blaðið - 08.06.2005, Síða 11

blaðið - 08.06.2005, Síða 11
blaðið I miövikudagur, 8. júní 2005 giönnun 11 Enginn hörgull er á ungum og efnileg- um íslenskum fatahönnuðum. Blaðið tók Berglindi Laxdal tali og ræddi við hana um strauma og stefnur í tískuheiminum, tískuvikuna í París, síminnkandi fyrirsætur, og síðast en ekki síst - opnun á vinnustofu henn- ar og Sigrúnar Baldursdóttur. Vinnustofa í miðbænum „Við ætlum að opna vinnustofu á Laugaveginum - Laugavegi 25, á 3. hæð í Liverpool-húsinu - en þar er að- staða fyrir fatahönnuði og myndlist- arfólk," segir Berglind. „Við munum stefna að því að selja fót úr vinnustof- unni en í sumar ætla ég að sauma fót á konur með línur en ekki einhver fyrirsætuherðatré. Við verðum þar svona eftir hentisemi. Svo ætlum við líka að selja fót á markaðnum í port- inu hjá Sirkus. Hann byijar núna um helgina og verður alla fóstudaga og laugardaga frá 12 -17. Við verðum eitthvað þar og svo verða upplýsing- ar um hvemig er hægt á ná í okkur þar og á vinnustofunni." Tískuvika í París Parísarferð Berglindar barst í tal en hún fór með samnemendum sínum úr LHÍ til Parísar til þess að vinna að tískuvikunni en þar var Berglind sett í að vinna alls kyns störf hjá hönnuð- inum Sharon Wauchb ásamt öðrum íslenskum unghönnuði. „Við komum seint inn í ferlið og vorum svona alt- mulig-manneskjur. Þetta var meira svona vinna, og lítill lærdómur eða reynsla af þessu. Svo vorum við hafð- ar í vinnu írá 9 á morgnana til 11 á kvöldin og stundum til miðnættis eða eitt um nóttina. Við náðum ekki að sjá neitt, fengum ekkert frí og vorum í raun þama í nokkurs konar þræla- haldi.“ Fyrirsætur sífellt að minnka „Yfirmanni sniðanna í tískuhúsinu þar sem ég vann var tíðrætt um minnkandi fyrirsætur. Föt eru hönn- uð í stærðinni 36fr, svona yfirleitt, en það hefur þurft að minnka það nið- ur í 34 og jafnvel 32, þótt 36 standi ennþá á miðunum. Við vorum að fá fyrirsætur inn í „fitting" eða mátun og það þurfti alltaf að minnka fótin. 90% af fyrirsætunum litu mjög illa út, einfaldlega vannærðar og van- sælar.“ Nokkuð hefur borið á því að austantjaldslöndin haldi innreið sína í fyrirsætubransann og Berg- lind samsinnti því: „Það er mikið um stelpur frá Austur-Evrópu, t.d. Rússlandi, Moldavíu og fleiri löndum - og það virðist vera mikið mál fyrir þær að vera grennstar. Það eru hins vegar ekki nema 2% af konum sem eru svona fró náttúrunnar hendi og það var hreinlega óhugnanlegt að sjá þessar renglur upp á rúmlega 180 sm sem héngu varla saman.” Sauma ek á herð Betra að starfa sem óháður hönnuður Berglind segir farir sínar af lífi í tískuhúsi ekki sléttar. „Þetta hentar kannski sumum en ekki mér. Þó er öllu betra að starfa sem óháður hönn- uður. Svo veit maður ekki,“ bætir hún við. „Ég flyt líklega til London í haust og þá er aldrei að vita hvað maður tekur sér fyrir hendur. Ég á í bak- höndinni líffræðingspróf og gæti í eins endað í dýragarðinum að mc leðurblökuflór eins og að hanna fó segir Berglind kát og hlær við. Því hver að verða síðastur að skoða sk unarverk Berglindar - á meðan b er enn á landinu. Hörkutilboð KÓPAL STEINTEX Útimálning fyrir íslenskar aðstæöur 10 lítrar aóeins 5.990 kr. 4 litir, hvítt, marmarahvítt, hrímhvítt og antikhvítt Útsölustaðir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfirði • Litabúðin Ólafsvlk Núpur byggingavoruverslun ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði • Byko Reyðarfirði • Verslunin Vík, Neskaupstað • Byko Selfossi Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavlk • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík mátning - það segir sig sjdlft - Nýtt útilitakort á næsta sölustað KÓPAL STEINTEX er frábær málning til notkunar á múr og steinsteypta fleti þar sem krafist er mikils vebrunarþols. KÓPAL STEINTEX er fáanleg í þúsundum lita. Hentar einkar vel til endurmálunar. • • VATM^ MÚR OG STEINSTEYPU ÚTI: vatnsþynnanleg akrýlplastmálning

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.