðuð í Noregi og afhent í janúar og apríl 2007. Þau verða í eigu Eimskips en CTG mun annast allan rekstur þeirra. Skipin munu geta borið 1.800 bretti og fjórtán 45 feta gáma á þilfari. Aukin áhersla á flutning sjávarafurða á brettum er sögð skapa þörf fyrir skip sem þessi. Stefnu skilað inn fyrir réttarhlé Neytendasamtökin munu skila inn stefnu gegn olíufélögunum á allra næstu dögum en stefnt er vegna meints samráðs félaganna og vegna þess taps sem neytend- ur urðu fyrir vegna þess. Að sögn Jóhannesar Gunnars- sonar, formanns samtakanna, verður málinu stefnt fyrir rétt- arhlé, sem er um næstu mánaða- mót. „Vonandi verður þetta þó fyrr, en málið er í lokavinnslu," sagði Jóhannes. Bamasveifla Sammi í Jagúar spilar fyrir börnin. í kvöld kl. 20 verða haldnir nýstárlegir tónleikar í Hafnar- fjarðarkirkju, þar sem spunnið verður á básúnu og orgel út frá þekktum barnalögum. Flytjend- ur eru þau Samúel Samúelsson og Antonía Hevesi, en Samúel er ekki síður þekktur sem Sammi í Jagúar og Antonía er organ- isti Hafnarfjarðarkirkju. Þarna mætast því ólíkir straumar með óvenjulegt efnisval. Dagskráin er raunar sveipuð nokkurri dulúð því hún verður ekki gefin upp fyrirfram. Anton- ía og Sammi ætla nefnilega að leika hana nokkuð af fingrum fram og efltirláta tónleikagest- um þá þraut að ráða í hvaða lag er lagt til grundvallar. í lok tón- leikanna verður svo dagskráin lesin upp svo menn átti sig á því hversu vel þeim gekk að ráða í tónspunann. Tónleikarnir hefjast sem fyrr segir í Hafnarfjarðarkirkju kl. 20 og er aðgangur ókeypis.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.