blaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 4
miðvikudagur, 8. júní 2005 I blaðið KB banki: 15 námsmenn fá þrjár milljónir í fyrradag fengu 15 námsmenn á háskólastigi 200 þúsund krón- ur hver frá KB banka en styrk- irnir eru veittir árlega. Að þessu sinni ganga fimm útskriftar- styrkir til stúdenta við Háskóla íslands, þrír útskriftarstyrkir til nemenda í íslenskum sérskólum og sjö námsstyrkir til íslenskra námsmanna erlendis. Hreiðar Sigurðsson, forstjóri KB banka, ásamt styrkþegum og full- trúum þeirra. Þörfin er mikil Fjölskylduhjálp íslands hefur breytt afgreiðslutíma sínum frá þriðjudögum yfir á miðvikudaga frá 1. júní. Ásgerður Jóna Flosa- dóttir, formaðurFj ölskylduhj álp- arinnar, segir þetta gert til þess að koma til móts við viðskipta- vini þeirra. Þörf á fjölskyldu- hjálp sé alltaf mikil og í hverri viku komi um 100 fjölskyldur til að þiggja hjálp. Á skrá hjá Ásgerði eru um 900 fjölskyldur þannig að alltaf er þörf á mat- vælum, fatnaði, búsáhöldum og öðru sem fólk má missa. Tekið er á móti gjöfum alla miðviku- daga frá kl. 13-17. Úthlutun á matvælum fer svo fram alla mið- vikudaga frá kl. 15-17 hjá Fjöl- skylduhjálp íslands í Fjósinu að Eskihlíð 2-4 í Reykjavík. Fjölskylduhjálpin er líka að safna peningum fyrir krakka svo þeir komist í sumarbúðir. Það gerir hún undir heitinu „Blankir krakkar eru líka krakk- ar“. í fyrra nutu 30 krakkar þess að geta farið í sumarbúðir með hjálp frá Fjölskylduhjálpinni. Reiðskólinn Hrauni Fyrir 10-15 ára Heilsdagsnámskeið S. 897 1992 www.reidskolinnhrauni.tk Verkalýðshreyfingin styrkir Mannréttindastofu Fulltrúar landssambanda Verka- lýðshreyfingarinnar hittust á fundi í gær til að ræða stöðu Mannrétt- indaskrifstofu íslands. Á fundinum voru meðal annars fulltrúar ASÍ, BSRB, Kennarasambandsins, Efling- ar Stéttarfélags og Landssambands verslunarmanna, ásamt fleirum. Á fundinn mættu ennfremur fulltrúar og forráðamenn Mannréttindaskrif- stofunnar til að kynna stöðu hennar og verkefni. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns SGS, var mikil samstaða á fundinum og fram kom mikill vilji til að styðja málið. ,Á fundinum var tekið vel í að reyna að tryggja rekstur skrifstofunn- Forráðamenn Starfsgreinasambandsins, þeir Kristján Gunnarsson og Skúli Thor- oddsen, vilja tryggja rekstur Mannréttinda- skrifstofunnar. ar. Mitt mat er að hreyfingin muni styðja skrifstofuna fjárhagslega á einn hátt eða annan. Samböndin og aðilar málsins eru að taka þetta fyr- ir með hvaða hætti þeir geti komið að málinu. Það er hins vegar fyrsta krafa okkar að ríkisstjórnin komi að málinu á einhvern hátt og tryggi nægilega fjármuni til rekstursins. Það er að mínu mati ákaflega mikil kaldhæðni falin í að á sama tíma og ríkisstjórnin stærir sig af skrifstof- unni og starfi hennar í ótal skýrslum og við ýmis tækifæri að þá er hún svelt fjárhagslega," segir Kristján. Öryrkjabandalagið á fundinum Eins og fram hefur komið í Qölmiðl- um að undanfórnu erfj árhagur Mann- réttindaskrifstofunnar í uppnámi um þessar mundir, eftir að ákvörðun var tekin um að minnka fjárframlög til hennar á dögunum. Skrifstofan fær á þessu ári 2,2 milljónir króna frá Dómsmálaráðuneytinu til reksturs og annarra verkefna skrifstofunnar en til samanburðar fékk hún samtals átta milljónir frá Dómsmálaráðuneyt- inu og Útanríkisráðuneytinu á síð- asta ári. Það vekur sérstaka athygli að full- trúar Öryrkjabandalags íslands sátu fundinn og samkvæmt heimildum Blaðsins lýstu þeir miklum áhyggjum af stöðu skrifstofunnar á fundinum. Ekki náðist í forráðamenn sambands- ins í gær vegna málsins. Sendir til vinnu þrátt fyrir hættu Ákærur vegna banaslyss við Kárahnjúka þingfestar í gær var þingfest ákæra á hendur fjórum mönnum vegna banaslyss á Kárahnjúkasvæðinu á síðasta ári. Mennirnir eru ákærðir fyrir brot á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Um er að ræða framkvæmdastjóra Arnarfells, fyrir- tækisins sem hinn látni starfaði hjá, einn starfsmann Impregilo, yfirverk- taka við Kárahnjúkavirkjun og tvo starfsmenn VIJV, en það fyrirtæki átti að tryggja öryggi á Kárahnjúka- svæðinu. Einn maður til viðbótar, fyrrverandi verkefnisstjóri Impregilo við Kárahnjúkavirkjun, hefur verið ákærður en hann er staddur í útlönd- um. Framkvæmdastjóra Amarfells er meðal annars gefið að sök að hafa vanrækt skyldu til að bregðast við bráðri hættu áheilsutjónieðavinnuslys- um aðfaranótt mánudags- ins 15. mars 2004 með því að senda starfsmenn sína til vinnu í Hafrahvamma- gljúfri, þótt honum væri kunnugt um að bráð hætta hefði skapast á gijóthruni á svæðinu. Slíkar ákærur sjaldgæfar Öðrum er gefið að sök að hafa van- rækt að bregðast við bráðri hættu á heilsutjóni eða vinnuslysum með því að gera ekki viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsmanna. Að sögn Áslaugar Einarsdóttur, lögfræðingsVinnueftirlits- ins, er mjög sjaldgæft að slíkar ákærur séu gefnar út. Hún segir að mennirn- ir séu ekki ákærðir fyrir brot á hegningarlöggjöf, með öðrum orðum eru þeir ekki kærðir fyrir manndráp af gáleysi held- ur fyrir brot á vinnulög- gjöf. Hægt er að dæma mennina í fjársektir fyrir umrædd brot en ekki í fangelsi. Að sögn Odds Friðrikssonar, yfir- trúnaðarmanns við Kárahnjúka, olli slysið nokkrum þáttaskilum í öryggis- málum á svæðinu og um þessar mund- ir eru þau mál í nokkuð góðu lagi. ■ Eiga yfir höfði sér fjársektir, en ekki fangelsi. Urriðaholt í Garðabæ: Náttúruperla sem synd væri að missa Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landvemdar, segir að þar á bæ vilji menn lágmarka skaða þann sem verð- ur ef af byggð við Urriðakotsvatn verður. „Við höfum kynnt okkur þetta mál og metið það út frá þeim náttúru- verndarhagsmunum sem eru í húfi og teljum í því sjónarmiði að það sé verið að skaða verðmætt svæði. Bæj- aryfirvöld í Garðabæ hafa lagt mikla vinnu í þetta og það stuðlar eflaust að því að skaðinn verði minni en ella og dragi úr áhrifunum. Það er samt óhjá- kvæmilegt, ef kemur til framkvæmda af þessari stærðargráðu, að það valdi einhveijum skaða.“ Verslun og þjónusta í stað náttúru Upphaflega var svæðið ætlað undir Háskólann í Reykjavík en þótt hon- um hafi fundist staður í Öskjuhh'ð verður haldið áfram með áform um byggð á svæðinu. „Garðabær er nátt- úrlega að skoða málið út frá öðrum og fleiri sjónarhornum en Landvernd en hefur viðurkennt að þarna eru mikl- ir náttúruverndarhagsmunir í húfi,” segir Tryggvi. Mikilvægt útivistarsvæði höfuð- borgar IKEA er einn aðila sem vilja byggja á umdeildasta svæðinu. „Landvernd hefur fundað um svæðið og ekkert hef- ur komið fram sem dregur úr náttúru- verndargildi svæðisins og þess vegna er afstaða Landverndar mjög skýr. Við teljum að þarna sé verulega verð- mætt svæði í húfi. Við hefðum kosið að Garðabær hefði fundið annan stað fyrir starfsemi af þessu tagi, ef ekki að takmarka framkvæmdir enn frek- ar en gert er ráð fyrir núna.“ Tryggvi segir svæðið ekki endilega þannig að það heyri undir heimsnáttúruminjar en engu að síður sé það mjög mikil- vægt útivistarsvæði í höfuðborginni. Skagfirðing- ar skoða vindmyllur í verðbólguat- > hugun OECD, þar sem sérstak- lega var litið til mat- JKp væla- og orkuverðs, f n kemur fram að verð f I I á matvöru á íslandi 1 hefur lækkað um 2,1 • I prósent, en orkuverð hækkað um 6,1 pró- sent miðað við sama tíma í fyrra. Aðrir flokkar 1 hafa hækkað um 5,4 pró- I sent og gerir þetta ísland að þriðja mesta verðbólgu- landi OECD-ríkjanna. Hátt orkuverð hefur orðið til þess að bændur t í Skagafirði kanna hvort | hagkvæmt sé fyrir þá að koma sér upp litlum vindmyll- um og nýta þannig vindorku þar sem vatnsorka er ekki til staðar. Margir bændur eru miklir orku- notendur og því leita menn allra leiða til að lækka raforkukostn- aðinn. Tollverðir undirrita kjarasamning Tollvarðafélag íslands undir- ritaði nýjan kjarasamning í fyrrakvöld. Er hann á svipuð- um nótum og hjá öðrum sem völdu svokallaða BHM-leið en það er þegar samningur milli ríkisstjórnarinnar og Bandalags háskólamanna er hafður sem viðmið við samningsgerð. Hvíta-Rússland: Vllji til aukinn- ar samvinnu í gær átti Benedikt Jónsson sendiherra fund með Alexand- er Grigoryevich Lukashenko, forseta Hvíta-Rússlands, þar sem hann afhenti trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands með aðsetur í Moskvu. Er þetta í fyrsta sinn sem sendiherra ís- lands afhendir trúnaðarbréf í Hvíta-Rússlandi en ríkin tóku upp stjórnmálasamband árið 2001. Á fundinum ræddu þeir fyrst og fremst um efnahags- og viðskiptasamvinnu ríkjanna og lýsti forsetinn miklum vilja til að auka þá samvinnu. Enn frem- ur átti Benedikt fund með full- trúum einkarekinna fyrirtækja í Hvíta-Rússlandi sem viðskipti eiga við ísland. Útflutningur frá íslandi til Hvíta-Rússlands hefur einkum verið fiskur og fiskafurðir en innflutningur frá Hvíta-Rússlandi til íslands hef- ur einkum verið járn, stál og tijávörur. Actavis selur 550 milljón hluti Actavis Group hf. hefur ákveð- ið að hækka hlutafé félagsins um 11,5% eða tæpa 350 millj- ón hluti. Einnig verða um 200 milljón hlutir af eigin hlutafé félagsins seldir svo samanlagt verða þetta tæplega 550 milljón hlutir. Verð hinna nýju hluta í útboðinu verða 38,5 krónur á hlut þannig að rúmur 21 millj- arður ætti að fást fyrir útboðið. Einungis forgangsréttarhafar hafa þátttökurétt.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.