blaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 30
Mon/... Velgengni kallar á annað en fallegt útlit Þegar ég settist niður með tíu dropa í kaffitímanum mín- um í dag rak ég augun í DV - blað slúðursins og lyganna. Blaðsins sem hefur það efst á stefnuskránni að fmna mein- bug á hverjum einasta þjóð- félagsþegn landsins og kapp- kosta við að leggja líf manna í rúst. Af einhveijum ástæðum ákvað ég að glugga í téð blað, en þess má geta að ég tók það blað sem hendi var næst eftir að ég hafði þrisvar þaullesið Moggann og vantaði því af- þreyingu. Eftir að hafa rýnt í gegnum helming blaðsins sá ég, mér til mikillar armæðu, grein eftir Einar Ingva Magn- ússon um Meðal-Jón og Með- al-Gunnu. Þar leiðir hann lík- um að því að fólk þurfi að líta út eins og Barbie-dúkkur eða Hollywood-stjömur til þess að njóta velgengni eða frama í lífinu. Að meðalmenn séu þeir sem ekki séu frægir. Þó svo að ég taki þetta ekki per- sónulega til mín, þar sem ég er ekki ein af „fræga fólkinu“, get ég ekki orða bundist. Ég tel mig hvorki vera afspymu- fallega, né fræga, en engu að síður ætla ég mér að njóta velgengni í lffinu þar sem ég tel mig hafa metnað og gáfur í að gera það sem ég vil. Þá án þess endilega að það feli í sér að verða fræg eða líta út eins og lystarstolssjúklingur. Því fer fjarri. En hvemig er það - næ ég sem sagt ekki þeim árangri sem ég ætla mér af því ég er ekki nógu falleg? Á ég að gefa drauma um bjarta framtíð án sjálfs- morðs upp á bátinn þar sem ég lít ekki út eins og Jennifer Lop- ez? Einar minn! Þetta er alveg forkastanleg athugasemd! Til háborinnar skammar og fyrir- litningar. Annan eins yfirgang hef ég sjaldan orðið vitni að og ég er alveg rasandi yfir þess- um yfirlýsingum þínum. Þú segir t.d.: „Ef konur era ekki Barbie-dúkkuvaxnar eins og ameríska ímyndin segir til um leggist stór hluti þeirra í þung- lyndi, sjálfsmorðshugleiðing- ar eða lystarstol." Þama verð ég að fá að stoppa þig! Era skilaboðin til þeirra sem eiga við geðraskanir að stríða sem sagt þau að þeir hljóti að líta illa út og vera umhverfí sínu og sjálfum sér til trafala? Nú, eða heldurðu að fólk sem lítur vel út geti ekki átt við vanda- mál að stríða? Ég er nú ansi hrædd um það. Grein Einars í DV ber einfaldlega vott um að Einar skorti á allan hátt víð- sýni til lífsins og að hann af einhveijum ástæðum finni til öfundar til þeirra sem kunna að standa sig vel - hvort sem þeir era frægir eða ekki. Annað vakti undran mína í umræddri grein. Talað var um að ímynd velgengninnar væri að líta út eins og Holly- wood-stjömumar. Sá sem seg- ir svona hlýtur að rangtúlka orðið velgengni. Fyrir mér er velgengni hvers og eins það sem hann lifir fyrir og kýs að fá út úr lífinu. Leikskólastjóri nýtur velgengni í lífinu. Lækn- ir nýtur velgengni. Rithöfund- ur nýtur velgengni. Era ein- hveijar útlitskröfur í þessum embættum? Þarf læknirinn að uppfylla skilyrði um lág- marksfituprósentu? Nei, ég held nú ekki. Samt sem áður nýtur hann velgengni í eig- in lífi, sé hann í þeirri stöðu sem hann hefur viljað vera. Ég hefði haldið að læknirinn tróni ekki á toppnum yfir fræg- ustu einstaklinga landans en hann er samt enginn meðal- maður endilega. Hver útlistar það hveijir séu meðalmenn og hveijir ekki? Flestir eiga að geta lifað góðu lífi og „not- ið velgengni11 ef þeir vilja, án þess að vera með andlit sem prýtt gæti forsíður VOGUE. Velgengni er ekki endilega að vera flottur og frægur - þessu má ekki ragla saman. Það er mjög mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að fólk kemst ekki langt á úthtinu einu saman. Við þurfum að vera samkvæm sjálfum okk- ur og hafa trú á því sem við viljum gera. Þá skipta gáfur auðvitað höfuðmáli líka, með- fæddar sem áunnar. Þeir sem ná hvað lengst era þeir sem stíga í vitið - ekki þeir sem hafa sílikonbarm en ekkert í höfðinu. Flestir ná langt í sín- um störfum fyrir sköraglega framkomu og gáfur á einu eða öðra sviði. Þó svo að marg- ir frægir séu vel útlítandi og áberandi er yfirleitt um fleira og allt annað en andlit- ið að ræða. Svanhildur Hólm hefur t.d. mjög margt við sig annað en útlitið, Jón Ásgeir er jú frægur en þar spila án efa gáfur inn í og svo mætti lengi telja. Þá má líka snúa þessu við - hver sagði að Bill Gates (einn sá frægasti í heiminum) væri hinn myndarlegasti? Auglýsingar 5103744 blaðið miðvikudagur, 8. júní 2005 I blaðið Jolie æst vegna forsíðumyndar Angelina Jolie æsti sig og fór í vöm er hún ræddi við sjónvarpsfrétta- konu um Brad Pitt. Kynnirinn, Ann Curry, sýndi Jolie tímarit með for- síðumynd af henni, syni hennar og Pitt, þar sem þau eyddu stund á afr- ískri strönd. Jolie snöggreiddist: „Þú keyptir það, þú heldur á því. Stað- reyndin er að þetta var hluti af þinni dagskrá. Þetta er eitthvað sem við erum enn að tala um.“ Leikkonan, sem þekkt er meðal annars fyrir hlutverk sitt í myndinni Tomb Rai- der, sagði einnig að þetta fh' henn- ar hafi ekki verið til þess ætlað að birtast á forsíðu tímarits. „Þessi dagur þarf að vera sá dagur sem ég bjó til sandkastala með syni mínum.“ Við það tækifæri bauð Curry henni að leiðrétta misskilninginn um sam- band hennar og Brads. Jolie hafn- aði því og sagði: „Við vitum báðar að ég gæti komið með þúsund athugasemdir núna og það skipt- ir engu máli. Fjölmiðlar segja það sem þeir vilja segja og það er allt í lagi. Líf mitt mun halda áfram og ég þarf að einbeita mér að því.“ Bæði Jolie og Pitt láta alla blaðamenn, sem taka viðtöl við þau vegna myndarinnar Mr. and Mrs. Smith, skrifa undir samning þess efnis að bannað sé að spyrja skötuhjúin um sambandshagi. Sé ekki farið eftir því er Jolie og Pitt í sjálfvald sett að ljúka viðtalinu og ganga út. Chris Martin bjargar heiminum Þrátt fyrir að nýjasta plata Coldplay sé nýkomin út einbeitir Chris Martin sér ekki að því að selja plötur. Á blaða- mannafundum réttir hann iðulega upp vinstri hönd sína þar sem hann hefur teiknað tvær láréttar, svartar línur, auk þess sem hann hefur blátt og rautt límband um tvo fingur sína. Þetta er merki alþjóðlegu stofnunar- innar, Fijáls verslun, sem berst fyrir því að aflétta skuldum þriðja heims- ins með ftjálsri verslun. „Hver sá sem gagnrýnir mig fyrir að tala um fijálsa verslun er ekki í lagi því öllum ætti að vera annt um þetta málefni, á sama hátt og öllum ætti að vera annt um umhverfið því við búum hér öll,“ segir Chris með bros á vör. Chris fer þó sínar eigin leiðir í bar- áttunni - hann skrifar ekki mótmæl- endalög né ber fána. Hans barátta felst einkum í vinstri hendi hans og einstaka stuttermabol. Hann fær því enga upp á móti sér heldur reynir að breyta heiminum án þess. „Ég skil efasemdarmenn sem spyrja af hveiju söngvari sé að tala um þetta en við tölum um fijálsa verslun því við höfum séð hvaða áhrif hún hefur," segir Chris. Á milli þess sem hann bjargar heiminum fjallar hann líka um nýjustu plötuna. „Það er margt sem við gætum gert til að selja fleiri plötur og margt sem við gætum gert til að selja færri plötur. Að endingu hættum við að hugsa um plötusölu og viðtöl og reyndum bara að heilla hver annan í litlu æfinga- herbergi." Chris viðurkennir að vitan- lega yrðu þeir ánægðir í laumi ef platan seldist vel en staðreyndin er að þeir eru í draumastarf- inu og það er nógu gott. Ef þeir hugsuðu ó ann- an hótt væri það mjög hættulegt. „Textar okk- ur eru endurspeglun á öllu sem er að ger- ast í lífi okkar. Sumir hafa kvænst, sumir hafa misst einhvern. Ég eignaðist dóttur og allt þetta hellist í textana," segir Chris málefnalega. „Það er eitt- hvert sjálfstraust í þessu en líka töluvert óöryggi. Það er hamingja en það eru líka áhyggjur. Þetta er hljómurinn af fjórum einstakling- um sem urðu ótrúlega heppnir." Hvað segir Ellý um framtíðina? SPAMaÐUR.IS Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.) ©Tvíburarnir (21. maf-21. júni) • Vogin (23. sept.-23. okt.) $ Um þessar mundir virðist þú leggja mikla áherslu á ábyrgð nútímans gagnvart komandi kynslóðum, sem er vissulega jákvætt V Snæfellsjökull segir til um dulúö vatns- berans um þessar mundir og ekki síður kyngi- magnaða og öfluga krafta sem hvíla innra með honum. ©Fiskarnir (19. febr.-20. mars) $ Frjósemi, kraftur og auðlegð á vel við stjörnu fiska þessa dagana því hér birtist lands- lag sem er óvenjulegt á nánast allan hátt, og storbrotið líkt og (Vestmannaeyjum. V Samhliða myndrænni líkingu Vestmanna- eyja kemur fram klettur. Heimakiettur nefnist hann og sýnir að þú hefur einhvers konar grímu fyrir hvaða hlutverk og aðstæður sem vera skal og þannig virðistu vilja hafa það hér. Hrúturinn (21. mars-19. apríl) S Mikil fuglabjörg sýna baráttuþrek og seiglu hrútsins. Þú virðist vera fær um að takast á vib meira en fimm eða jafnvel sex hluti i einu. V Fuglaskoðun ætti hins vegar ekki vel við þig því þú hefur skýr markmið þegar tilhugalíf þitt er annars vegar. Þörf þín fyrir að sanna þig er áberandi í dag og reyndar út júni. Nautið (20. apríl-20. maí) $ Viðey (1,7 km2) birtist þegar stjarna þín er skoðuð í dag. Þar er augljóslega verið að benda þér á viðkvæmni þina. Slepptu takinu af gömlum minningum ef þú vilt ná árangri sem þú sættir þig við. V Likami þinn þráir snertingu og atlot á þessum árstíma. $ Frá Hrisey er fögur útsýn til allra átta, enda fjallahringurinn tilkomumikill. Hér kemur fram vilji þinn til að forðast ábyrgð. Horfðu í kringum þig og veittu öðrum hjálparhönd. V Hrísey er alþekkt fuglaparadís en þessi fal- lega myndræna líking sýnir að þú mættir huga betur að fólkinu þínu með þvi að gefa þeim meira af tíma þfnum. ©Krabbinn (22. júní-22. julí) $ Ekkert endist að eilífu. Ekki einu sinni steinar. Hugaðu vel að þessari staðreynd ef um fjárfestingar er að ræða. V Öldur brjóta bergið og flytja mulninginn fram og til baka við strendur landsins en ástin er hins vegar eilff. Kærleiksböndin slitna aldrei og þú ert minntur á það í dag. ©Ljónið (23. júlí- 22. ágúst) $ Náttúruvættum má enginn granda, spilla né breyta. Mikilvægt er að þú leyfir þér að brjót- ast úr fjötrum eigin hégóma, kæra Ijón, og hugir að framferði þinu. V Hér er minnst á friðlýst land, sem merkir alls ekki að mönnum sé bannað að nióta tiltek- ins svæðis. Þvert á móti. Leyfðu þer að vera rómantlskur og hlustaðu á undirmeðvitund þlna sem segir þér að njóta, treysta og upplifa þínar innstu þrár. CS Meyjan 9 (23. ágúst-22. sept.) $ Óspillt náttúra segir að fólk fætt undir stjörnu meyju hugsar vel um eigin hag og er yfirleitt vinnusamt. V Þú ert þvngdar þinnar virði í gulli en mátt ekki gleyma að hlúa vel að tilfinningum þínum. Gefðu af þér í meira mæli. $ Árnar, vindurinn, jöklarnir og sjórinn, mylja mikið af hrauni á hverju ári hér á landi og þessi myndlíking virðist eiga við vogina þessa dagana því hún birtist árásargjörn á einhvern máta. V Þrætugirni kemur einnig fram I fari vogar samhliða lýsingu hér að ofan. Þú virðist vera á báðum áttum um eitthvert mikilvægt mál i lífi þínu. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.) $ Landið okkar liggur á mörkum heim- skautasvæðis og hvað staðsetninguna varðar má lesa að bogmaður virðist vera staddur á brúninni og tekur áhættu. Allt fer nákvæmlega eins og plön þín segja til um. V Risatórar eldstöðvar eiga við tilfinning- ar sporðdrekans þessa dagana (Grímsvötn og Katla). Breyttu tilfinningahitanum í kærleika og faðmaðu sjálfan þig. Bogmaður (22. nóv.-21. des.) $ Eyrbyggja er sú saga (slendingasagna sem einkum tengist Snæfellsnesi. Þessar sögur greina m.a. frá Þórólfi Mostrarskeggi, landnáms- manni sem hafði svo mikinn átrúnað á fjalli nokkru að hann kallaði það Helgafell en sam- hliða því ertu minntur á að besta hugsun fortlðar er að fylgja framtiðinni með réttu hugarfari. V Hér er blautur jarðvegur sýndur sem segir gróðursælu og allt að alsælu einkenna stjörnu bogmanns á tilfinningasviðinu þessa dagana. ©Steingeit (22. des.-19. jan.) $ Þú veist að jöklar þekja um 10% af Islandi en samhliða þeirri staðreynd er komið inn á að tilfinningar þinar eru sterkar fyrir markmiðum sem virðast smá í fyrstu en þegar fram líða stundir er reyndin allt önnur (vöxtur). V Stærstu jöklarnir ná yfir umfangsmiklð landsvæði en þar er verið að sýna lífslöngun steingeitarinnar. Þú veist hvaö þú vilt og ert sig- urvegari í eöli þlnu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.