blaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 27

blaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 27
blaðið I miðvikudagur, 8. júní 2005 /ikmyndir 27 ATH: A Lot Like Love er leyfð öllum aldurshópum STJUSTA KVIKMYHDAHÚS UNDSINS • HAGATORGI • S. 5» 1*19 • wwnhadniobiojs 'WJiumi rffi/3 KómantÍNk t$annuunyiul mcó ucbra Mcssing úr YVilI s, Grace" |>áttununi ashton kutcher amanda peet ashton kutcher amanda peet HILTÖN PADAIÍCKI 1UU HUUðfc Uf VvaA RÓMANTÍK GETUR EYDILAGT GÓÐA VINÁTTU! ROMANTIK GETUR EYÐILAGT GOÐA VINATTU! irrs. kemur aö því aö viö rekumst á hvert annað ÁLFABAKKI KEFLAVÍK KRINGLAN A LOT LIKE LOVE A LOT IIKE LOVE VIP HOUSE OF VAX CRASH HITCHHIKER'S GUIDE... KL 3.45-6-8.15-10.30 KL 3.45-6-8.15-10.30 KL 3.45-6-8.15-10.30 B.l. 16 KL 6-8.15-10.30 KL 3.45-6-8.15-10.30 HOUSE OF VAX KL. 10.30 STAR WARS - EPISODEIII KL8 KINGDOM OF HEAVEN KL. 8-10.30 AKUREYRI A LOT LIKE LOVE HOUSE OF VAX THE WEDDING DATE KL. 6-8.15-10.30 KL. 6-8.15-10.30 KL. 6-8-10 A LOT LIKE LOVE VOKSNE MENNESKER CRASH HITCHHIKER'S GUIDE TO THE GALAXY THEJACKET THE MOTORCYCLE DIARIES KL. 6-8.15-10.30 KL. 5.45-8-10.15 KL. 5.45-8-10.15 B.l.l6óra KL. 5.45-8-10.15 KL. 8-10.10 B.1.16 ára KL 5.40 Væntanlegt frá Hollywood Stórstjörnur í Batman-leiknum leikkonan Rosamund Pike, sem lék meðal annars í myndunum Doom og Die Another Day, taki að sér aðal- hlutverkið í myndinni Devil You Know sem James Oakly leikstýrir. Það er alltaf nóg að gerast í Hollywood og stöðugt verið að íram- leiða nýjar stórmyndir. Nýjustu frétt- ir vestanhafs hermaaðleik- ararnir Nico- las Cage og Will Smith muni fara með aðalhlut- verk í væntanlegri mynd frá Colum- bia Pictures. Myndin fjallar um tvo feður sem lenda í miklum erjum þeg- ar þeir komast að því að þeir verða að deila saman gististað í draumafríi fjöl- skyldunnar. Smith lék síðast í mynd- inni Hitch en Cage verður næst á hvíta tjaldinu í myndunum The We- ather Man og Ghost Rider. Leikarinn Josh Lucas hefur geng- ið til hðs við framleiðendur myndar- innar The Poseidon Adventure í leikstjórn Wolfgangs Petersen en Lucas lék meðal annars í myndun- um Hulk og Wonderland. The Po- seidon Adventure er endurgerð samnefndrar myndar frá ár- inu 1972 en hún fjallar um sldp- ið S.S. Poseid- on sem lendir í miklum sjávar- háska og fylgst er með afdrifum skipbrotsmann- anna. Fleiri leikarar í nýju myndinni eru Kurt Russell, Richard Drey- fuss, Emmy Rossum og Mike Vog- el. Að lokum hefur verið staðfest að Electronic Arts og Warner Bros. Interactive Entertainment hafa til- kynnt að stórstjörnur myndarinnar Batman Begins taki þátt í gerð sam- nefnds tölvuleiks. Christian Bale leikur Batman í nýjustu myndinni og mun hann einnig tala inn á. Auk þess munu Michael Caine, Liam Nee- son, Katie Holmes, Cillian, Tom Wilk- inson og Morgan Freeman leika þær persónur sem þau léku í myndinni. Leikurinn kemur út daginn fyrir frumsýningu myndarinnar Batman Begins enhúnverðurfrumsýndíkvik- myndahúsum 17. júní. Það er Christ- opher Nolan sem leikstýrir myndinni og leikurinn er byggður á þeirri sögu. Því fá leikmenn að kynnast upphafi Batman-persónunnar og tímans þeg- ar hann lætur fyrst til sín taka í Got- ham-borg. Þeir þurfa að elta glæpa- menn og illmenni og þekktir óvinir Batmans, eins og Scarecrow, Ra’s A1 Ghul og Carmine Falcone, koma við sögu. Auk þess fá leikmenn að aka af EA og Eurocom, en hann er vænt- um á hinum stórkostlega Batmobile. anlegur 16. júní fyrir PlayStation2, Batman Begins leikurinn er gerður Xbox og Nintendo GameCube. Blómstrandi sumar hjá sjálfstæðu leikhúsunum Tilnefningar til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna,vorutilkynnt- ar síðastliðinn mánudag og þar voru sjálfstæðu leikhúsin með 15 af þeim. Blaðið náði tali af Kristínu Eysteins- dóttur, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðu leikhúsanna og það er ekki annað að heyra en það verði nóg um að vera í sumar. „Það er alltaf fullt af sýningum í gangi hjá sjálfstæðu leik- húsunum á sumrin. Það sem hæst ber að nefna þar er sýningin Kabar- ett, sem leikhópurinn Á Senunni er að æfa þessa dagana," segir Kristín, en söngleikurinn verður frumsýndur 4. ágúst í íslensku óperunni. Leik- stjóri er Kolbrún Halldórsdóttir og meðal leikara eru Felix Bergsson, Þór- unn Lárusdóttir og Magnús Jónsson. Annie er annar sumarsöngleikur sem leikhópurinn Andargift er að vinna að. Þetta er í fysta sinn sem sýningin um munaðarleysingjann er sett upp hér á landi en hún verður frumsýnd í Austurbæ í júlí. „Andargift er nýr leikhópur sem var stofnaður sérstak- lega í kringum þessa sýningu og hún er í leikstjóm Viðars Eggertssonar," segir Kristín. Meðal leikara er Guð- mundur Ingi Þorvaldsson og Þórdís Elva Backmann. Spennandi verkefni hjá Vestur- porti „Leikhópurinn Vesturport er einn- ig að vinna að virkilega spennandi sýningu sem heitir Voyzheck og verð- ur frumsýnd í Borgarleikhúsinu í september,“ bætir Kristín við, en hún verður jafnframt sýnd á leiklistarhá- tíð erlendis. Auk þess má bæta við að sýningar á Kalla á þakinu halda áfram í allt sumar og Álveg brilljant skilnaður með Eddu Björgvins verð- ur sýndur út júní. „Einnig eru Ólafur Darri, Agnar Jón og Guðmundur Ingi að vinna að leiksýningu sem heitir Glæpur gegn diskóinu og verður frum- sýnt í Borgarleikhúsinu. Þeir vom all- ir saman í bekk og eru núna að vinna aftur saman.“ Sú sýning verður for- sýnd núna á laugardag og sunnudag en frumsýnd í haust. „Síðan er vert að nefna að starfsemi hjá Möguleik- húsinu er í fullum gangi í sumar en það rekur mjög öflugt barnaleikhús," segir Kristín að lokum. Motu-Fest hefst í kvöld Harðkjarna- og rokkhátíðin Motu- Fest hefst í kvöld með tónleikum bandarísku sveitarinnar Paint it Black ásamt Myra, Isidor og Mania, í Hellinum að Hólmaslóð 2. Hátíðin heldur áfram á fostudag en þá verða tónleikar með Urkraft og fleiri sveit- um á Grand Rokk og á laugardags- kvöld verður risa rokkveisla í gamla Sjónvarpshúsinu. Það er ekkert ald- urstakmark á tónleikana í kvöld en miðaverð er 1.000 krónur. Bandariska harðkjamasveitin Paint it Black spilar í Hellinum í kvöld. :rumsýningu The Pink Panther fi stað Enn er búið að fresta útgáfudegi myndarinnar The Pink Panther, sem Shawn Levy leikstýrir fyrir Sony Pictures. Myndin, sem er sjálfstætt framhald upprunalegu Peter Sellers myndarinnar frá árinu 1964, átti að koma í kvikmyndahús í ágúst á þessu ári en nú er búið að ýta útgáfudegin- um aftur til 10. febrúar árið 2006. Ástæðan fyrir þessu er sögð sú að myndir sem hafa verið frumsýndar í kringum Valentínusardaginn hafa gengið ótrúlega vel í miðasölu og má þar nefna Hitch og 50 First Dates. Kvikmyndafyrirtækið ætlar þó ekki að sitja auðum höndum heldur nýta þennan tíma til að kynna myndina vel en það eru ekki verri leikarar en Steve Martin, Kevin Kline, Beyoncé Knowles og Jean Reno sem fara með aðalhlutverkin í myndinni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.