blaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 16
miðvikudagur, 8. júní 2005 1 blaðið ■■1 ■ ■ ■ ■ ÆT JC ■ ÆT Ekki bara groði i fasteignabraskinu Kostnaður mun meiri en fólk almennt gerir sér grein fyrir halldora@vbl.is Það hefur vart farið fram hjá nein- um, sem kynnt hefur sér breytingar á fasteignamarkaði hér heima, að íbúðaverð hefur hækkað gífurlega undanfarin misseri. Nóg hefur verið að gera hjá fasteignasölum landans en margir fjárfesta til þess eins að geta selt innan nokkurs tíma - með það fyrir augum að græða fúlgu fjár við söluna. Þá hafa alltént þónokkr- ir kej^pt á óheppilegum tíma, þegar verðlag hefur verið í hámarki. Blaðinu lék forvitni á aö vita hvort um raunverulegan gróða sé að ræða þegar fólk kaupir til þess eins að selja á hærra verði því algengt er að fólk selji fasteignir sínar á nokkrum millj- ónum meira en þegar keypt var. Grétar Jónasson, framkvæmda- stjóri Félags fasteignasala, segir þó mikilvægt að tekið sé mið af kostnaði á kaupum og sölu fasteigna þegar tal- að er um gróða. Þ að marka þær töl- ur sem fólk nefnir í þessu samhengi - margt þurfi að taka með í reikn- inginn. „Auðvitað er ekki hægt að neita því að fólk sem keypt hefur fyrir hækkunina er auðsjáanlega að ávaxta peningana vel. Þar fyrir utan er þó mikill kostnaður sem þessu fylg- ir, fólk þarf að greiða þinglýsinga- og stimpilgjöld, söluþóknun, lántöku- gjöld, ýmsan flutningakostnað, auk þess sem fólk eyðir oft háum upphæð- um í endurbætur á fasteigninni. Svo má ekki gleyma því að það er ákveð- inn viðhaldskostnaður sem fylgir, en það er oft talað um að 1% af kaup- verði fari í viðhald, þó svo að það sé auðvitað breytilegt." Eins og Grétar segir er engin laun- ung á því að þetta getur oft og tíðum verið góð ávöxtun og margir fara vel út úr kaupum og sölu af þessu tagi. Hins vegar er þetta auðvitað ein af mörgum ávöxtunarleiðum sem í boði eru. „Það er svo margt hægt að gera til að ávaxta peningana - þetta er bara ein leið sem sumum finnst sniðug en aðrir leggja ekki í. Þetta getur tekið gríðarlegan tíma frá fólki og verið mikið mál,“ segir Grétar, en hann hyggur að byltingin hafi orðið á fasteignamarkaði í kjölfar nýju 100% lánanna sem bankarnir eru famir að veita. Hvert framhaldið verði sé erf- itt að segja til um eins og staðan sé núna. „Ef ytri þættir fara að bresta getur ýmislegt gerst en það eru eng- in teikn á lofti eins og staðan er nú um að það sé einhver hætta fram und- an.“ ■ Hlynur Sigurðsson, dagskrárstjóri og framleiðandi þáttarins Þak yfir höfuðið: „Það er auðvitað kaffikannan - þetta er alveg mögnuð græja. Konan gaf mér hana í jólagjöf um síðustu jól við mikla ánægju af minni hálfu. Þetta er rosalega sniðug kanna - hún er bæði fyrir espresso og þetta venjulega, auk þess sem hún lagar alveg einstaklega gott kaffi. Ilmurinn er auðvitað góður og svo er þetta hin mesta eldhús- prýði." Stórfelld hækkuná rbúðaverði Sex milljóna hækkun á íbúð stefnumótadrottningarinnar á tveimur árum halldora@vbl.is Gunnhildur Helga Gunnarsdóttir, annar þáttastjómenda Djúpu laug- arinnar, er um þessar mundir að huga að búferlaflutningum, en hún Tilbúin bútasaumsteppi í miklu úrvali. Einnig húsgögn og gjafavörur. hyggst koma sér fyrir í íbúð sem hún sjálf keypti fyrir rúmum tveimur árum. Gunnhildur hefur hingað til leigt íbúðina út en nú er svo komið að stefnumótadrottningin vill fara að koma sér fyrir í íbúðiniii, sem er VIRKA H úsgögn Mörkin 3, sfmi 568 7477 www.virka.is á Seljaveginum. Það eru rúm tvö ár síðan hún fjárfesti í 70 fermetra íbúð á 9,8 milljónir en í ljósi mikillar hækkunar á fasteignaverði gerir hún ráð fyrir að fá um 16,5 milljónir fyrir hana núna. „Ég keypti hana þarna í lok ársins 2002 og á einum mánuði rauk hún strax alveg þvílíkt upp. Miðað við 70 fermetra íbúð eru 9,8 milljónir mjög lítið, eða svona miðað við það sem maður þekkir núna. Svo hefur íbúðin farið hækkandi alveg frá því ég keypti hana,“ segir Gunnhildur, en hún seg- ist ætla að gera einhveijar breyting- ar í íbúðinni áður en hún flytur inn. „Það liggur mest á því að skipta um gólfefni, rífa veggfóðrið af og mála. Svo gerir maður eitthvað með tíman- um auðvitað - það er ekki allt gert í einu - en ég myndi einnig vilja gera upp eldhúsið á næstu árum. Það verð- ur bara að koma í ljós hversu hratt ég fer í þetta en burtséð frá því held ég að ég ætti að geta selt hana á 16,5 milljónir núna. Gunnhildur segir mjög greinilegt hversu mikið íbúðir hafa hækkað síðustu árin og prisar sig sæla með að hafa fjárfest á eins góðum tíma og hún gerði. „Þetta var einmitt þeg- ar allt var að fara að hækka þannig að ég var rosalega heppin að kaupa á þessum tíma. Ég keypti rétt fyrir hækkunina, en eins og ég sagði var mikil hækkun strax á fyrsta mánuð- inum. Maður sér líka alveg þvílíkar hækkanir hjá fólki í kringum sig - það er allt búið að vera að rjúka upp,“ segir Gunnhildur, en hún seg- ist ekki komast hjá þvi að fylgjast með breytingum þessu tengdu á markaðnum. „Maður fylgist eðlilega með þessu þegar maður á íbúð - það er spennandi að sjá hvað er að gerast í fasteignabransanum. Svo er náttúr- lega ekki annað hægt en að taka eftir sprengjunni sem hefur verið upp á síð- kastið - það er rosalegur munur alls staðar." Ibúðalán jm mmm g 4,15°/o Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráögjöf hjá sérfræöingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is 410 4000 landsbanki.is Landsbankinn Banki allra landsmanna

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.