blaðið - 08.06.2005, Side 22

blaðið - 08.06.2005, Side 22
miðvikudagur, 8. júní 2005 I blaðið Detroit í úrslit Meistarar síðasta árs, Detroit Pi- stons, eru komnir í úrslit um NBA- meistaratitilinn í körfuknattleik. Miami Heat og Detroit mættust í Miami í oddaleik (sjöunda leik), í úrslitum Austurdeildar. Staðan I hálfleik var 40-45 fyrir Detroit en í þriðja leikhluta komu heimamenn mjög ákveðnir til leiks og unnu hann með sjö stiga mun. Þegar liðin gengu til fjórða leikhluta var Miami Heat því tveimur stigum yfir og allt var brjálað í húsinu en 20.241 áhorfandi var á leiknum. í fjórða leikhluta voru það Rasheed Wallace og Detroit sem voru sterk- ari aðilinn og Detroit vann á útivelli, 82-88. Richard Hamilton var með 22 stig fyrir Pistons og átti að auki sjö stoðsendingar. Rasheed Wallace skoraði 20 stig og tók sjö fráköst og Chauncey Billups var með 18 stig og átta stoðsendingar. Hjá Miami var Shaquille O'Neal stigahæstur með 27 stig og níu fráköst og Dwayne Wade var með 20 stig, en hann lék leikinn þrátt fyrir meiðsli í baki. Detroit og San Antonio leika því til úrslita um meist- aratitilinn og fer fyrsti leikur liðanna fram á heimavelli San Antonio á fimmtudag. ■ ísland og Malta 0-0 íslenska ungmennalandsliðið, skip- að leikmönnum 21 árs og yngri, gerði markalaust jafntefli við Möltu í leik liðanna sem fór fram á KR-vellinum í gærkvöldi en leikurinn var liður í undankeppni Evrópumótsins. Þar með er ísland með sjö stig í riðlinum í sjö leikjum og er í fjórða sæti riðils- ins. Það gekk þó betur hjá íslenska liðinu skipað leikmönnum 19 ára og yngri þegar ísland mætti Svíþjóð í æf- ingaleik í Grindavík í gær. Lokatölur urðu 2-0 fyrir ísland og það var The- ódór Elmar Bjamason, fyrrum leik- maður KR sem nú leikur með Celtic í Skotlandi, sem skoraði bæði mörk íslands. Hið fyrra úr vítaspymu á 53. mínútu og seinna markið skoraði hann á 61. mínútu. <S PERSDNULEG ÞJ0NU5TR. FflGLEG RHÐGJDF SCHl/l/IMAI, HJÓL í EVERE5T OG FIERfl FRÍRN 25% RF5LRTT RE DLLUM HJRLMUM FERÐA- OG UTIVISTARVERSLUIM Skeifunni 6 ■ Sími 533 4450 ■ www.everest.is KRUPIR Krafan í kvöld er sigur ísland og Malta mætast í kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspymu og fer leikur liðanna fram á Laugardalsvelli. Damir Skom- ina, dómari frá Slóveníu, flautar leik- inn á klukkan 18.05 en Skomina er aðeins 29 ára og er að hefja dómara- ferilinn. ísland og Malta eru í neðstu sætum riðilsins en hvort lið hefur hlot- ið aðeins eitt stig en það stig fengu lið- in þegar þau gerðu 0-0 jafntefli í fyrri leik liðanna 9. september á síðasta ári. Malta hefur aðeins skorað eitt mark í sex leikjum en ísland hefur skorað sex mörk. Þessi lið hafa feng- Það var búist við hörkuleik þegar Breiðablik og KR mættust á Kópa- vogsvelli í Landsbankadeild kvenna í knattspymu. Blikar höfðu þó nokkra yfirburði og strax á 2. mínútu vom þær grænklæddu komnar í 1-0 með marki frá Grétu Mjöll Samúelsdótt- ur. Fátt markvert gerðist fyrr en á 45. mínútu þegar Vanja Stefanovic átti skot í stöng Breiðabliksmarksins. Á 63. mínútu urðu svo kaflaskipti í leiknum þegar Embla Grétarsdóttir braut á Emu Sigurðardóttur sem var komin ein í gegn og Edda Garðars- dóttir skoraði af öryggi úr vítaspyrn- unni sem var dæmd. Sjö mínútum síð- ar skoraði Sandra Karlsdóttir fyrir Breiðablik og Gréta Mjöll skoraði sitt annað mark og fjórða mark Breiða- bliks þegar 15 mínútur vom til leiksloka. 4-0 sigur Breiðabliks, sem er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Valur marði ÍA Valur, sem margir spá ís- ið langflest mörk á sig þegar öll liðin í riðlinum hafa lokið sex leikjum af tíu. Island hefur fengið á sig 17 mörk en Malta 22. Landsliðsþjálfurunum, Ásgeiri Sigurvinssyni og Loga Ólafs- syni, er vorkunn þar sem leikbönn og meiðsli hafa hrjáð liðsmenn íslands en öll vömin frá leiknum gegn Ung- verjum er farin og því verður erfitt að stilla upp liði í kvöld. Við hér á Blað- inu álítum þó að liðið hér að neðan sé það sterkasta sem Ásgeir og Logi geta stillt upp, miðað við þá leikmenn sem em í landsliðshópnum. landsmeistaratitlinum í ár, lenti í erfiðleikum með botnlið ÍA þegar lið- in mættust á Valsvellinum. Hallbera Guðný Gísladóttir kom ÍA óvænt yfir á 10. mínútu leiksins og þannig stóðu leikar allt þar til á 2. mínútu seinni hálfleiks þegar Guðný Björk Óðins- dóttir jafhaði metin fyrir Val. Um miðjan seinni hálfleik komst Valur í 2-1 með marki frá Laufeyju Ólafs- dóttur en Anna Þorsteinsdóttir jafn- aði metin fyrir ÍA sex mínútum fyrir leikslok. Á síðustu mínútu leiksins fékk Valur svo aukaspymu rétt utan vítateigs. Margrét Lára Viðarsdóttir tók spymuna og skoraði stórglæsi- legt mark með því að spyma boltan- um í vinkilinn og inn. 3-2 fyrir Val. Nágrannamir í FH og Stjörnunni mættust á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði þar sem aðeins eitt mark var skorað og það gerði Gunnur Melkorka Helgadótt- ir fyrir Stjömuna, 0-1. Nói aftur í bann ÁfrýjunardómstóllKnattspymusam- bands íslands (KSÍ) dæmdi í gær Nóa Björnsson, þjálfara Leifturs/ Dalvíkur, í leikbann til 14. júní og félag hans til greiðslu 24.000 króna sektar vegna rangrar leikskýrslu í leik þess við Fjarðarbyggð í Deild- arbikarkeppni KSf 18. mars síðast- liðinn. Dómurinn sneri þannig við fyrri úrskurði dómstóls KSl, sem sýknað hafði Nóa og félagið. Málsatvik voru þau að Nói hafði fyrir hönd Leifturs/Dalvíkur skráð Kolbein Arinbjarnarson í leikskýrslu þrátt fyrir að hann tæki ekki þátt I leiknum. í treyju hans lék hins vegar Saso Durasevic en hann var leikmaður KS á Siglufirði á þeim tíma. Nafn hans kom hins vegar hvergi fram í skýrslunni. ■ Vinnum við Svía öðru sinni í kvöld? í kvöld mætast ísland og Svíþjóð í landsleik í handknattleik og fer leikurinn fram í KA-heimilinu á Ak- ureyri. Á mánudagskvöld mættust liðin í íþróttahúsinu í Kaplakrika og þar höfðu okkar menn betur, 36-32, í bráðskemmtilegum leik. Bæði lið eru að undirbúa sig fyrir leiki í for- keppni Evrópumeistaramótsins en ís- land mætir Hvíta-Rússlandi í Kapla- krika á sunnudaginn kemur og á sama tíma mæta Svíar liði Póllands. Seinni leikur íslands og Hvíta-Rúss- lands fer svo fram ytra 18.júní. Leikmenn íslands sýndu afbrags- handbolta á köflum í leiknum gegn Svíum á mánudagskvöld og ljóst er að við eigum orðið að minnsta kosti tvo mjög sterka leikmenn í hveija stöðu á vellinum. Sigfús Sigurðsson kom á ný inn í liðið eftir meiðsli og hann batt vörnina saman í seinni hálfleik og áttu Svíamir þá lítið í 6-0 vöm íslands að gera. Þá átti Einar Hómgeirsson mjög góðan leik, sem og allir íslensku piltamir. Þetta var kveðjuleikur Guðmund- ar Hrafhkelssonar markvarðar, sem þarna lék sinn 408. landsleik, en Guðmundur sem er á 41. ári ætlar að leika með Aftureldingu í Mosfellsbæ á næstu leiktíð. Takk, Guðmundur, fyrir þær ánægjustundir sem þú hef- ur gefið okkur. HÁDEGISVERÐARHLAÐBORÐ PLAYERS frá kl: 11.30 - 13.30 mánudaga til föstudaga PIZZA SÚPA OG BRAUÐ KR: 800, Players alqjör truflun Bæjarlind 4 S: 544 5514

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.